Fjas og fleira ;)

miðvikudagur, október 01, 2008

Jú, ég er nú ekki duglegust í heimi að skrifa... En ég vel mín moment, eins og til dæmis núna... Ég ætti að vera að gera allt annað, ég gæti verið að hafa áhyggjur af því að ég á peninga sem eru á reikningi hjá Glitni...! Ég gæti verið að hugsa um sálfræðiprófið sem ég er að fara í á morgun, ég gæti verið að setja kjúklinginn sem ég hafði í kvöldmat í ísskápinn eða jafnvel taka úr þvottavélinni og setja í þurrkarann. Já, þetta eru allt hlutir sem ég gæti verið að gera, en ég kýs að gera ekki núna.
Ég gæti líka setið hér og skrifað einhver ósköp um allt sem er að gerast, ríkið eignaðist bankann minn, krónan er með gubbupestina og allir pólitíkusarnir og fína fólkið sem kemur í Kastljósið og Ísland í dag og talar um allt þetta og segir okkur hinum, sem erum svo miklir kjánar og sitjum að sjálfsögðu með stjörnurnar í augunum að horfa á þetta gáfaða fólk sem stjórnar landinu okkar af svo mikilli snilli, frá því hvað við erum öll illa stödd og eigum að vera hrædd.
En ég er ekki hrædd... Ekki núna. Ég ÆTTI kannski að vera hrædd, en ég er með backup plan. Ójá börnin góð ef allt fer fjandans til þá hleyp ég út í banka, tek út smáaurana mína sem ég ,,litli borgarinn" á og trítla með þá heim og treð þeim undir rúmdýnuna. Þá fyrst held ég að mér myndi bara líða ágætlega sko!
En nei, ég ætla ekki að tala um þetta, því ég er í alvörunni ekkert hrædd.
Annars hefur nú reyndar eitt sótt á mig í þessari viku... Á sunnudaginn var ég að furða mig á því að ég heyrði ALLTAF eitthvað suð... Skrýtið? Jáhh! Jú og sérstaklega ef ég tók mig nú til og skrapp á klósettið, þangað til ég sá ástæðu þess að það var suð, því það var nefnilega FISKIFLUGA inni á baði, og nú var hurðin alltaf opin en hún var bara inni á baði. Svona bað-fiskifluga. Jú ég hugsaði nú með mér að hún myndi án efa skondrast út um gluggann svona þegar næsta tækifæri gæfist, en allt kom fyrir ekki og á mánudagsmorgun fór þessi tiltekna fluga með mér í sturtu. Jú nú var mér nú farið að finnast við orðnar heldur kunnuglegar hvor annari þannig ég var kannski ekkert mikið að kippa mér upp við þetta. Nú, á þriðjudag var hún horfin af baðherberginu og ég hugsaði með mér að nú hefði hún sloppið út eða Kalli hefði drepið hana. En neeeeei, ég sat hérna í stofunni þegar ég kom heim úr skólanum og byrjaði að heyra suðið aftur, en nú í stofunni! Og ég leitaði og leitaði en aldrei sá ég fluguna. Fyrr en allt í einu hún spratt úr rimlagluggatjöldunum og fór að sveima hér um. Æj greyjið, hugsaði ég... Það er svo kalt úti að ég hef ekki í mér að veiða hana og setja út. Svo ég lét hana bara sveima hér um, mér þó til þónokkurar truflunar... Nema hvað ég kem heim í dag og þá er hún enn að suða hér í stofunni en nú föst inni við gluggan á bakvið rimlagluggatjöldin (vá hvað það er erfitt að skrifa þetta orð haha) Nú var mér nú eiginlega farið að finnast hún soldið hluti af stemningunni að læra... En hvað haldið þið að hafi svo skeð?? Jú, þegar ég var að ná mér í Pepsi áðan þá lá hún þarna, á bakinu á gólfinu... Dáin... Þetta þótti mér nú heldur leitt, og það sem meira er þá hef ég ekki alveg í mér að taka hana og sturta henni niður, þannig að staðan er sú núna að ég sit í stofunni og bíð þess að Kalli komi heim og jarði fluguna í pípulögnunum hahhahha :D
Skemmtileg lítil flugusaga í leiðindum hversdagsins.
Ég hef þetta ekki lengra í bili, en mér fannst þessi gæji skemmtilegur svo hann fær að fljóta með:

4 Comments:

At 11:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hehehehe víst er þetta fyndið hehehe

 
At 11:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hahahahhahahaha... gott myndbadnd! en flugusagan var eeenþá betri..! sé að þið hafið tengst miklum tilfinningaböndum.. ég meina, hún hefði getað dáð í glugganum og þú aldrei fundið hana.. en nei, klára flugan ákvað að deyja á gólfinu BARA svo að þú gætir fundið hana!!

 
At 12:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

True, very true ;)

 
At 8:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Haha þú ert frábær penni :D Ég samhryggist þér samt að hafa misst fluguvinkonu þína. I feel your pain líka því ég átti einmitt samskonar vinkonu þegar ég var lítil en sú var reyndar húsfluga. Hún hét Sigga, kölluð Sigga fluga. ;) Og vá. Hún bjó m.a.s. inni á baði hjá mér líka! Þetta er nú næstum óhugnalega líkt :) Kannski voru þær frænkur.

Og haha þessi krakki á myndbandinu er æði :D hahaha ég hló á trilljón alveg!

 

Skrifa ummæli

<< Home