Fjas og fleira ;)

mánudagur, febrúar 13, 2006

Jájá, ég vaknaði í morgun með kvíðahnút í maganum og gat ekkert meira sofið, ég veit ekki hvaðan þetta kom eða af hverju, þetta gerðist þónokkuð oft í desember, en nú allt í einu kom þetta aftur, þetta er ekkert smá skrýtið... Fannst eins og það væri eitthvað sem ég væri búin að gera vitlaust eða að ég ætti eftir að gera eitthvað vitlaust...
Furðulegt hvað maður getur verið skrýtin svona þegar maður er að vakna...
Nema hvað þetta var róleg helgi hjá mér... Djammaði eiginlega ekki neitt og var bara glöð, jú ég fór í sing star partý hjá Eygló og Sigga og það var alveg brjálað stuð sko! :D Skemmti mér afar vel, enda er ég orðin nokkuð vel lagin við að miða út hversu ölvað fólk er orðið, þegar fólkið er orðið nógu drukkið þá er ég orðin nógu hugrökk til að skella mér og syngja, sem var alveg stuð svona þegar ég var byrjuð og þá var varla hægt að ná mér frá þessu hehe..
En ég hef nú lítið að segja samt, ég er bara í skóla eins og alla mánudaga, þeir eru búnir að skemmileggja sunnudagana mína að svo miklum hluta.. En ég er samt að reyna að passa mig á þessu hehe að láta mánudaginn ekki fara svona með mig... :P
Ég er mikið að spá að koma mér heim svona píííínulítið fyrr, það er geðveik freisting :D Hahha...
Nema hvað ég ætla að skrifa síðar :P

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Jæja já, hann Dabbi Vals klukkaði mig og ég tók mig til og svaraði þessu :) DUGLEG :D


4 störf sem ég hef unnið yfir ævina: Aðstoðarverkstjóri á starfsþjálfunarstað, starfsmaður í grænmetisborði, rólókelling og leiðbeinandi á leikskóla :P
4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur: Erfitt, horfi sjaldan á myndir oftar en einu sinni þessa dagana, en ætli ég segi ekki Donnie Darko, Pirates of the carribean, clueless (haha ljóskan sko ;)) og ég man ekki meira í bili :P
4 staðir sem ég hef búið á: Vá hef bara búið á sólvallagötunni í rvk og svo í hlaðbrekkunni, það er ekki fleira en svo... :D
4 sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi: Lost, Neighbours, O.C. Simpsons og Friends (of margir ég veit...)
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum: Hehe, Vestmannaeyjar, Hólmavík, svo hef ég farið allan hringinn með mömmu og pabba, þarf bara að fara að drífa mig eitthvað út fyrir landsteinana ;)
4 heimasíður sem ég skoða daglega: blog.central.is/annikan, mh-gellur.blogspot.com, ugla.hi.is og svo bara hellingur af bloggi, er reyndar ekki í tölvu daglega svo þetta er soldið erfið spurning hehe...
4 máltíðir sem ég held upp á: Jólamaturinn hjá mömmu, pizza a la mamma mín, tortillas og grillað brauð hehe...
4 bækur sem ég les oft: vá... bækur?? sociolinguistics of sign language held ég að hún heiti... annars er ég ekki mikið að lesa bækur :$ ljóska sko hehe... mogginn, fréttablaðið og blaðið hehe ;)
4 staðir sem ég myndi vilja vera á núna: í rúminu mínu, heima á sólvallagötu eins og hún var, heima hjá ömmu og afa og bara hér það er líka fínt :D
4 manneskjur sem ég ætla að klukka: Ætla að gera fólki greiða og klukkan engann, bara gefa því ánægjuna að lesa þessar lítilfjörlegu staðreyndir um mig hehe ;)

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Já, blogga tvisvar á sama degi! Hehhe, það er eitthvað nýtt, nei ég bara varð að koma með smá pælingu, ég nefnilega er búin að þjást af alveg gasalegri myglu í morgun og þetta var farið að fara svo í taugarnar á mér að ég var orðin alveg handónýt í skapinu, það gerist nú ekki oft að ég verði eitthvað mikið pirruð, en nú skeði það! Ég sat í háskólabíó alveg með þrumuský yfir höfðinu og íhugaði hvað ég gæti gert til að lyfta mér eitthvað upp... Svo allt í einu datt svarið inn í hausinn á mér! Ég hugsaði með mér, hvað væri best að gera þegar manni líður ekki vel á sálinni og manni finnst ekkert vera að ganga eins og það á að ganga?! Jú, ég skellti mér í labbitúr út og fór alla leið upp á sólvallagötu þar sem ég átti heima þegar ég var lítil og alveg þar til ég varð 14 ára og gerðist kópavogsbúi... Já, og ég labbaði um gamla hverfið mitt bara í rólegheitum þar sem ég átti ekkert að mæta í tíma strax og skoðaði mig um og rifjaði upp gamla og góða og áhyggjulausa tíma :) Þetta var ekkert smá frábært að gera þetta, mæli með þessu, gekk hjá húsinu mínu og þar sem vinkona mín sem ég var alltaf með á þeim tíma átti heima, það var alveg dúndur gaman, svo fór ég niður á ásvallagötu og labbaði heilmikið þar fram hjá elliheimilinu Grund þar sem hún amma Dæja mín átti heima síðustu árin sín... Nú er ég komin aftur inn í háskólabíó og mér líður svo miklu betur en áðan þegar ég sat hérna, er bara orðin hress og kát á ný og hef ekkert svo svakalega miklar áhyggjur, bara róleg yfir þessu öllu saman :P Ahhhh... Allavega, ég varð að deila þessu mikla kraftaverki með ykkur hinum, eini ókosturinn við þetta er að kinnarnar á mér og nebbin eru alveg ELDrauð! :D Hahha...
Já, annars kemur ein skemmtileg pæling hérna í lokin, finnst ykkur ekki gaman að sjá gamla bekkjarfélaga? Ég er búin að lenda í þessu tvisvar núna á tveimur klukkustundum, í fyrra skiptið kom það mér mikið á óvart að viðkomandi fólk heilsaði mér! Skrýtið... Ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi... Nema hvað að núna áðan þegar ég settist hérna niður í sigurvímunni yfir því að hafa sigrast á dældinni sem ég var í svona andlega séð, þá gekk hérna framhjá mér strákur sem ég eyddi löngum tíma skólagöngu minnar í að hata afar mikið, því að hann áttaði sig nefnilega á því þegar ég var með honum í skóla að ég var alveg skelfilega feimin og notfærði sér það algerlega þann stutta tíma sem ég neyddist til að sitja við hliðina á honum í skólanum... Allavega nú er feimnin nokkurn vegin alveg farin og svona, það þykir mér afar jákvæð þróun, svona peyjar hafa ekki lengur nein áhrif á mig hehe :) Nema hvað að þessi ákveðni drengur horfði á mig alveg eins og hann kannaðist alveg geðveikt við mig og svo bara nikkaði hann svona vingjarnlega til mín, hefur örugglega ekkert vitað hver ég var og bara reiknað með að hann hafi hitt mig á einhverju djammi eða eitthvað, þetta var allavega mjög spaugilegt og ég brosti út í annað með sjálfri mér... :)
Finnst ég eiga hrós skilið hvað ég er búin að vera dugleg að blogga í dag by the way ;) Hehhe...

Jájá.. Þetta er nú skemmtilegt líf..
Ég get ekki sagt að ég hafi eitthvað geðveikt mikið að segja núna, því er nú ver og miður, lítið að gerast hjá mér þessa dagana nema bara brjálað að gera í skólanum og svona.. Ég vaknaði í morgun og var alveg óstjórnlega þreytt, svo heyrði ég í Önnu en við ætluðum að vera samferða í skólann og hún kom til mín og við ákváðum bara að fara aftur að sofa.. Nema hvað að þegar ég vaknaði aftur þá var bara blý í kollinum á mér! Ég er ekki ennþá orðin eins og ég á að mér að vera, sem er soldið skrýtið og hér sit ég í háskólabíó og bíð þess að komast í ljóta fílu tímann svo ég geti farið heim og slakað aðeins á, er alveg ónýt og búin á því..
Í gær var ekki kennsla hjá mér en ég og Sigga urðum að gera vídeóverkefni fyrir færnina og svo varð ég að vinna málfræðiverkefni og ýmislegt fleira svo að ég var eiginlega bara að læra í allan gærdag... Held ég hafi bara sjaldan verið svona dugleg.. Nema hvað að nú langar mig bara að slaka á og gera eitthvað skemmtilegt í stað þess að sitja heima og hafa áhyggjur af bókunum hehe :)
Um helgina er nóg að gera, partý og fleira sem er bara gaman, hlakka bara soldið til að kíkja í svoleiðis, það er skemmtileg tilbreyting frá því að hanga alltaf heima þar til maður fer niðrí bæ á djamm.. Allavega, þá er ég samt svona smá að verða þreytt á þessu endalausa djammi, og þar sem það er partý á laugardaginn þá reikna ég bara með að Karó verði bara róleg á föstudag! Ótrúlegt en satt, en svo veit maður náttúrulega aldrei, ég er til alls vís svo ég ætla ekki að lofa neinu hehe ;) Best að hafa það þannig :D
Ég hangi svo á bláþræði, tölvan er að verða batterylaus og líka síminn og hvað geri ég þá?! Þetta er náttúrulega bara mjög slæmt ástand get ég sagt ykkur og ég er ekki hress með þetta ;) Engin leið til samskipta er ekki besti kosturinn fyrir mig, ég er alltof háð því að vera í sambandi við fólkið fyrir utan skólastofurnar þegar ég á að vera að fylgjast með og svona, sérstaklega í þessum heimspekitímum.. Þá verða barasta ALLIR með eindæmum áhugaverðir ;) Hehehe...
En nóg röfl í bili, ætla að rölta aðeins um, það er svo fallegt veður úti, hver veit nema ég fái mér smá labbitúr bara :P
Ciao...