Fjas og fleira ;)

föstudagur, maí 21, 2004

Jamm, kannski kominn tími á það að tjá sig eitthvað hér... Ég sem var búin að vera svo dugleg ;) En já, ég er bara búin að vera að bralla ýmislegt upp á síðkastið og alveg nóg að gera þrátt fyrir að það sé eiginlega samt nákvæmlega EKKERT að gera :D Hahha... Þetta var alveg mjög spes... En já, ég fór á prófasýningu á dögunum og fékk ísl ritgerðina mína aftur og var ekki helt sátt við ísl kennarann minn, en ég ætla ekkert að láta það á mig fá vegna þess að ég er búin með íslenskuna og þarf ekkert að taka meira af henni og þá er ég bara ekkert smá sátt!! :D Jeij... En já, svo fór ég og hitti enskukennarann minn og var að ná í möppuna mína frá henni sem ég skilaði áður en skólinn var búinn og hún horfði alveg ískyggilega á mig, sem olli mér örlitlum áhyggjum ef ég á að segja alveg satt... Svo fer ég eitthvað að athuga þetta og skoða inn í möppuna og viti menn, ég hefði kannski átt að skoða aðeins inn í möppuna áður en ég skilaði henni því að það var samtal milli mín og Byfí... Hmm... Ekki sniðugt! :D Hehhe... En jæja, það verður bara að hafa það :D Hún er þá bara inni í slúðrinu, ekki þar fyrir að þetta var nú ansi gamalt þannig að það hefur ýmislegt breyst! ;D En jæja, ég ætla nú ekkert að hafa þetta mikið lengra núna, fólk má alveg hafa samband við mig, þó það sé alveg nokkuð að gera þá er alltaf tími til að spjalla við útvalda aðila! ;) Bæjó... :P

sunnudagur, maí 16, 2004

Já, Eurovision í gær, stuð og fjör sko, ég var alveg sátt við lagið sem vann sko... Þetta var bara mjög flott, var reyndar pínku sár hvað við fengum fá stig því mér fannst Jónsi alveg standa sig fínt sko... Var alveg stolt... ;) En jæja... Svona er lífið Pál Óskar dreymdi að við yrðum í 19. sæti, hann er greinilega bara svona berdreyminn.. :) En já, ég er víst að fara í bíó klukkan 4 og búin að vera að stússast á fullu í dag svo að ég ætla að fara að koma mér bara... Maður verður víst að líta svona nokkurn veginn sæmilega út til að fara út meðal almúgans... :$ ;) Gúddbæ... :P

föstudagur, maí 14, 2004

Jebbjebbjebb... Þetta er vægast sagt spes... Fólk er bara að brjálast á tag-boardinu mar! En það er bara alveg ágætt... :P En já, ég bara lent í því í dag að það birtist einhver gaur sem heitir eyüp á msn-inu mínu mar! Og ekki nóg með það heldur er hann 29 ára og er Tyrki... Hehhe... Hann bara "yes you from where?" svo þegar ég tilkynnti það að ég væri frá Íslandi þá segir gaurinn "oo !! you very beautiful YES!" Hmm... En ég bara sagði nono and goodbye og blokkaði hann... Hehhe... Mjög spes sko! :D Alltaf er eitthvað svona að gerast með mig... Hehhe... Þetta er sérstakt... Já, Eurovision á morgun mar... Ég veit ekki alveg hvað á að spá í sambandi við það, en ég sá hluta af undankeppninni á miðvikudaginn og eina lagið sem ég sá sem mér fannst eitthvað varið í var frá Hollandi... Annars er ég bara eins clueless og hver annar í sambandi við þetta... :D Jájájájájá... :P En mér þykir ég vera dugleg þessa dagana að blogga! :D Hehhe... ;P En jæja þar sem ég er svo dugleg að blogga þá eru fáar fréttir.. Nú þarf ég að fara að gera eitthvað fréttnæmt til að geta sett eitthvað spennandi hér! :D Hehhe... En jæja, allir skemmta sér vel um helgina ;) Á bientôt...

Jájá... Alltaf bæti ég við lesendur á síðuna ;) Hahha... En það er náttúrulega bara skemmtilegt... Já, í dag sá ég Donnie Darko og ég hef aldrei séð þessa mynd áður en ég verð að viðurkenna að mér þótti hún nú fremur snillileg... Og alltaf snillilegri og snillilegri eftir því sem lengra frá líður frá að ég sá hana... Þannig að á morgun verður hún MEISTARAVERK! ;) Hahha... En já, annars er mín búin að eyða langtímum í dag í það að tala í síma... Meðal annars var það kona frá Borgarfirði sem ofsótti mig og hélt mig heita Ragga... Já það er rétt og ekki nóg með það að hún sakaði mig um að vera karlmann heldur sagði hún símanúmerið mitt vera vinnusímann SINN, númerið sem ég er búin að vera með í einhver FIMM ár eða eitthvað!! :O Suss... En konan lét sér ekki segjast og hringdi einum fimm sinnum... Spes kalla ég þetta... Síðan held ég að ég hafi hrætt grey kallinn sem var að reyna að ná sambandi við mig í gær í gegnum sms því ég bara tók mig til og HRINGDI í númerið og enginn svaraði... Hehhe... En það er þá bara afgreitt mál... :P Nema það að þeir sem mig þekkja vita það að ég er SJÚKLEGA forvitin og er alveg að deyja mig langar svo að vita hvaðan þessi maður fékk eiginlega númerið mitt enda er mig sterklega farið að gruna að það sé einhver að gefa upp númerið mitt, það getur eiginlega ekki verið eðlilegt að það sé svona oft hringt í eitt númer og sagt æji vitlaust númer... En jæja, ég segi þetta bara gott í bili... ;) Hafið endilega samband við mig, en BARA þeir sem ég þekki! ;D Bæ í bili... :P

miðvikudagur, maí 12, 2004

Jamm... Ég fór í Smáralindina í dag og keypti mér nýjar buxur þar sem mér áskotnaðist peningur sem ég átti ekki von á og það var kominn tími á það að ég myndi fara að splæsa á mig buxum... Er ég bara þónokkuð ánægð með þetta og fékk góða hjálp frá Nóttinni minni og þakka kærlega fyrir það ;) Já, annars er nú lítið að frétta... Eitthvað fólk sem ég veit ekkert hvaðan kom sem sendi mér sms og sagðist hafa fundið símanúmerið mitt í símaskránni hjá sér... ?? Hmm.. Alveg einstakt, en það er bara þannig og ég er alveg að DEYJA úr forvitni! :D Hvernig er það verður hvergi Eurovision partý?! ;) Jæja, ef fólk veit um eitthvað skemmtilegt þá bara let me know sko! ;D Umm... Á morgun hef ég það planað að reyna að ná sambandi við fólk og athuga hvort ég get ekki státað af því á morgun að hafa farið eitthvað! :D Híhíhíhhh... :D Allavega, þá er ég bara hætt í dag.. Mjöööööög innihaldslaust og leiðinlegt blogg... ;) Hehh... Vona bara að enginn eyði of mikilli stund ævi sinnar að lesa þetta rugl mitt ;) Bæ í bili ... :P

þriðjudagur, maí 11, 2004

Jáhhá... Ég er búin að eiga mjög þægilegann dag, ekkert að gera bara hanga... Var að tékka á pósti, sem ég hefði þurft að gera aðeins fyrr en nú jæja, maður verður bara að sætta sig við það ;) En já, það er annars ekkert smá þægilegt að vera bara heima og ekki þurfa að gera neitt... Mér líkar alveg við það sko... :) Já, annars er lítið að segja þar sem það var lítið gert! :D Hahha... En ég vil bæta við þessu prófi hérna því mér fannst útkoman svo skemmtileg úr því.. Hehhe... ;P


What's Your Style? Find out @ She's Crafty


Annars bara verður restin af deginum eflaust eins afslöppuð og fyrri hlutinn svo að ég er bara róleg og skrifa meira síðar þegar það verður eitthvað að skrifa um... :P

mánudagur, maí 10, 2004

Jáhhá... Ég er búin í prófum!!!! JEIJ!!!!! Það er alltaf jafn óendanlega skemmtilegt að klára þetta rugl mar! :D En já, ég fór í stærðfræðipróf í dag og ég held að það sé bara best að láta það liggja milli hluta hvernig það gekk, en ég er bara hress samt því að ég er búin í prófum og lífið er svo skemmtilegt þess vegna! :D Samt er ég nú búin að borða svo mikið í dag að ég held að það endist mér út lífstíð barasta svei mér þá!!!! :| Ég er að SPRINGA!!!! Og það er nú óvanalegt fyrir mig að borða svona mikið því eins og flestir vita þar sem Nóttin er svo dugleg að auglýsa það þá borða ég bara tvisvar í mánuði að meðaltali ;) Hehhe... Nei nei, ég geri það ekki, fólk bara virðist ekki taka eftir því þegar ég borða... Mjög undarlegt! :D En já, við fórum 6 eftir prófið í dag, ég, Nóttin, Draslrúnin, Pælingakonan, Krútturúsínan og Guggzterinn og það var alveg mjög næs sko :) Fínn matur... :) Svo fór ég heim og var að spá hvar bróinn minn væri!!!! Hann var ekki kominn heim úr prófi, en hann var að koma núna, og var bara einfaldlega í skífunni að kaupa sér einhverja geisladiska... :) En já, helgin er búin að vera mjög spes vægast sagt, horfði á idol í fínum félagsskap og var svo vakandi megnið af nóttinni... En það var alveg gaman samt þrátt fyrir hrotur og svona skemmtilegheit! ;D Hehhe.. Já, á laugardaginn gerði ég nánast ekkert og í gær var ég bara að læra stærðfræði sem ég er alveg heiladauð af núna svo að ég get eiginlega ekki hugsað! :D Því er eyrðarleisi orð dagsins hjá mér ;) Annað í fréttum er fátt, ætla bara að reyna að hafa það gott næstu daga þar sem ég er komin í frí, reyna að ná sambandi við konuna sem er yfir vinnunni sem ég á víst að vera komin með í sumar en hef ekkert heyrt í téðri konu ennþá... Ég reyndi nefnilega alla síðustu viku að ná í kerlingarálftina og það er búið að vera gífurlegt magn af afsökunum fyrir því að ég geti ekki talað við hana: Hún er í fríi, við erum að flytja og engir símar (Í HVAÐ ERT ÞÚ AÐ TALA VIÐ MIG?!??! ) hún svarar ekki í símann hjá sér, síminn er bilaður... Og svona get ég haldið áfram sko... Ekki mjög sneddý sko... :D En já, annars hefur samband við umheiminn verið í takmörkuðu upplagi sökum lærdóms, en nú er ég ekki að kvarta, ekki misskilja mig... Ég er síðasta manneskja sem ætti að vera að kvarta enda átti ég bara að fara í 3 próf og það eru margir sem eru mun verr staddir en ég... :) Þeim hinum sömu votta ég samúð mína alla... ;) Hugsanir mínar eru hjá þeim! :D En já... Þetta er magnað, ég er bara búin að skrifa allt sem mér dettur í hug og því er ég að spá í að fara að hætta bara núna þangað til mér dettur eitthvað fleira í huga að segja! :D Bæjó :P

laugardagur, maí 08, 2004

Jæja... Þetta líf er alltaf jafn óendanlega skemmtilegt! ;D






Eitt próf eftir :P

fimmtudagur, maí 06, 2004

Já, skemmtileg lítil staðreynd um mig, ég er alveg SJÚKLEGA hrædd við ALLAR pöddur... Nú eiga kannski einhverjir eftir að hugsa með sér ,,já, ég er líka hrædd/ur við geitunga og svona..." En NEEEEI, ég er hrædd við ALLAR pöddur, og þar með talin eru viðbjóður eins og járnsmiðir, hrossaflugur og silfurskottur... :S Já, þetta eru allt kvikindi sem fylgja sumrinu því miður... Þar sem ég vinn úti á sumrin þá er þetta ekki sniðugt hjá mér... En jæja, hvað með það... Nú held ég í alvöru að þessi geðsjúka hræðsla mín sé komin út yfir heilbrigðismörkin... Þannig er að ég var búin að tala um það að ég er búin að vera að berjast við geðfatlaðar býflugur sem sækja endalaust inn í herbergið mitt... Jú jú... Allt í lagi með það, nema það að ég er farin að vera svo paranoid að það komi fluga inn að stundum þá finnst mér ég heyra hljóð í flugu þó að þar sé engin fluga... Þetta var orðið svo alvarlegt að ég er farin að bregða á það ráð öðru hverju að sofa með lokaðann glugga og lokað inn til mín með viftuna mína í gangi (sem ég festi kaup á síðasta sumar vegna óbærilegs hita... :P) Hmmm... Doltið skrýtið svona, ég einmitt lenti í því um ,,daginn" A.K.A. klukkan hálf 5 að morgni að ég vaknaði og hélt mig heyra suð og spratt á fætur hljóp fram á bað og lokaði á eftir mér... Þegar ég var komin þangað inn svona hálf sofandi þá áttaði ég mig á því að viftan var í gangi og það var hún sem ég heyrði í ekki fluga... Hehhe... Já, velkominn í geðveikluheim hringlunnar! :D Í fyrrasumar var einmitt mjög mikið um flugur og alls kyns skorkvikindi á sveimi og ég var að vinna úti þá líka, við lentum í þeirri skelfilegu lífsreynslu að það var geitungabú í dótaskúrnum okkar, svo að ég og litlu stelpurnar vorum á stöðugum hlaupum undann þessum hræðilegu smáfuglum eins og ég kýs að kalla þá því að þetta eru ekkert lítið stór kvikindi... Svo voru einstaka stelpur og alveg hellingur af strákum sem voru ekkert hrædd við þetta og þau brugðu á það ráð að vopna sig með skóflum og fötum og drepa geitunga með skóflunum og safna þeim í föturnar... Ég get sagt ykkur það að það bárust okkur ófáir skrækirnir frá skelkuðum mæðrum þegar börnin sýndu þeim afrek dagsins... Hehhe... ;D Ég var nú samt ekkert hrifin af þessum uppátækjum... En þessi skordýrahræðsla er ekkert nýtt fyrir mér, ég er búin að vera svona frá því að ég var pínkuponku lítil... Eitt skipti þegar ég var svona sirka 9-10 ára þá fórum við í sumarbústað familien ásamt systur mömmu og hennar fjölskyldu og vorum þar í viku... Þetta var einmitt á þeim tíma sumars sem húsflugur eru alveg að gera allt vitlaust og takk fyrir bústaðurinn var alveg stútfullur af þessum kvikindum... Nema hvað að ég svaf kannski svona fjórar klukkustundir ALLA vikuna því ég vaknaði alltaf við flugnasuð og flugur að fljúga á hausinn minn!!!!!!!!!!!! Alveg er þetta undarlegt hvað þetta er duglegt að fljúga á hausinn á manni, það var alltaf sagt við mann hérna í gamladaga að þær væru alveg eins hræddar við mann eins og maður var hræddur við þær... Ef það er raunin AF HVERJU FLJÚGA ÞÆR ÞÁ ALLTAF BEINT FRAMAN Í MANN!?!?!??! Hulin ráðgáta... Já, ástæða þessarar löngu ræðu er sú að ég hef tvö verkefni í dag, taka til í herberginu mínu og læra fyrir stærðfræðipróf... HVORUGT langar mig að gera... Hehhe... :P En af tvennu illu þá held ég nú að taka til sé skárra svo að ég held að ég fari bara að drífa í því svona bráðlega... :) En já, helgin nálgast og það þýðir bara eitt, stærðfræðiprófið nálgast en það er jafnframt síðasta prófið mitt og svo er ég bara komin í sumarfrí!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! JEIJ!!! Maður er nú ekkert lítið búin að hlakka til þess... Og mín hringdi í fólkið þarna hjá bænum í gær og allt lítur út fyrir það að ég fái að vinna á sama vinnustað og í fyrra í sumar, sem er mér mjög mikið ánægjuefni... Þó svo að það sé alveg hræðilega illa borgað og svona þá er það bara svo gaman... Og svo kom mín með mjög svo skemmtilega stærðfræði hérna á dögunum að það kemur nánast í samastað niður hvort ég vinn þarna eða á leikskóla í sumar því að leikskólarnir taka alltaf einn mánuð frí og í heildina fæ ég þá 10.000 krónum sirka meira í laun en ef ég færi að vinna á leikskóla... Það er nú alveg ágætt... Og svo er náttúrulega alltaf blaðburðurinn kæri... Hemm... :) En það er bara allt í lagi, þetta er hreyfing sem maður fær borgað fyrir, nokkuð gott ;) Já, ég er nú ansi hreint hrædd um að það séu barasta allir hættir að lesa núna... Svona löng blogg eru yfirleitt ekki mjög vinsæl.. En ok... Hafið samband! :D Bæjó :P

miðvikudagur, maí 05, 2004

Já, einu sinni var ég yngri... Einu sinni var ég lítil stelpa með tvær síðar fléttur og bjó í töfrandi húsi í vesturbænum... Einu sinni fórum við krakkarnir út að leika og vorum alveg langt langt fram á kvöld... Einu sinni tók maður ekki eftir því hvað það var orðið kalt úti því maður skemmti sér svo vel, snúsnú, einakróna og fleira gerði það að verkum að maður fattaði ekkert að kuldaboli var farinn að bíta kinnarnar litlu... Einu sinni fannst manni unglingar skerí fyrirbæri og henti sér í blómabeðin til að forðast að þeir sæju mann... Einu sinni var ég í litlum skóla þar sem strákarnir héldu að stelpurnar væru eitraðar og það varð að vera ákveðið langt bil á milli okkar annars gerðist eitthvað svakalegt! En svo breyttust tímarnir... Við eldumst nú einu sinni öll og verðum stór... Ég flutti úr húsinu í vesturbænum í fallegt hús í ,,sveitinni"... Útskrifaðist úr Hagaskólanum ægilega og fór í skólann minn þar sem mér er búið að líða svakalega vel... Ég breyttist alveg heilann helling og eignaðist marga af mínum ALbestu vinum... Hætti að fara út að leika og fannst kuldinn allt í einu strax byrja að bíta í kinnarnar um leið og ég kom út... Unglingar hættu að vera skerí og strákarnir hættu að vera hræddir við okkur... Þegar maður er úti fram á nótt núna er maður yfirleitt einhvers staðar annars staðar en í snúsnú eða einakrónu... Já, tímarnir breytast og mennirnir með, en það er líka bara gott því að maður verður að upplifa eitthvað fleira en barnæskuna... :) Þó er nú alltaf gaman að rifja upp liðna tíð :P


... Já ég er að verða gömul! :D

þriðjudagur, maí 04, 2004

Jamm og já... Í gær var íslenskuprófið í skólanum, ég var alveg ENDALAUST dugleg að lesa fyrir það, ég glósaði 45 blaðsíður og var aaaaalveg einhverf í þessu, en ég held jafnvel að ég hafi náð þessu, ég er samt ekki alveg viss... En maður er náttúrulega aldrei 100% viss sko... Nú jæja, en ég er hress með að vera búin með þetta... :) Á morgun er enskuprófið mitt og ég er búin að lesa svona smá... Reyndar kannski ekki alveg nógu mikið en það er bara svona, er ansi hrædd um að ég hafi barasta lesið yfir mig fyrir íslenskuna, en það er björt hlið á þessu öllu saman að ég er búin með það versta :) Já já... Annars er fátt að frétta þar sem ég gerði ekkert nema að lesa um helgina, reyndar tók ég mig til á sunnudagskvöldið og talaði í símann í rúma 3 tíma... :) Það var alveg gaman sko... En já, jæja, John Stevens datt út úr idol á föstudaginn og ég missti ekki algerlega álitið á bandarísku þjóðinni... Hehehe... En já, ég er að spá í að hætta bara núna, fara að horfa á sjónvarp eða eitthvað þó ég ætti kannski að vera að læra ;) Hmmm... Allavega þá bara verða allir að hafa samband við mig sko! Alltaf gaman að heyra í fólkinu ;) Bæjó! :D