Fjas og fleira ;)

mánudagur, apríl 21, 2008

Já, ég ætla nú að skrifa smá í tilefni dagsins, ég held það sé alveg hreint nauðsynlegt :)
Það er nefnilega þannig að í dag eru 24 ár síðan mamma mín og pabbi urðu hjón! Magnað alveg hreint... :)
En það sem er eiginlega ennþá ótrúlegra er hvað þau eru ótrúlega frábær hjón... Þau geta setið bara heilu kvöldstundirnar saman, bara tvö ein, ekkert sjónvarp og varla tónlist og talað bara saman alveg hreint endalaust, um allt og hreint ekki neitt! Það er sko aðdáunar vert þegar fólk getur þetta skal ég segja ykkur. Það er líka mjög magnað þegar maður hugsar til baka að það er aldrei neitt ósætti og ef það er eitthvað smávægilegt að angra þau þá er bara tuðað smá í kannski svona tíu mínútur og fimm mínútum eftir það þá er bara allt búið og þau alltaf jafn sátt og sæl að vera saman!
Ef mamma eldar kvöldmatinn þá gengur pabbi frá í uppþvottavélina, og ef mamma slysast til að gera það þá liggur við að pabbi rífi úr henni aftur bara til að setja í hana sjálfur! :D
Það kalla ég krúttlegt! :) Alla daga á slaginu fjögur hringir pabbi heim því þá veit hann að mamma á að vera búin í vinnunni, bara til að heyra í henni, svona á þetta að vera! :)
En allavega, þá langar mig bara að segja til hamingju með daginn elsku bestu mamma og pabbi!! Kyss kyss :*
Svo langar mig líka að setja þetta myndband hérna með því þetta lag minnir mig alltaf á þau :P