Fjas og fleira ;)

þriðjudagur, desember 30, 2003

Já, senn er árið á enda og maður fer að hugsa til baka... Hef ég í raun bætt mig á árinu á einhvern hátt? Stóð ég við öll áramótaheitin? Og hver verða heit komandi árs? Já, ég stóð við öll áramótaheit síðastliðins árs, held að þetta sé bara í fyrsta skipti sem það gerist... En það er náttúrulega gott... Ég bætti mig í náminu á árinu og náði öllu í fyrsta skiptið í 1 og 1/2 ár á þessu ári og ég er alveg rosalega stolt af því sko!! :D Annars hefur fátt á daga mína drifið síðan ég skrifaði síðast, nema náttúrulega þetta blessaða veður sem er búið að vera í dag... Ég ætlaði bara ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég leit út um gluggann í morgun... Reyndar var ég búin að uppgötva alveg svakalegann atburð, það var nefnilega fljót sem rann frá glugganum mínum og út á mitt gólf....!! Og það er ekki nógu sniðugt fyrir parketið, en já, og svo var bara SKAFL í gluggakistunni mar!!!! Mín var nefnilega svo sniðug að fara og opna gluggann í gærkveldi og það bara fennti inn... En það var ekki nóg með það heldur þurftum við bróðir minn að dratthalast út og byrja að moka því að það er barasta fólk á leið í heimsókn á gamlárskvöld og það verður víst að komast inn í húsið... Svo að við fórum út og mokuðum og mokuðum og mokuðum og mokuðum og mokuðum o.s.frv... Þetta var alveg afskaplega gott þar sem maður brennir jólamatnum og svona og verður voða flottur (svona vonandi ;)) og svo fundum við það út að ef við myndum taka þátt í Amazing Race þá myndum við ÞOKKALEGA bursta þetta sko, myndum líklega finna okkur svona clever nickname og svona og svo koma með lítil drama innan liðsins þar sem það er náttúrulega alveg möst... Hmm... Þetta er allt mjög spennandi skal ég segja ykkur, en þar sem við erum á Íslandi, en ekki USA þá eru það nú bara draumórar í okkur að fara að taka þátt í því... :) Já, hver verða áramótaheit komandi árs? Nú, ég ætla að halda áfram að standa mig í skólanum, reyna að vera almennilegri við náungann (þá s.s. almenna náungann A.K.A. almúgann :D) og svo eru nokkur í viðbót sem mér dettur í hug... Ég vona bara að mér takist nú að standast þau og vera dugleg :P Svo komst ég að skemmtilegri niðurstöðu núna bara rétt áðan sem ég ætla að svona hálf deila með fólki sem les þessa síðu... Ég komst að því að ég er alveg afskaplega sorgleg manneskja þar sem mér hefur tekist að láta ákveðinn fisk hafa of mikil áhrif á mig... Ætla að hætta því, vera hress og standa mig!! :D Enda er sjórinn stór eins og mér mjög mikilvæg manneskja benti mér á... Já, þegar áramótin nálgast verð ég alltaf mjög djúpt þenkjandi... En eftir áramót þá byrjar nýtt ár... Sem er svona svolítill byrjunarpunktur og ég ætla mér að nýta mér hann og bæta mig sem manneskju, enda er það ekki nema einu sinni á ári sem svona byrjunarpunktur kemur til :P Og nú eru þeir fáu sem byrjuðu að lesa þetta eflaust sofnaðir af leiðindum þannig að ég ætla barasta að hætta og segja bara við alla, hafið það afskaplega gott um áramótin, farið varlega og sjáumst hress á nýju ári, ef ekki fyrr ;) Endilega hafið samband við hringluna!! Hef alltaf svo gaman af því! :D Já, bless í bili!!! :*

föstudagur, desember 26, 2003

Jólin eru komin!!!! :D JEIJ! :D Gleðileg jól öll sömul!! :* Já, ég er búin að hafa það svakalega gott um jólin, eða það sem af þeim er liðið og ég vona að það sama gildi um ykkur! :) Hmm... Það er nú það, já, á Þorláksmessu var ég hér heima og tók til af öllum mætti, þreif og ryksugaði alveg eins og ég veit ekki hvað alveg til svona 5, en þá kom ákveðinn aðili í heimsókn og dvaldi hér til svona 6... Það var alveg með ólíkindum hvað það var nú skemmtilegt... En já, tölum ekki meir um það, síðan á aðfangadag skellti ég mér út að keyra út gjafir og hitti margt fólkið, það var alveg ofsalega notalegt sko, já, svo komum við heim og sjænuðum okkur til, og svo bara var farið í sparifötin og jólin gengu í garð, með rólegheitum eins og vanalega... Þetta var allt svo hátíðlegt og skemmtilegt... :) Ég fékk fullt af fallegum gjöfum, og vil ég þakka öllum fyrir mig!!! :* Í gær, á jóladag s.s. héldum við til ömmu og afa þar sem fólkið var allt saman komið, þó að þónokkra hefði nú vantað sem voru í útlöndum eða úti á landi og svona, og þeirra var nú saknað, en samt er alltaf jafn gaman að koma til ömmu og afa á jóladag, eitthvað sem maður vildi ekki sleppa :) Svo komum við heim og Nóttin kíkti aðeins á okkur sem var alveg óskaplega gaman... :D Í dag hins vegar er ég ekki búin að gera neitt, ég er bara búin að labba milli sjónvarpsherbergis og svefnherbergis og liggja til skiptis á þeim stöðum og ekkert gera, en það fylgir einmitt þessum degi hjá okkur hér í þessari fjölskyldu, við höfum bara afslöppun sem er mjög gott! :D En í dag er sérstakur dagur því það var verið að skíra litla dúllu sem er mjög nátengd Nóttinni og vil ég óska þeim innilega til hamingju með það! :) Já, nú held ég barasta að ég fari að kíkja á litla bró hann er eitthvað að reyna að smala saman fjölskyldumeðlimum í að spila spil sem hann fékk í jólagjöf, þannig að fyrst að á jólunum eiga allir að vera að gera eitthvað saman, þá ætla ég að fara og vera aðeins með bróður mínum! :) Gleðja lítil hjörtu og allt það sjáið til! :P En ég bara vona að þið hafið það öll svakalega gott! :D Hlakka til að heyra í öllum síðar :P Bæjó í bili :D

laugardagur, desember 20, 2003

Jólin koma... Jólin koma!!!! :D Já, ég er svo sannarlega farin að hlakka til jólanna... :P Ég fékk út úr prófunum síðastliðinn þriðjudag og viti menn ég náði ÖLLUM fögunum!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! :D Mjög stolt af mér enda lagði ég nú alveg nóg á mig til að reyna að ná þessu... :D Já, þetta er allt saman mjög skemmtilegt... :D Jólaboðið hjá Drottningunni var mjög vel heppnað í alla staði og ég skemmti mér alveg einstaklega vel. :) Á miðvikudaginn skellti maður sér og kíkti á nokkur próf, og kennararnir voru alveg voðalega alminnlegir... :) Já já, allt gaman... Ég er bara búin að kaupa allar jólagjafirnar nema tvær og skrifa öll jólakortin, þökk sé Nóttinni sem harðstjóraðist við mig, ekki veitti nú af! :D Híhíh, já, það var alveg ótrúlega snjallt! :D Svo var jólaballið, það var alveg ótrúlega gaman!!!! ;D Ég skemmti mér alveg konunglega þrátt fyrir smá árekstur við einhvern fant sem tæklaði mig mjög svo skemmtilega þannig að það var heppni að rifbeinin sluppu óbrotin... En það var allt í lagi, fékk ekki mar eða neitt þannig að ég er ok... :) Svo í gær horfði ég á idolið og var alls ekki sátt við úrslitin!! :( Ég hef alltaf kosið Helga, og í þetta eina skipti gerði ég það ekki af því að ég þurfti að hringja mikilvægt símtal og mátti ekki við að eyða inneigninni og hvað gerist??!?? Hann DATT bara út!!! Ein ekki ALVEG sátt... En jæja, svona gengur víst lífið... Í dag liggja fyrir mikilvæg verkefni eins og að þrífa og baka og slík skemmtilegheit, en það verður bara að vera gaman, ég verð bara að GERA það gaman, akkúrat núna er ég að bíða eftir því að vélarnar klári að þvo svo að ég geti tekið úr þeim og svona :) Já alveg rétt!! Stórar fréttir... Ég lét lita á mér hárið og bingó, nú er ég ekki NÆRRI því eins mikil ljóska og ég var! :d Hahha... En það er ágætt að breyta til svona stundum og ég er ekkert smá ánægð með þessa breytingu... :) En nú eru vélarnar að klára þannig að ég ætla að hætta þessu, reyni að skrifa fyrir jólin, og svo hafa það bara allir gott!!! Skipun frá Hringlunni! ;) Bæjó í bili þó!! :P

mánudagur, desember 15, 2003

Jæja, hér sit ég heima hjá Nóttinni að bíða þess að hún klári að sjæna sig svo að við komumst í jólaboðið hjá Drottningunni, en það er í kveld... Það hefur afar fátt á daga mína drifið uppá síðkastið, eftir að ég kláraði prófin fór mín bara í letikast og svona, fór til læknis á föstudaginn og er að fara í magaspeglun 22. des, annars er bara EKKERT að frétta... Jú, það var ammili hjá Proffanum á laugardaginn og við skelltum okkur í það, og það var voða kósý og svo átti Klikka ammili í gær... :) TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ BÁÐAR TVÆR!! :* Já, svona er lífið líka skemmtilegt, það er mjög lítið búið að fara fyrir jólaundirbúningi heima hjá mér því að múttín er lasin og svona og við erum eiginlega bara svona í einhverju lamasessi familian... En það verður nú að fara að bæta úr því, ég ætla að fara að drífa í því að kaupa jólagjafir og kaupa mér jólafötin og svo verður mín bara húsmóðir ársins og fer að gera heimilið fínt! :D Já, svo er ég að fara að láta lita hárið mitt á morgun og svona, vera gella um jólin... :D Þetta er allt saman mjög skemmtilegt sko... :D En nú ætla ég að hætta þessu og fara að koma mér að gera ekki neitt! :P Bæbæbæbbæbæbæbæ :D

miðvikudagur, desember 10, 2003

JEIJ!!!!! Ég er búin í prófum!!! :D Taugatitringurinn í morgun var afskaplega erfiður, enda gat ég ekki borðað kvöldmat í gær og ekki morgunmat í morgun og var orðin svona frekar næringarlaus þegar ég kom í prófið, en mér gekk svona líka strolandi vel, en er ekki búin að vera neitt nógu hress í maganum í dag... En eins og þeir sem mig þekkja þá er það ekkert óvanalegt ;)En á föstudaginn þá ætlar mín að skella sér til læknis og verða eðlileg! :D Vonandi allavega ;) En já, þessi dagur er búinn að vera mjög þægilegur, ég er búin að vera heima í dag bara og slappa af með minnsta bróður sem er svo mikið yndi!!!!!! :) Hann er alveg dásamlegur, alveg eins og hinn bróðir minn, þeir eru bara bestir í heiminum... Sá leiði atburður átti sér nefnilega stað í gær að minnsti bróðir barasta féll í smávægilegt yfirlið og ég held í alvöru að þetta sé eitt af þeim skiptum sem ég hef orðið hræddust í lífinu!! :S En nú er allt í lagi með litla krúttið svo að ég er bara alveg róleg... Hehhe, tala alltaf um hann eins og hann sé smábarn, en hann er náttlega 10 ára! :D Já, ég er búin að vera voða dugleg að læra fyrir síðustu tvö prófin og síðustu tveir dagar eru búnir að vera kvöl og pína skal ég segja ykkur... Prófkvíði í hámarki.... En nú er það búið og ég er orðin nokkuð róleg bara núna! :D Híhíhíh... Svo að ég er bara komin í jólafrí... Talaði aðeins við sveitakallinn í dag, en hann var að fara á Muse tónleikana ásamt fríðu föruneyti eflaust! :) Stuð á honum alltaf hreint... Svo er ég nú bara að pæla í að fara að koma mér í háttinn, meira að segja búin að leggja símanum fyrir kvöldið... Mjög svo skrýtið það! :D Hehhe... Á morgun ætla ég að fara að ná mér í pening fyrir jólagjöfum og eitthvað og kannski kaupa nokkrar ef ég nenni, og máta jólagjöfina mína og eitthvað... Svaka stuð... Svo er bara læknir á föstudag, ammili á laugardag, jólaboð á mánudag og allt er að verða vitlaust!! :D En það er bara allt í lagi því að nú eru prófin búin og ég er frí og frjáls frá skólanum! :D Hehhehe... Já, en nú vil ég bara segja við þá sem eiga eftir próf GANGI YKKUR VEL :* Og þeir sem eru búnir TIL HAMINGJU!!!!! :* Já, og nú ætla ég að kveðja og fara að lúlla... :) Það er mjög gott... :P Góða nótt og sofið rótt í alla nótt!! :)

laugardagur, desember 06, 2003

Jamm... Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég er eitthvað svona smá furðuleg á geði... :S Eða sko, til nánari útskýringa þá er ég farin að þjást af all svakalegum prófkvíða!!!! Meira að segja svo miklum að ég má ekki heyra orðið *PRÓF* þá fer ég að skjálfa og mér verður flökurt og ég veit ekki hvað... Og trúið mér, það er mjööööög erfitt að vera í prófi og vera flökurt allan tímann... Það er ekki nógu gott að einbeita sér þegar manni líður þannig, en sem betur fer eru bara tvö eftir og ég HELD að ég lifi þetta af.... Annars er nú bara lítið búið að gerast... Er búin að vera algert nörd og varla stíga út fyrir hússins dyr undir því yfirskyni að ég sé að læra... Sem er svona nokkurn veginn rétt.. En þetta er svoldið skrýtin staða sem ég er búin að koma mér í því ég nenni ekki að læra, en samt er ég kvíðin fyrir próf... Því er ég föst í einhvers lags vítahring sem mun ekki stoppa fyrr en þessu lýkur... Já, þetta er alveg einstaklega skemmtilegt.. Þó hefur mér tekist að hafa ágætt samband við umheiminn í gegnum blessað símtækið mitt... Reyndar suma meira en aðra... Hehhemm..... :P En það er bara aukaatriði... En svona fyrir þá sem hafa áhugann þá má alveg senda mér sms.. Alltaf kærkomið að fá smá pásu frá lærdómnum til að skrifa svona eitt, tvö.... nokkur sms... :D Hehhe... ;) En já, annars er nú ósköp lítið að skrifa... Ekkert markvert sem hefur gerst síðan síðast, nema jú, ég fór með Nóttinni í Smáralind um daginn til að redda julegave fyrir fólk og var þar í stuttu stoppi, en tókst í þessari einu ferð að rekast á hvorki meira né minna en ÞRJÁ aðila sem ég hefði alveg viljað sleppa því að sjá... :S Hehhe... Sem betur fer þekkir einn af þeim mig ekki í sjón og mér tókst að forðast hina tvo alveg snillilega vel! :D Hehhe... Svo var náttúrulega Idolið í gær og mín kaus sitt uppáhalds Idol sem komst vitanlega áfram en mikið óskaplega vorkenndi ég þeim sem urðu úr... :$ Ég get svarið það að ÉG sem græt EKKI yfir sjónvarpi fékk bara tár í augun... En það er reyndar PÍNU lítil lygi í mér að ég gráti ekki yfir tvinu, en það eru bara fáir útvaldir viðburðir sem ég læt svo mikið að fara að gráta yfir... ;) Not just anything deserves MY tears ;) En já, nú ætla ég að hætta þessu... Það er verið að gera pitsur á heimilinu og ég hef verið ráðin í það starf að fletja ögn út... Þannig við þá sem eiga eftir að fara í e-r próf segi ég bara GANGI YKKUR VEL!! :* Og þeim sem eru búnir í prófum hugsa ég bara þegjandi þörfina ;) Hahha... :D Nei nei, svona illgjörn er ég ekki! :D En ok... Heyri í sumum, þó ekki öllum !! :D Bæbæbæbæbæbæbæ :*