Fjas og fleira ;)

sunnudagur, júní 22, 2008

Já góðan daginn, eða kvöldið eftir því hvenær fólk les þetta :)
Það hefur nú ýmislegt verið í umræðunni upp á síðkastið, fólk úti á landi fær ekki slökkvilið fyrr en húsin þeirra eru brunnin til kaldra kola, það var tekin söfnun til styrktar brjóstakrabbameini á skjá einum og margt fleira. Það er þess vegna að vissu leyti ekki skrýtið að maður sé að hugsa hitt og þetta...
Hvað myndi ég gera ef ég væri að fara út í sakleysi mínu einn morguninn og mér mætti ísbjörn?? Ég er nú ekkert svo viss um að ég myndi ekki bara fríka út! :D Hehhe en greyjið birnan var svona hrikalega illa farin og mögur og særð á loppunum þegar hún kom hérna að hún bara hefði ekki einu sinni komist í gegn um flutninga í dýragarð. Það er ekki einfalt þegar það dettur í svona björn að flytja búferlum, neyðist til að synda lengri leiðir í alls kyns veseni. Svo loksins þegar henni tekst að ramba upp á land þá er hún orðin glorsoltin og mögur og illt í löppunum og finnur ekkert nema egg að éta... Ekki nóg með það heldur fær hún svo illt í magann af öllum eggjunum! Svo þegar hún er rétt að komast af stað eftir allt eggja-fíaskóið þá ætlar hún að fara að kanna þessi nýju heimkynni sín og nei þá eru bara fjölmiðlar mættir... Ætli ég sé svona fræg? Þetta myndi ég allavega hugsa með sjálfri mér ef ég væri í hennar sporum... Því er ekki skrýtið að það hafi dottið í hana smá hræðsla þegar þetta fólk fór að nálgast hana svona löturhægt og glápa á hana, ég myndi allavega hlaupa burt ef ég hefði synt til Grænlands, étið fullt af einhverju drasli og fengið illt í magann og þegar ég hefði verið rétt búin að jafna mig af því þá kæmi fullt af ísbjörnum í bílum með kíkja og myndavélar og fleira að fylgjast með mér, ég myndi hlaupa af mér lappirnar!! :D Jæja en ég ætla nú ekkert að setja út á aðferðirnar eða neitt í þessu máli í rauninni vegna þess að mér finnst mjög leiðinlegt að ræða þetta, ég vildi bara svona koma með smá ljós á hvað björninn gæti hafa verið að spá. Það var samt eitt sem angraði mig í fréttaflutningi af þessum blessaða ísbirni sem var annar í röðinni til að finna með sér þörf til að kíkja upp á Klakann góða... Þegar búið var að skjóta blessað dýrið, sem hefði geta verið grimmt, við vitum það ekki, þá voru settar inn myndir á netið um leið af birnunni alblóðugri... Einhverra hluta vegna fékk ég svona svipaðann hroll og þegar maður sér myndir í fjölmiðlum af slysstað þar sem maður sér slasaða einstaklinga... Ég veit ekki hvers vegna en mér fannst einfaldlega að það hefði alveg mátt segja frá því að björninn væri dauður án þess að sýna svona myndir... En þetta er bara mín skoðun og þarf ekki á neinn háttt að endurspegla mat þjóðarinnar. Enda veit ég ekkert hvað þjóðin borðaði í matinn !! :D Hahahha... ;)
Ég hjó líka eftir öðru í fjölmiðlum um daginn, það var fréttaflutningur af ræðu forsætisráðherra, Geira Haarde á lýðveldisdaginn 17. júní. Nú hef ég mjög lítið um þennan mann að segja og pólitík almennt, ég hef ekki nógu mikið vit í kollinum til að fylgjast almennilega með þessu öllu samana. En þegar hann fór að segja frá því að hann hefði trú á því að við íslendingar yrðum nú endilega að fara að hætta að keyra svona mikið og bara nota okkur aðrar samgönguleiðir, þá hefur hann væntanlega verið að hugsa um þetta svona líka svimandi háa verð sem bensínið er selt á. Hann semsagt sagði þetta blessaður og mér þætti nú afspyrnu gaman að sjá einn dag í lífi Geirs Haarde, þegar hann myndi ætla sér að breyta hlutunum og nota bílinn minna, Geir fer í strætó, flottur titill á raunveruleikaþættinum ;) Mér þætti einkar gaman að sjá hann vakna einni og hálfri klukkustund áður en hann ætti að mæta til vinnu, eða hvert sem hann mætir og hvenær sem hann mætir, og taka STRÆTÓ þangað. Fyrst myndi það taka hann óratíma daginn áður að finna út hvaða vagna hann þyrfti að taka og hvenær, svo þyrfti hann að koma sér út á strætóstöð með peninginn fyrir ferðinni í vasanum, allavega svona einum og hálfum tíma áður en hann ætti að vera mættur. Spurningin er hversu snögglega það myndi koma að því að eitthvað breyttist í blessuðu strætókerfinu, það er nefnilega kenning sem ég hef haft í frammi lengi, skipulagið á strætókerfinu á Íslandi er gert af fólki sem þarf ekki að taka strætó upp á hvern einasta dag.
Hann Kalli, sem er einmitt heimsins besti Kalli, reddaði mér svo að komast á James Blunt tónleikana í síðustu viku, þetta var nú bara hreinlega ótrúlegt að komast á þessa tónleika vegna þess að ég á alla tónlistina hans og hef haldið mikið upp á hann alveg frá því ég heyrði í honum fyrst. Tónleikarnir voru haldnir í nýju laugardalshöllinni, ég var nú ekki viss um hvernig það myndi ganga upp og vissulega hefði uppsetningunni á tónleikastaðnum getað verið ábótavant. Þó verð ég að viðurkenna að James vinur minn er mjög góður á sviði og ég var svakalega ánægð með hans frammistöðu, en aftur á móti þótti mér frammistaða íslendinganna sem mættu á tónleikana ekki eins áhrifarík!! Fólk tók ljósmyndir með flassinu á myndavélinni, þó það væru uppi veggspjöld frammi um að það væri bannað, fólk rápaði fram og til baka allan tímann. Mér fannst þetta ekkert smá dónalegt gagnvart tónlistarmanninum bara svo ég segi nú mína skoðun svona einu sinni ;) Heheh allavega þá finnst mér mjög dónalegt að láta svona og það var meira að segja fólk sem var að fara þegar hann var að taka aukalögin sín, og þá er ég ekki að tala um einhverja tvo eða þrjá heldur bara alveg slatta af fólki !! Ég var mjög hissa á þessu öllu saman.
En þar sem ég er hér búin að ræða hitt og þetta og held að það sé enginn sem les þetta alveg til enda ef það er þá einhver sem les þetta bull lengur ;)
Takk fyrir mig, Karó.

P.s. Fannst þessi soldið skemmtilegur:


1 Comments:

At 9:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

gaman að sjá ný blogg hérna síðunni - endilega haltu því áfram ;)

en vá hvað ég er sammála með James Blunt tónleikana... íslendingar kunna sig greinilega ekki alveg! þetta endalausa ráp á fólki var náttúrlega alveg fáranlegt,meina kommon - þetta voru varla 2 tímar...það ætti nú ekki að vera ÞAÐ erfitt að sitja á rassinum í þennan stutta tíma.. en well svona erum við misjöfn!

miss you sæta..

knús

 

Skrifa ummæli

<< Home