Fjas og fleira ;)

fimmtudagur, maí 06, 2004

Já, skemmtileg lítil staðreynd um mig, ég er alveg SJÚKLEGA hrædd við ALLAR pöddur... Nú eiga kannski einhverjir eftir að hugsa með sér ,,já, ég er líka hrædd/ur við geitunga og svona..." En NEEEEI, ég er hrædd við ALLAR pöddur, og þar með talin eru viðbjóður eins og járnsmiðir, hrossaflugur og silfurskottur... :S Já, þetta eru allt kvikindi sem fylgja sumrinu því miður... Þar sem ég vinn úti á sumrin þá er þetta ekki sniðugt hjá mér... En jæja, hvað með það... Nú held ég í alvöru að þessi geðsjúka hræðsla mín sé komin út yfir heilbrigðismörkin... Þannig er að ég var búin að tala um það að ég er búin að vera að berjast við geðfatlaðar býflugur sem sækja endalaust inn í herbergið mitt... Jú jú... Allt í lagi með það, nema það að ég er farin að vera svo paranoid að það komi fluga inn að stundum þá finnst mér ég heyra hljóð í flugu þó að þar sé engin fluga... Þetta var orðið svo alvarlegt að ég er farin að bregða á það ráð öðru hverju að sofa með lokaðann glugga og lokað inn til mín með viftuna mína í gangi (sem ég festi kaup á síðasta sumar vegna óbærilegs hita... :P) Hmmm... Doltið skrýtið svona, ég einmitt lenti í því um ,,daginn" A.K.A. klukkan hálf 5 að morgni að ég vaknaði og hélt mig heyra suð og spratt á fætur hljóp fram á bað og lokaði á eftir mér... Þegar ég var komin þangað inn svona hálf sofandi þá áttaði ég mig á því að viftan var í gangi og það var hún sem ég heyrði í ekki fluga... Hehhe... Já, velkominn í geðveikluheim hringlunnar! :D Í fyrrasumar var einmitt mjög mikið um flugur og alls kyns skorkvikindi á sveimi og ég var að vinna úti þá líka, við lentum í þeirri skelfilegu lífsreynslu að það var geitungabú í dótaskúrnum okkar, svo að ég og litlu stelpurnar vorum á stöðugum hlaupum undann þessum hræðilegu smáfuglum eins og ég kýs að kalla þá því að þetta eru ekkert lítið stór kvikindi... Svo voru einstaka stelpur og alveg hellingur af strákum sem voru ekkert hrædd við þetta og þau brugðu á það ráð að vopna sig með skóflum og fötum og drepa geitunga með skóflunum og safna þeim í föturnar... Ég get sagt ykkur það að það bárust okkur ófáir skrækirnir frá skelkuðum mæðrum þegar börnin sýndu þeim afrek dagsins... Hehhe... ;D Ég var nú samt ekkert hrifin af þessum uppátækjum... En þessi skordýrahræðsla er ekkert nýtt fyrir mér, ég er búin að vera svona frá því að ég var pínkuponku lítil... Eitt skipti þegar ég var svona sirka 9-10 ára þá fórum við í sumarbústað familien ásamt systur mömmu og hennar fjölskyldu og vorum þar í viku... Þetta var einmitt á þeim tíma sumars sem húsflugur eru alveg að gera allt vitlaust og takk fyrir bústaðurinn var alveg stútfullur af þessum kvikindum... Nema hvað að ég svaf kannski svona fjórar klukkustundir ALLA vikuna því ég vaknaði alltaf við flugnasuð og flugur að fljúga á hausinn minn!!!!!!!!!!!! Alveg er þetta undarlegt hvað þetta er duglegt að fljúga á hausinn á manni, það var alltaf sagt við mann hérna í gamladaga að þær væru alveg eins hræddar við mann eins og maður var hræddur við þær... Ef það er raunin AF HVERJU FLJÚGA ÞÆR ÞÁ ALLTAF BEINT FRAMAN Í MANN!?!?!??! Hulin ráðgáta... Já, ástæða þessarar löngu ræðu er sú að ég hef tvö verkefni í dag, taka til í herberginu mínu og læra fyrir stærðfræðipróf... HVORUGT langar mig að gera... Hehhe... :P En af tvennu illu þá held ég nú að taka til sé skárra svo að ég held að ég fari bara að drífa í því svona bráðlega... :) En já, helgin nálgast og það þýðir bara eitt, stærðfræðiprófið nálgast en það er jafnframt síðasta prófið mitt og svo er ég bara komin í sumarfrí!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! JEIJ!!! Maður er nú ekkert lítið búin að hlakka til þess... Og mín hringdi í fólkið þarna hjá bænum í gær og allt lítur út fyrir það að ég fái að vinna á sama vinnustað og í fyrra í sumar, sem er mér mjög mikið ánægjuefni... Þó svo að það sé alveg hræðilega illa borgað og svona þá er það bara svo gaman... Og svo kom mín með mjög svo skemmtilega stærðfræði hérna á dögunum að það kemur nánast í samastað niður hvort ég vinn þarna eða á leikskóla í sumar því að leikskólarnir taka alltaf einn mánuð frí og í heildina fæ ég þá 10.000 krónum sirka meira í laun en ef ég færi að vinna á leikskóla... Það er nú alveg ágætt... Og svo er náttúrulega alltaf blaðburðurinn kæri... Hemm... :) En það er bara allt í lagi, þetta er hreyfing sem maður fær borgað fyrir, nokkuð gott ;) Já, ég er nú ansi hreint hrædd um að það séu barasta allir hættir að lesa núna... Svona löng blogg eru yfirleitt ekki mjög vinsæl.. En ok... Hafið samband! :D Bæjó :P

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home