Já, einu sinni var ég yngri... Einu sinni var ég lítil stelpa með tvær síðar fléttur og bjó í töfrandi húsi í vesturbænum... Einu sinni fórum við krakkarnir út að leika og vorum alveg langt langt fram á kvöld... Einu sinni tók maður ekki eftir því hvað það var orðið kalt úti því maður skemmti sér svo vel, snúsnú, einakróna og fleira gerði það að verkum að maður fattaði ekkert að kuldaboli var farinn að bíta kinnarnar litlu... Einu sinni fannst manni unglingar skerí fyrirbæri og henti sér í blómabeðin til að forðast að þeir sæju mann... Einu sinni var ég í litlum skóla þar sem strákarnir héldu að stelpurnar væru eitraðar og það varð að vera ákveðið langt bil á milli okkar annars gerðist eitthvað svakalegt! En svo breyttust tímarnir... Við eldumst nú einu sinni öll og verðum stór... Ég flutti úr húsinu í vesturbænum í fallegt hús í ,,sveitinni"... Útskrifaðist úr Hagaskólanum ægilega og fór í skólann minn þar sem mér er búið að líða svakalega vel... Ég breyttist alveg heilann helling og eignaðist marga af mínum ALbestu vinum... Hætti að fara út að leika og fannst kuldinn allt í einu strax byrja að bíta í kinnarnar um leið og ég kom út... Unglingar hættu að vera skerí og strákarnir hættu að vera hræddir við okkur... Þegar maður er úti fram á nótt núna er maður yfirleitt einhvers staðar annars staðar en í snúsnú eða einakrónu... Já, tímarnir breytast og mennirnir með, en það er líka bara gott því að maður verður að upplifa eitthvað fleira en barnæskuna... :) Þó er nú alltaf gaman að rifja upp liðna tíð :P
... Já ég er að verða gömul! :D
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home