Já, senn er árið á enda og maður fer að hugsa til baka... Hef ég í raun bætt mig á árinu á einhvern hátt? Stóð ég við öll áramótaheitin? Og hver verða heit komandi árs? Já, ég stóð við öll áramótaheit síðastliðins árs, held að þetta sé bara í fyrsta skipti sem það gerist... En það er náttúrulega gott... Ég bætti mig í náminu á árinu og náði öllu í fyrsta skiptið í 1 og 1/2 ár á þessu ári og ég er alveg rosalega stolt af því sko!! :D Annars hefur fátt á daga mína drifið síðan ég skrifaði síðast, nema náttúrulega þetta blessaða veður sem er búið að vera í dag... Ég ætlaði bara ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég leit út um gluggann í morgun... Reyndar var ég búin að uppgötva alveg svakalegann atburð, það var nefnilega fljót sem rann frá glugganum mínum og út á mitt gólf....!! Og það er ekki nógu sniðugt fyrir parketið, en já, og svo var bara SKAFL í gluggakistunni mar!!!! Mín var nefnilega svo sniðug að fara og opna gluggann í gærkveldi og það bara fennti inn... En það var ekki nóg með það heldur þurftum við bróðir minn að dratthalast út og byrja að moka því að það er barasta fólk á leið í heimsókn á gamlárskvöld og það verður víst að komast inn í húsið... Svo að við fórum út og mokuðum og mokuðum og mokuðum og mokuðum og mokuðum o.s.frv... Þetta var alveg afskaplega gott þar sem maður brennir jólamatnum og svona og verður voða flottur (svona vonandi ;)) og svo fundum við það út að ef við myndum taka þátt í Amazing Race þá myndum við ÞOKKALEGA bursta þetta sko, myndum líklega finna okkur svona clever nickname og svona og svo koma með lítil drama innan liðsins þar sem það er náttúrulega alveg möst... Hmm... Þetta er allt mjög spennandi skal ég segja ykkur, en þar sem við erum á Íslandi, en ekki USA þá eru það nú bara draumórar í okkur að fara að taka þátt í því... :) Já, hver verða áramótaheit komandi árs? Nú, ég ætla að halda áfram að standa mig í skólanum, reyna að vera almennilegri við náungann (þá s.s. almenna náungann A.K.A. almúgann :D) og svo eru nokkur í viðbót sem mér dettur í hug... Ég vona bara að mér takist nú að standast þau og vera dugleg :P Svo komst ég að skemmtilegri niðurstöðu núna bara rétt áðan sem ég ætla að svona hálf deila með fólki sem les þessa síðu... Ég komst að því að ég er alveg afskaplega sorgleg manneskja þar sem mér hefur tekist að láta ákveðinn fisk hafa of mikil áhrif á mig... Ætla að hætta því, vera hress og standa mig!! :D Enda er sjórinn stór eins og mér mjög mikilvæg manneskja benti mér á... Já, þegar áramótin nálgast verð ég alltaf mjög djúpt þenkjandi... En eftir áramót þá byrjar nýtt ár... Sem er svona svolítill byrjunarpunktur og ég ætla mér að nýta mér hann og bæta mig sem manneskju, enda er það ekki nema einu sinni á ári sem svona byrjunarpunktur kemur til :P Og nú eru þeir fáu sem byrjuðu að lesa þetta eflaust sofnaðir af leiðindum þannig að ég ætla barasta að hætta og segja bara við alla, hafið það afskaplega gott um áramótin, farið varlega og sjáumst hress á nýju ári, ef ekki fyrr ;) Endilega hafið samband við hringluna!! Hef alltaf svo gaman af því! :D Já, bless í bili!!! :*
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home