Fjas og fleira ;)

föstudagur, desember 07, 2007

Jólin eru að koma, þetta er spennandi börnin góð!! :)
Eins og flestir sem mig þekkja vita þá er ég svakalega mikið jólabarn og verð yfirleitt svona 5 ára aftur á jólunum, upplifi allt mjög spennandi og glæsilegt ;) Hehhe, sem dæmi má nefna að í gær vorum við að horfa á Home alone 2 og ég hló eins og eins og vitleysingur, fannst hún svo fyndin, samt er ég búin að sjá hana milljón og tvisvar! :D Aftur á móti horfði Kalli á mig eins og ég væri í ALVÖRU vitleysingur að ég skyldi vera að hlæja svona brjálæðislega að þessu hehe... Gott brot hérna...



Þetta þótti mér til dæmis mjööög fyndið ;) Bara deila húmornum aðeins :P
Annars er bara gaman að lífinu, nóg að gera en þó er ég nú svo heppin að vera bara í tveimur prófum og þau les ég ekki fyrir svo ég er bara hress með þetta, þannig það er bara eitt stórt verkefni eftir og þá er ég bara komin í jólafrí. Sem er svosem fínt þá get ég verið dugleg að þrífa og gera jólalegt með jólasveinahúfu hehhe ;)

Þegar ég var yngri velti ég því oft fyrir mér hvernig væri nú að vera þýðandi á sjónvarpsefni og hló oft að því hvernig þýðendur leystu úr þessu vandasama verkefni, gott dæmi er að fyrir nokkrum árum vorum við mamma að horfa á Opruh Winfrey sem var að taka viðtal við Juliu Roberts. Nema það að framanaf viðtalinu var Julia blessunin alltaf að þurrka undir öðru auganu, sem mér þótti svosem ekkert það óeðlilegt, nema hvað að í miðju viðtali afsakar hún sig og segir : I'm sorry, but every time I get nervous I TEAR out of my left eye. Já, það hefði nú svosem ekkert verið athugavert við þetta ef þýðandinn, sem var að dunda sér við að snara þættinum yfir á íslensku á svona einstaklega fagmannleann hátt, hefði ekki þýtt setninguna þannig: Þú fyrirgefur, en þegar ég verð stressuð þá RÍF ÉG ALLTAF ÚR MÉR VINSTRA AUGAÐ!!!
Já já, það væri gaman að vita hvað hún borgar í lækniskostnað á þessu auga sínu konukindin hahha :D
Nema hvað í gærkvöldi rak ég augun í aðra snilldarlega þýðingu á Skjá Einum. Þannig var að ég var að horfa á CSI Miami þar sem David Caruso leikur alveg hreint ótrúlega óþolandi karakter sem er alltaf að reyna að vera alveg einstaklega kúl en það bara gengur ALDREI alveg upp. Svo uppgötva þau sprengju í bíl sem þau höfðu undir höndum og á henni voru bara 4 mínútur eftir fram að sprengingu!! Hvað gera bændur þá?!
Ojú, þessi ævinlega ofursvali lögreglumaður tók sig til greip lyklana og sagði: I'm going for a ride... Svakalega töff gæji maður!! Nema hvað að hann heldur auðvitað kúlinu alla leið niður á strönd þar sem hann leggur bílnum í rólegheitum, og að sjálfsögðu var ekki sála á ströndinni!! Og svo stendur hann upp úr bílnum, röltir burt og setur upp sólgleraugu og þegar bíllinn springur í loft upp með þvílíkum látum og tilheyrandi báli þá segir gæjinn: Burn baby, burn.... Svalt ekki satt? :D NEEI ekki nærri því eins svalt og þýðingin sem var: Brennið þið vitar!!!! Hahhahhha :D
Þetta er skemmtilegt ;) Ég held bara svei mér þá að ég gæti alveg þýtt svona þátt ekki sammála?? ;)
Allavega, nú ætla ég að fara að gera eitthvað jólalegt í jólaskapi með jólatónlist ;)
Hafið það gott :P
Karó.

2 Comments:

At 9:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þu verður bara að taka þetta að þér vinan

 
At 11:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvað segirðu um að fara að blogga aftur vonkona ;)
-og jú, hlakka til að sjá: íslendkus texti: K.L. á Skjá I... hehe :)

 

Skrifa ummæli

<< Home