Fjas og fleira ;)

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Já já, það er nú ekki eins og maður sé að blogga á hverjum degi hehe... En jæja, ég verð bara að vona að mér verði fyrirgefið :)
Ég er búin að vera að gera alveg nóg svosem, fékk mánaðarsumarfrí í sumar, mjög kósý og var bara heima með mömmu og pabba að dúllast eitthvað en samt einhvern vegin þá var bara alveg nóg að gera þó að það sé kannski svona frekar ótrúlegt hehe... En þetta var bara alveg ótrúlega gaman sko :)
Ætla nú ekkert að fara að telja upp allt sem ég er búin að gera í sumar, það væri bara leiðinleg upptalning þó það sé búið að vera alveg svaka gaman hjá mér hehe ;) En jú verslunarmannahelginni eyddi ég bara í bænum í góðu yfirlæti, held það sé notalegast að vera bara í bænum um þessa helgi, ótrúlega rólegt og gott og vel hægt að slappa af hehe :)
Um síðustu helgi voru svo stórtónleikarnir í Laugardalnum, allt í tilefni afmælis Kaupþings... Það fer svona tvennum sögum af því hvað var mikið af fólki þarna, tölurnar hafa farið alveg frá 20.000 til svona um 50.000 en ég veit bara ekkert hvað voru margir, þannig ég kýs bara að segja að það var fullt af fólki og alveg ofsalega gaman að koma þarna aðeins og skoða stemninguna, þó að síðasta atriði tónleikanna hafi verið svona frekar misheppnað, en það varð bara til þess að fólk streymdi ekki allt í einu í burtu heldur bara týndist svona smám saman og þetta var bara alveg svakalega fínt :) Á menningarnótt ætluðum við Kalli að fara á tónleikana á miklatúni en það heppnaðist ekki betur en svo að við rétt náðum flugeldasýningunni hehhe... En það var bara allt í lagi, rosa flott sýning og svo fórum við að rölta um í bænum... Sem var svona næstum því þunglyndisvaldur því manni leið bara eins og maður væri svona 85 ára í bænum það var svo ungt fólkið þar hehhee :D En bara gaman að þessu...
Vikan er búin að vera heldur róleg... Vill svoleiðis til að ég er lasin heima núna, ætla samt að reyna að fara að vinna á morgun hehe... En ég held nú að þetta séu bara nokkurn vegin einu stundirnar svona á sumrin sem ég nenni að blogga hehe :) Svo í vetur þegar skólinn byrjar þá kannski fer þetta að glæðast aðeins, fer að verða duglegri að skrifa :)
Allavega þá langaði mig bara aðeins að láta í mér heyra, skólinn byrjar 3. sept, það er svona kvíðablandin tilfinning að vera að fara að byrja aftur, soldið stress að vera búin að gleyma alveg helling og svo aftur er maður farin að hlakka soldið til að kíkja í skólaumhverfið aftur :) Aftur á móti þýðir það að ég er að fara að hætta á leikskólanum mínum og það er svona mis gaman, ég á eftir að sakna allra þar soldið mikið, en maður getur náttúrulega alltaf kíkt í heimsókn :)
Ætla að hætta þessu bulli núna, skrifa eitthvað merkilegra síðar :)
En svona rétt til gamans þá var ég að lesa það á visir.is að Háskólinn í Manchester hafi fundið út í rannsóknum sínum að Tyrannosaurus Rex hafi verið svo spretthörð á sínum tíma að hún hafi getað hlaupið uppi fótboltamann nútímans... Þetta fundu þeir út með því að rannsaka steingervinga, hvorki meira né minna... Eins gott að maður var ekki fótboltamaður á tíma risaeðlanna segi ég nú bara hehe ;)
Ciao...