Fjas og fleira ;)

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Já, ég get stundum verið eitthvað meira en lítið skrýtin þegar ég er að gera margt í einu... Mamma fór að segja mér frá því að bróðir minn, sem er á þrettánda ári, hefði farið í sund með vinum sínum í dag... Sem er ekki frásögu færandi nema hvað að mamma mín er svona um það bil vatnshræddasta manneskja sem til er á jarðkringlunni og hún fékk alveg hnút í magann greyjið og varð alveg hrikalega stressuð... Ég náttúrulega sá mér leik á borði og ætlaði að vera alveg ýkt kaldhæðin og spyrja hvort hún yrði ennþá stressuð á sama hátt þegar ég færi í sund en NEI ég aulaði út úr mér ,, Hahha já verðuru ennþá stressuð þegar ég fer í sturtu? “ Hahha... Hún mútta mín tjáði mér það að það væri nú svona tiltölulega hættulaust að fara í sturtu en hún væri nú samt búin að vera að spá í að útvega mér svona sundgleraugu með svona röri áföstu sem fer upp í munninn og stendur upp úr vatni... Bara svona for safety ef ég skildi nú detta í sturtubotninn Hahhahha :D


Hehhe gaman að þessu hehhe... Þetta er bara búinn að vera svona dagur, er búin að vera svo slöpp eitthvað að ég er búin að vera alveg hreint svakalega annars hugar, samstarfskona mín kom labbandi upp að mér i dag í SKÆR rauðri flíspeysu og segir bara svona óskaplega pent bööö.. Nema hvað að ég var svo svakalega í mínum eigin heimi þegar ég kom þarna fyrir hornið að mér brá alveg hreint svakalega, fékk alveg hjartslátt í hausinn og allt! :D Hahha... Gaman að vera ljóska ;)


Nema hvað að ég sé bara fyrir mér að reyna að ná þessu ógeði úr mér sem er að kúra sig í mér þessa dagana og svo bara vera alveg ýkt skemmtó um helgina, allavega á föstudaginn þar sem einn af bestustu bestu vinum okkar ætlar að vera í bænum og svona... Það gerist sko ekki á hverjum degi, svo á laugardaginn er bara hvorki meira né minna en hann pápi minn sem á afmæli svo að þetta er allt alveg hreint ótrúlega skemmtilegt hehhe... :P Og því kemur þessi bloggfærsla þar sem ég ákvað að fara ekki út og hanga heima í rólegheitum í kvöld, aldrei þessu vant hehhe :)


Nema hvað nú er ég hætt, nenni ekki að skrifa meira, finnst þetta alveg nóg í bili... Sammála? ;)

mánudagur, ágúst 14, 2006

...

Jájá, þá er enn ein helgin búin og ný vinnuvika byrjuð. Ég mætti reyndar ekki til vinnu í morgun því ég er búin að vera frekar lasin um helgina og ekki alveg búin að ná því úr mér, en ég er nú að stefna á að reyna að fara á morgun. Bróðir minn kom heim frá Tékklandi í nótt og gaf mér þetta svona líka ótrúlega vellyktandi ilmvatn, svaka gaman hehhe og hann keypti nú ýmislegt fleira sniðugt þarna úti en ég ætla ekkert að vera að telja það allt saman upp... nenni því ekki hehhe :D

Ég er búin að velta fyrir mér fordómum mikið upp á síðkastið. Nú var Gay Pride á laugardaginn og þó að ég hafi ekki farið niður í bæ þá langaði mig alveg að fara enda held ég að þetta sé alveg svakalega skemmtilegt að kíkja á skrúðgönguna og svona :)

Ég hef enga trú á því að það sé einhver þarna úti sem er algerlega fordómalaus, en svo lærir sem lifir og ég ber mikla virðingu fyrir fólki ef það er tilbúið að taka fjölbreytileika þessa lífs með opnum hug og opnu hjarta. Það væri alveg örugglega alveg frábært að geta sagst vera algerlega fordómalaus, en það er spurningin hvort maður væri þá að segja satt því að ég held svona í sannleika sagt að ég hafi aldrei fundið fyrir manneskju sem hefur enga einustu fordóma í einhverju formi.
Fordómar eru flókið fyrirbæri og ég get ekki sest hérna niður og skrifað niður hérna einhverja nákæma útskýringu á því, svo má nú líka passa sig á því að flokka ekki allar skoðanir undir fordóma.
Mér finnst bara alveg frábært þegar fólk þorir að koma fram eins og það er og eyðir ekki lífi sínu í að þykjast vera eitthvað annað á kostnað þess að vera ekki hamingjusamt. Þegar upp er staðið þá er það akkúrat það sem skiptir máli í lífinu að vera hamingjusamur með sjálfan sig. Bara svona smá djúpstæð hugsun til tilbreytingar hehhe, bara mín skoðun og ekkert annað... ;)

Allavega ég skrifa meira síðar svona þegar ég nenni ;)
Kv. Karó

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Já ég bara má til að skrifa aðeins um það sem skeði hjá mér í dag :D
Ég kom heim úr vinnunni og ákvað að skella mér í gömlu góðu Kringluna og athuga hvort ég finndi nú ekki eitthvað fallegt handa mér hehhe :P Ég var stödd í búð og var að klára að borga fallegan bol hehhe ;) Þegar hin dásamlega og innvirðulega móðir mín hringdi í mig og bað mig um að fara í Bónus fyrir sig og versla smá, mér fannst ég ekki geta annað en sagt já þar sem að ég var nú á hennar bíl í kaupaferðinni minni og ég tók strimilinn sem ég fékk af kassanum og skrifaði niður hinar ýmsustu vörur sem ég átti að kaupa... Svo skundaði ég út í bíl og keyrði heim í Kópavog og skellti mér í Bónus þar, því ég þoli ekki Bónus í Kringlunni, og þegar ég kom þangað þá var stelpan sko að fíla sig alveg í botn og þótti bara frekar fullorðins að vera svona að gera stórinnkaupin hehhe :D
Nema hvað að þegar mín var búin að borga þetta allt saman og raða snyrtilega í körfuna mína þá rölti ég út og fór í lyftuna þarna í bílakjallarann undir smáratorgi því þar lagði ég Foresternum hennar mömmu... Með mér í lyftunni var kona sem var svona á aldur við hana mömmu mína og þegar við komum út úr lyftunni þá bara sprangaði ég að bílnum og ætlaði að skella vörunum inn þá bara gargar kellan yfir allan bílakjallarann ,, ég skil ekki hvernig þið unga fólkið hafið efni á þessu! Þið keyrið glænýja bíla og verslið inn fyrir heilu heimilin, lifið bara eins og Paris Hilton!! " ... Ein bara þvílíkt hneyksluð!! Neinei, ég bara skellti á mig snobbsvipnum og sagði ,, Jáhh, það gerum við sko! " Hoppaði upp í bíl og keyrði á brott með tónlistina í botni... Það er sko greinilegt að sumt fólk gengur ekki alveg heilt til skógar hahha :D
Nema hvað í gær fór bróinn minn litlistóri til Tékklands og ætlar að vera hálfan mánuð... Voða stuð á kallinum, það verður samt voða gott að fá hann heim hehhe :)
Ég hef nú ekki mikið meira að segja núna, ætla bara að segja þetta gott í bili darlings ;)