Fjas og fleira ;)

fimmtudagur, september 29, 2005

Jæja, nú er mín bara orðin aðhlátursefni á bókhlöðunni... Þannig vildi nefnilega til að ég er að vinna verkefni í málfræðinni í táknmálinu þar sem ég fæ gefið upp tákn og á að finna önnur tákn með sama handformi, myndunarstað og hreyfingu og það sem ég fékk... En ef maður á a vera að greina svona þá náttúrulega verður maður að athuga hvernig táknin koma út og það getur orðið heldur kjánalegt að sitja og tala táknmál við blað :D Henni Önnu vinkonu minni þótti ég allaega afar kjánaleg... :D
Annars hefur nú lítið gerst síðan í gær, var algert nörd í gærkvöldi og sat heima í tölvu alveg meirihluta kvölds, en þegar ég kom upp af neðri hæðinni áttaði ég mig á því að ég var alveg gegnumfrosin!!! :S Ekki best þegar maður er hálf kvefaður, en ég verð víst að sætta mig við kjánaganginn í mér að vera ekki löngu búin að átta mig á þessu og koma mér bara upp að lesa eða eitthvað annað gáfulegra...
Nema hvað, færnikennarinn minn er lasin svo að ég er búin að sitja á hlöðunni núna í klukkutíma og verð hér til tæplega 4 þegar ég á að mæta aftur í tíma, það er að segja ef ég held aganum og hangi eftir blessuðum tímanum... Júúúú... Maður fer nú ekkert að vera kjáni, enda fínt að sitja hér og leysa verkefni þar sem ég gerði ekkert í gær og á að fara að vinna á laugardaginn, sé ekki fyrir mér að koma heim úr vinnu og fara beint í það að læra! Það er ekki efst á lista hjá manni þegar maður er búin að sitja í 4 tíma og hringja út í fólk sem vill EKKERT að maður sé að hringja í það ;)
Hehhe... Sat hér áðan í mesta sakleysi að borða nammi sem ég keypti mér á bensínstöðinni hjá Hagatorgi áðan og haldiði ekki að ég hafi bara í einhverri geðveiki og ALVEG óvart GLEYPT heilt nammi bara algerlega án þess að tyggja það!! Svo brá mér svo svakalega að ég fékk algert hláturskast og GAT ekki hætt að hlæja...
Þannig að nú er ég gellan á bókhlöðunni sem talar táknmál við blöðin sín og hlær svo óstjórnlega að því :D Já, það er gaman að vera ég... ;) Simple minds, simpe pleasures eins og fólkið vill stundum segja :D
Það er skrýti að vera í svona allt öðru námi en vinir manns... Anna og Auður eru í sprettlestri fyrir próf á laugardaginn og mér finnst ég ALLTAF eiga að vera að læra, en ég er alveg á réttum stað þannig séð hjá mér! :D Hahha... Það er mjög spes ;)
Já, þetta er nú skemmtilegt, ég er mjög mikið happy með það að eiga ekki að mæta í neina tíma á morgun, þá get ég bara haldið mig heima, þar sem ég er orðin heimsins mesta kuldaskræfa þá þykir mér best í heimi að kappklæða mig (sem er ekkert sérlega hipp og kúl skohh ;) ) og sitja í stofunni heima, því þar er stór gluggi og alltaf hlýtt... :D Þegar enginn er heima nema ég þá er afar notalegt að sitja þarna í rólegheitunum og læra... Very næs og ekki sakar að maður MÁ hafa gos og svona til að stytta sér stundirnar við lesturinn... :D Annað ekki slæmt við það að lesa heima hjá mér er að þar er ekkert net og ég get einbeitt mér algerlega að því að lesa :) Er nefnilega búin að missa áhugann á því að sitja og glápa á sjónvarpið ÞÓ að við séum með fullt af útlenskum fancy stöðvum, vil rekja það til þess að ég var svo mikið veik á svo stuttu tímabili meðan ég vann á leikskólanum að ég sá allt sem ég þurfti að sjá og þarf nú eigi að sjá meir! ;D
Þetta er ágætt, en nú ætla ég að halda áfram að vera stórskrýtna gellan sem talar táknmál við blöðin sín.... Endilega verið í bandi elskurnar... Hef alltaf gaman að því :D
Ciao :P

2 Comments:

At 2:35 e.h., Blogger Anna Katrin said...

jáhh sprettlestur þar sem ekkert fer inn :S

 
At 3:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehhe, hvahh... þið brillerið þetta, ekki spurning :P

 

Skrifa ummæli

<< Home