Fjas og fleira ;)

föstudagur, september 30, 2005

Jæja börnin góð, það er ein speki hérna... Að hafa of lítið að gera, er ekki hollt því þá hugsar maður of mikið nefnilega og það er ekkert af hinu góða...
Þó get ég alveg sagt að ég er búin að vera dugleg í dag, fór á fætur, borðaði hollan morgunmat, hreyfði mig soldið og tók nokkrar vel valdar jógaæfingar! :D Sem var alveg hresst, frískaði soldið uppá mann :P Svo dúllaði ég mér við að blása hárið á mér sem er alveg ekki að gera góða hluti þessa dagana og fór síðan upp á leikskóla og sá öll litlu fræin sem eru komin á deildina mína og endaði bara í vinnu í heila klukkustund! :D Hahha...
Allavega þá nenni ég eiginlega ekki að skrifa meira... :/ Enda er ég víst búin að skrifa nóg uppá síðkastið ;)

fimmtudagur, september 29, 2005

Jæja, nú er mín bara orðin aðhlátursefni á bókhlöðunni... Þannig vildi nefnilega til að ég er að vinna verkefni í málfræðinni í táknmálinu þar sem ég fæ gefið upp tákn og á að finna önnur tákn með sama handformi, myndunarstað og hreyfingu og það sem ég fékk... En ef maður á a vera að greina svona þá náttúrulega verður maður að athuga hvernig táknin koma út og það getur orðið heldur kjánalegt að sitja og tala táknmál við blað :D Henni Önnu vinkonu minni þótti ég allaega afar kjánaleg... :D
Annars hefur nú lítið gerst síðan í gær, var algert nörd í gærkvöldi og sat heima í tölvu alveg meirihluta kvölds, en þegar ég kom upp af neðri hæðinni áttaði ég mig á því að ég var alveg gegnumfrosin!!! :S Ekki best þegar maður er hálf kvefaður, en ég verð víst að sætta mig við kjánaganginn í mér að vera ekki löngu búin að átta mig á þessu og koma mér bara upp að lesa eða eitthvað annað gáfulegra...
Nema hvað, færnikennarinn minn er lasin svo að ég er búin að sitja á hlöðunni núna í klukkutíma og verð hér til tæplega 4 þegar ég á að mæta aftur í tíma, það er að segja ef ég held aganum og hangi eftir blessuðum tímanum... Júúúú... Maður fer nú ekkert að vera kjáni, enda fínt að sitja hér og leysa verkefni þar sem ég gerði ekkert í gær og á að fara að vinna á laugardaginn, sé ekki fyrir mér að koma heim úr vinnu og fara beint í það að læra! Það er ekki efst á lista hjá manni þegar maður er búin að sitja í 4 tíma og hringja út í fólk sem vill EKKERT að maður sé að hringja í það ;)
Hehhe... Sat hér áðan í mesta sakleysi að borða nammi sem ég keypti mér á bensínstöðinni hjá Hagatorgi áðan og haldiði ekki að ég hafi bara í einhverri geðveiki og ALVEG óvart GLEYPT heilt nammi bara algerlega án þess að tyggja það!! Svo brá mér svo svakalega að ég fékk algert hláturskast og GAT ekki hætt að hlæja...
Þannig að nú er ég gellan á bókhlöðunni sem talar táknmál við blöðin sín og hlær svo óstjórnlega að því :D Já, það er gaman að vera ég... ;) Simple minds, simpe pleasures eins og fólkið vill stundum segja :D
Það er skrýti að vera í svona allt öðru námi en vinir manns... Anna og Auður eru í sprettlestri fyrir próf á laugardaginn og mér finnst ég ALLTAF eiga að vera að læra, en ég er alveg á réttum stað þannig séð hjá mér! :D Hahha... Það er mjög spes ;)
Já, þetta er nú skemmtilegt, ég er mjög mikið happy með það að eiga ekki að mæta í neina tíma á morgun, þá get ég bara haldið mig heima, þar sem ég er orðin heimsins mesta kuldaskræfa þá þykir mér best í heimi að kappklæða mig (sem er ekkert sérlega hipp og kúl skohh ;) ) og sitja í stofunni heima, því þar er stór gluggi og alltaf hlýtt... :D Þegar enginn er heima nema ég þá er afar notalegt að sitja þarna í rólegheitunum og læra... Very næs og ekki sakar að maður MÁ hafa gos og svona til að stytta sér stundirnar við lesturinn... :D Annað ekki slæmt við það að lesa heima hjá mér er að þar er ekkert net og ég get einbeitt mér algerlega að því að lesa :) Er nefnilega búin að missa áhugann á því að sitja og glápa á sjónvarpið ÞÓ að við séum með fullt af útlenskum fancy stöðvum, vil rekja það til þess að ég var svo mikið veik á svo stuttu tímabili meðan ég vann á leikskólanum að ég sá allt sem ég þurfti að sjá og þarf nú eigi að sjá meir! ;D
Þetta er ágætt, en nú ætla ég að halda áfram að vera stórskrýtna gellan sem talar táknmál við blöðin sín.... Endilega verið í bandi elskurnar... Hef alltaf gaman að því :D
Ciao :P

miðvikudagur, september 28, 2005

Já, áramótaheit... Ef maður hefur fyrir því að strengja svoleiðis, er þá ekki skemmtilegra að REYNA að halda þau...? Ég hef oft strengt áramótaheit... Reyndar hef ég aldrei haft fyrir því að segja fólki frá þeim en ég held líka að ástæðan sé sú að ég veit alveg að áramótaheitin eru fyrir mig og það er undir mér komið að standa við þau. Álagið er minna ef maður segir engum frá þeim. Þannig er maður ekkert að ,,bregðast" neinum nema sjálfum sér ef maður nær ekki að halda þau, það verður enginn vonsvikinn nema þú... Í fyrra og árið þar á undan strengdi ég áramótaheit. Ég segttist niður í herberginu mínu og hugsaði með sjálfri mér hvað takmarkið væri og ákvað að fyrir næstu áramót skyldi ég hafa náð settu marki. Ég get stolt deilt því með lesendum mínum að í bæði skiptin tókst mér að halda þessi heit, en hver þau voru er aftur ómerkilegri saga... Hehe... :)
En af hverju duttu mér áramótaheit í hug? Jahh, það er góð spurning... Þetta datt inn í hausinn á mér þegar ég sat þreytt og útlesin á Þjóðarbókhlöðunni í gær... Þá vill nefnilega ýmislegt flögra inn í hausinn á manni, augnlokin byrja að þyngjast og hugurinn leitar eitthvert allt annað, á mun skemmtilegri og meira upplífgandi staði og stundir og maður stendur sjálfan sig að því að finna til ótímabærrar tilhlökkunar til jóla og áramóta, bókarlausra tíma... ;)
Annars er nú margt eftir fram að jólum... Góðir tímar sko! Til dæmis má nefna að undirrituð á víst afmæli bráðlega og er strax byrjuð að finna fyrir ellinni síga yfir, kom út í kuldann um daginn og byrjaði að fá svona líka stingandi verk í mjöðmina út af kuldanum!! :D Haltraði sem leið lá frá Aðalbyggingu háskólans og yfir á bókhlöðuna alveg í ruglinu og tafði umferð með því að vera einstaklega hægfara á leið minni yfir suðurgötuna! :D Sé fyrir mér hvar ég verð á næsta ári, í göngugrind að staulast inn á Hlöðuna hahhahha... :D
Já, svo er búinn að vera gífurlegur þrýstingur því að svo virðist sem það sé búið að klukka mig ÞRISVAR og ég er svo mikill sauður að ég hef ekki nennt að sinna þessu hehe... :$ En mér skilst að þetta gangi út á það að ég eigi að skrifa 5 hluti um mig... Svo here goes... Þetta þykir mér ekki auðvelt by the way ;)
1. Ég er forfallin ljóska, og við erum að tala um svona EKTA ljósku, ég er ekkert stúbbid eða neitt þannig bara sein að fatta á BESTU augnablikum... Það er einmitt þegar ég á að fatta strax... :D En ég er búin að sætta mig við þetta svo að þið hin verðið bara að díla við þetta líka :D
2. Ég hef ofsalega sterkar skoðanir þrátt fyrir að margir haldi að ég sé bara svona já manneskja, það eru bara ekkert allir sem ég nenni að hafa fyrir því að tjá skoðanir mínar. :)
3. Ég hlusta alltaf á Talstöðina þegar ég er að fara að sofa ef ég er ein, finnst eitthvað mjög þægilegt við það að sofna út frá tali.. Hehhe... Þetta vita fáir :D (En bara svona for info þá hefur þetta alveg reynst mjög nytsamlegt, til dæmis hef ég getað tekið alveg virkan þátt í umræðunni um Baugsmálið einungis út af þessu hahahahha :D)
4. Ég get verið alveg rosalega svakalega mikil EKTA stelpa, það er ef ég er eitthvað niðurdregin eða leið þá finnst mér LANGbest að fara heim til mín í náttföt og glápa á einhverja stelpumynd eða Dawsons Creek og borða eins mikinn ís og ég kem niður áður en ég kasta upp :$ :D
5. Ég er alger hip hop FANATÍK, Snoop Dogg, 50cent o.s.frv. fíla þetta allt haha :D
Jæja, þá er ég búin að þessu og ætla að skora á Þórunni, Eleonoru, Ásrúnu, Guggu og Magneu og skora á tvær síðustu að byrja aftur að blogga :)
Já, síðustu helgi djammaði ég bara annað kvöldið, sem var sérstök reynsla, kann ekki alveg við þetta hahha :D En svona er það þegar maður er að mennta sig þá verður maður að setjast niður og lesa og ekki vaka allar nætur ;)
Já, það eru bara allir að fá einhverjar pestar, einna skelfilegust finnst mér þó ælupestin sem er að ganga núna, ég vil EKKI fá svoleiðis, en hún er víst bara hrikalega skæð... Maður er að heyra um fólk í öllum hornum að drepast í maganum, til dæmis greyjið hann Kalli sem var alveg að drepast í gær og fyrradag... Ekki gott, en ég ætla sko að reyna að forðast í ystu æsar að lenda í þessu rugli skohh!! Nei takk!! Nú er bara krossa fingur og passa sig ;)
En jæja, ef einhver er enn að lesa þessa langloku hjá mér þá bara þakka ég kærlega fyrir lesturinn hehe... :D
Þar til síðar... ;)

fimmtudagur, september 22, 2005

Já, árásir á heimasíður hafa sjöfaldast á undanförnum árum... Á að ráðast á mig? Hehh... Vonum ekki...
En jæja, ég er einmitt soldið bjáni... Mætti fyrst af öllu alveg korteri of snemma í tíma, en það var sko ekki búinn bjánaskapurinn eftir það vegna þess að ég sat þarna og beið og beið og beið... Ég gekk meira að segja svo langt að fara á bensínstöð í næsta nágrenni við HÍ til að kaupa mér Pepsi Max svona til að koma mér í gang og ekkert gekk, því það er sko engin heilastarfsemi í gangi hjá mér í dag... Svo mættu tvær aðrar jafn glórulausar bekkjarsystur mínar til að koma í tíma, en ekkert gerðist og enginn annar mætti.. Hmm... Dularfullt... Síðan fengum við nóg og sendum eina niður og hún tékkaði á Uglunni fyrir oss og viti menn, kennarinn okkar setti inn tilkynningu klukkan 7 í gær að hún væri veik og enginn tími, svo að ég drattaðist á lappir alveg ALLT of snemma, og það var sko alveg átak skal ég segja ykkur... Þetta er svakalegt...
En jæja, ekki er allt svo slæmt því að nú get ég bara tekið mig til og reynt að læra smá og síðan farið og keypt kannski þetta hefti sem ég á að vera LÖÖÖÖNGU búin að kaupa... Hahha..
Í gær fór ég á tónleika, sem voru ÆÐI. Michael Bolton!! Hver hefði trúað þessu, en það er satt, ég fór á tónleikana og ég flippaði algerlega, þetta var svo gaman að ég var bara stjörf og með gæsahúð allan tímann skohh!! :D Þetta var vægast sagt mikil snilld og ég var voða glöð að hafa farið :) Vil koma á framfæri að sá aðili sem gerði mér fært að fara, er SNILLD! ;)
Í morgun var bara frosið... Urðum að skafa í morgun, eða öllu heldur mamma og pabbi þurftu að skafa, prinsessan hún ég settist bara inn í bíl hehhe... :P En ég var vægast sagt afar mygluð þegar ég vaknaði í morgun... :)
Dagurinn í dag er ekki góður gæji, hlakka ekkert smá til að koma mér heim í dag... Það verður næs að komast heim og ekki þurfa að fara í skóla fyrr en á mánudag, bara afslöppun og svona, þó ég ætli að koma mér á hlöðuna á morgun :)
Þjóðarbókhlaðan er alveg rosalega merkilegur staður... Maður er alveg duglegur við það að sjá massa hlass af fólki sem maður þekkir hérna alltaf hreint... Sem er alveg magnað, fólk sem maður sá kannski einu sinni á 3ja ára fresti er bara að verða á vegi manns á hverjum degi og svo er nú reyndar mis skemmtilegt að sjá suma, en þannig er lífið ;) Hahha...
Í kvöld er kvöldið! Leitin er að hefjast... Já, þetta er sannarlega afar kjánalegt, ég sé ekki að þetta eigi eftir að ganga hér á Íslandi, þetta er svo pínulítið land, það vita nánast allir eitthvað um alla... Pælið í þessu, það er nánast ekki hægt að kynnast einhverju nýju fólki á þessu blessaða landi nema að það sé eitthvað sem maður á sameiginlegt með þeim, þau þekkja eða kannast við einhvern sem maður þekkir eða kannast við EÐA það a maður kemst að því að viðkomandi er bara eitthvað brjálæðislega skyldur manni og það er alveg ekki næs hugsa ég sko ... ;D En nú skulum við taka okkur smá stund og pæla í því hvað þetta hefur mikið potential í að vera alveg massa vandræðalegt dæmi, það eru nánast óendanlega margir möguleikar fyrir hvernig þetta getur orðið bara svakalega vandræðalegt og asnalegt dæmi... En samt er maður smá forvitin að kíkja á þetta og sjá hvort það sé einhver að flækjast í þessu sem maður þekkir, því að það er staðreynd að maður hefur alltaf mest gaman að því að horfa á svona þætti ef það er einhver sem maður kannast við sem er að taka þátt... Gott dæmi er Idolið, ég verð að segja fyrir mína parta að mér finnst alveg einkar gaman að sjá fólk sem ég annað hvort þekki eða kannast við fara í svona dæmi... Hehhe... Ógeðslega næs gella skiluru... ;)
Hahha... En já, nú held ég að ég sé bara búin að eyða nógu svakalega löngum tíma í að blogga eitthvað sem er ekkert svakalega áhugavert einu sinni þannig að nú ætla ég að taka mig til og kíkja í bók heheh.. :P
Kíkja á Leitina í kvöld ;) En svo ætla ég að lýsa því yfir að ég ætla EKKI að verða spennt í þessu! Bara svo þið vitið það :P
Ciao...

miðvikudagur, september 21, 2005

Jæja, góðan daginn... Ég er bara mætt á bókhlöðuna, á að mæta í tíma eftir 40 mín og alveg í dugnaðinum hehe ;)Ég er búin að vera ansi hress á því þessa dagana, mis skemmtileg atvik að ske og svona, en það er allt í lagi, maður jafnar sig nú alveg á því sko :)Þvílík mygla í gangi, maður er búin að vera að vakna snemma og fara seint að sofa alla vikuna... En maður reynir bara að vinna það upp um helgina, vongóð ;) Hahhahha... En jæja, annars er nú ekkert margt að frétta af mér, það var saumaklúbbur hjá Ásrúnu síðasta fimmtudag og það var bara brjálað stuð, sérstaklega þar sem ég fékk súkkulaðiköku OG sykrað kók og flippaði algerlega í sjokkinu haha... :D Skólinn er æði, mér finnst alltaf svo gaman í skólanum og það er brjálað að lesa, en það er samt svo gaman að það er ekkert vandamál... Jahh, nema svona stöku sinnum þegar einbeitingin svíkur mann, en þá bara reddar maður því aðeins seinna þegar maður er búinn að finna hana :P Ég ætla nú ekkert að hafa þetta mikið lengra núna, ég er að fara í tíma eftir smá og það gengur náttúrulega ekkert að koma of seint skohh! :D Heheh... Ég skrifa meira svona þegar tíminn finnst til :)

mánudagur, september 05, 2005

Jæja, þá er tími fyrir smá frásögn...
Þegar ég gekk upp á sviðið í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafði ég fulla trú á sjálfri mér. Ég gat allt. Þetta var stundin sem ég var búin að stefna að í fjögur og hálft ár og loksins var hún runnin upp!! Ég var orðin stúdent! Fyrir mér var þetta svo svakalega stórt og ég var svo óskaplega stolt af sjálfri mér að hafa afrekað þetta mikla þrekvirki að ég held að ég hafi hækkað um svona 15 cm þarna á sviðinu... Ég gekk til rektorsins sem heldur utan um gang þessarar undursamlegu menntastofnunnar sem hafði tekið á móti mér fyrir ekki svo löngu með loforðum um menntun og blómlegt félagslíf og þar sem ég hafði blómstrað í þá manneskju sem ég er í dag. Að byrja í MH er með því skelfilegasta sem ég hef gert í lífinu, en ég hlakkaði samt alltaf til að fá að reyna meira og vinna meira í átt að því takmarki sem ég náði síðan um jólin 2004. Mér hefur aldrei liðið eins vel í neinum skóla eins og þar, þar náði ég að losa mig við feimnina sem hafði hrjáð mig í mörg ár og ég lærði að kynnast nýju fólki. Þar eignaðist ég alveg ótrúlega mikið af mjög góðum vinum og gleymdi mér algerlega á tímabili að ég væri í skóla þarna. En að sjálfsögðu rifjaðist það nú upp fyrir mér áður en langt um leið. Ég fór síðan að vinna á leikskóla eftir útskriftina og mér fannst ég læra alveg ótrúlega mikið af því að vinna á svona stað, það er skóli lífsins að fá að umgangast svona kríli og vera nógu heppinn að fá að eiga þátt í því að móta hver þau verða og gefa þeim gott veganesti út í lífið sem bíður þeirra... Í sumar kom síðan að því að ákveða hvað ég ætlaði að gera meira og mér datt í hug að kynna mér uppeldis- og menntunarfræði. Það virtist vera nám sem tengdist mínu áhugasviði, þ.e. uppeldi og ummönnun barna o.þ.h. og ég ákvað að láta á það reyna og sækja um þessa braut í náminu. Og sumarið leið og allt í einu var komið haust og skólinn að byrja og í mig settist kvíði, alveg gífurlegur bítandi kvíði yfir þessu öllu. Mér þótti ég ekki nógu ,,stór" til að fara í háskóla... En jæja, ég fór á kynninguna á þessu öllu saman og leist nú örlítið betur á þetta allt saman. Um kvöldið brotnaði það allt niður og kvíðinn fyrir fyrsta deginum í skólanum var nánast lamandi, það skildi bara enginn hvað gekk eiginlega að mér. Daginn eftir mætti ég í skólann í fyrsta skipti og það var alls ekki hræðilegt, reyndar var það bara ekkert hræðilegt en innst inni vissi ég að ástæðan fyrir því að mér fannst þetta allt svona skelfilegt var sú að það var önnur braut sem mig langaði meira til að prófa, táknmálsfræðin. Ég stóð mig oft að því að óska þess að hafa valið það í staðinn en ýtti því nú samt frá mér í þeirri von að það myndi bara líða hjá, en fyrir svona þremur dögum rann það upp fyrir mér að það myndi hreinlega ekki gerast og því meira sem ég sá af því námi sem ég var í því meira kom upp sú þrá að gera eitthvað annað því mér fannst þetta alls ekki það sem ég var að óska eftir. Ég er nefnilega búin að átta mig á því að ég hef svolítið einskorðað mig við það að ég hef gaman af börnum og brennandi áhuga á öllu sem þau snertir, ég hef nefnilega líka önnur áhugamál og mig langar mikið til að láta reyna á að rækta þau og sjá hvort ég geti ekki þroskast með þeim eins og áhuga mínum á uppeldi. Þess vegna tók ég ákvörðun í gær og fór í dag í viðtal til námsráðgjafa og lýsti fyrir henni því sem ég hef verið að hugsa og spekúlera og fékk ráðleggingar hjá henni um hvað ég ætti að gera í minni stöðu. Síðan tók ég stóra ákvörðun og er núna skráður nemandi í táknmálsfræði við Háskóla Íslands. Þessi ákvörðun var mjög stór, en ég verð að viðurkenna að ég er alveg ljómandi ánægð með hana og horfi björtum augum fram á veginn og hlakka til af öllu hjarta að mæta í skólann og takast á við þetta viðfangsefni því mér finnst það alveg einstaklega áhugavert og spennandi og gæti alveg hugsað mér að starfa við þetta í framtíðinni. Það sem skiptir höfuðmáli í lífinu er að reyna eftir bestu getu að gera það sem mann langar til, lífið er allt of stutt til að láta það framhjá sér fara og gera ekki það sem hjartað virkilega þráir að gera. Þannig held ég að maður geti lifað hamingjusömu lífi, koma vel fram við fólk, reyna að vera hreinskilin og sýna öðrum virðingu og gera það sem mann langar virkilega að gera...
Er þetta tóm tjara hjá mér?