Já, áramótaheit... Ef maður hefur fyrir því að strengja svoleiðis, er þá ekki skemmtilegra að REYNA að halda þau...? Ég hef oft strengt áramótaheit... Reyndar hef ég aldrei haft fyrir því að segja fólki frá þeim en ég held líka að ástæðan sé sú að ég veit alveg að áramótaheitin eru fyrir mig og það er undir mér komið að standa við þau. Álagið er minna ef maður segir engum frá þeim. Þannig er maður ekkert að ,,bregðast" neinum nema sjálfum sér ef maður nær ekki að halda þau, það verður enginn vonsvikinn nema þú... Í fyrra og árið þar á undan strengdi ég áramótaheit. Ég segttist niður í herberginu mínu og hugsaði með sjálfri mér hvað takmarkið væri og ákvað að fyrir næstu áramót skyldi ég hafa náð settu marki. Ég get stolt deilt því með lesendum mínum að í bæði skiptin tókst mér að halda þessi heit, en hver þau voru er aftur ómerkilegri saga... Hehe... :)
En af hverju duttu mér áramótaheit í hug? Jahh, það er góð spurning... Þetta datt inn í hausinn á mér þegar ég sat þreytt og útlesin á Þjóðarbókhlöðunni í gær... Þá vill nefnilega ýmislegt flögra inn í hausinn á manni, augnlokin byrja að þyngjast og hugurinn leitar eitthvert allt annað, á mun skemmtilegri og meira upplífgandi staði og stundir og maður stendur sjálfan sig að því að finna til ótímabærrar tilhlökkunar til jóla og áramóta, bókarlausra tíma... ;)
Annars er nú margt eftir fram að jólum... Góðir tímar sko! Til dæmis má nefna að undirrituð á víst afmæli bráðlega og er strax byrjuð að finna fyrir ellinni síga yfir, kom út í kuldann um daginn og byrjaði að fá svona líka stingandi verk í mjöðmina út af kuldanum!! :D Haltraði sem leið lá frá Aðalbyggingu háskólans og yfir á bókhlöðuna alveg í ruglinu og tafði umferð með því að vera einstaklega hægfara á leið minni yfir suðurgötuna! :D Sé fyrir mér hvar ég verð á næsta ári, í göngugrind að staulast inn á Hlöðuna hahhahha... :D
Já, svo er búinn að vera gífurlegur þrýstingur því að svo virðist sem það sé búið að klukka mig ÞRISVAR og ég er svo mikill sauður að ég hef ekki nennt að sinna þessu hehe... :$ En mér skilst að þetta gangi út á það að ég eigi að skrifa 5 hluti um mig... Svo here goes... Þetta þykir mér ekki auðvelt by the way ;)
1. Ég er forfallin ljóska, og við erum að tala um svona EKTA ljósku, ég er ekkert stúbbid eða neitt þannig bara sein að fatta á BESTU augnablikum... Það er einmitt þegar ég á að fatta strax... :D En ég er búin að sætta mig við þetta svo að þið hin verðið bara að díla við þetta líka :D
2. Ég hef ofsalega sterkar skoðanir þrátt fyrir að margir haldi að ég sé bara svona já manneskja, það eru bara ekkert allir sem ég nenni að hafa fyrir því að tjá skoðanir mínar. :)
3. Ég hlusta alltaf á Talstöðina þegar ég er að fara að sofa ef ég er ein, finnst eitthvað mjög þægilegt við það að sofna út frá tali.. Hehhe... Þetta vita fáir :D (En bara svona for info þá hefur þetta alveg reynst mjög nytsamlegt, til dæmis hef ég getað tekið alveg virkan þátt í umræðunni um Baugsmálið einungis út af þessu hahahahha :D)
4. Ég get verið alveg rosalega svakalega mikil EKTA stelpa, það er ef ég er eitthvað niðurdregin eða leið þá finnst mér LANGbest að fara heim til mín í náttföt og glápa á einhverja stelpumynd eða Dawsons Creek og borða eins mikinn ís og ég kem niður áður en ég kasta upp :$ :D
5. Ég er alger hip hop FANATÍK, Snoop Dogg, 50cent o.s.frv. fíla þetta allt haha :D
Jæja, þá er ég búin að þessu og ætla að skora á Þórunni, Eleonoru, Ásrúnu, Guggu og Magneu og skora á tvær síðustu að byrja aftur að blogga :)
Já, síðustu helgi djammaði ég bara annað kvöldið, sem var sérstök reynsla, kann ekki alveg við þetta hahha :D En svona er það þegar maður er að mennta sig þá verður maður að setjast niður og lesa og ekki vaka allar nætur ;)
Já, það eru bara allir að fá einhverjar pestar, einna skelfilegust finnst mér þó ælupestin sem er að ganga núna, ég vil EKKI fá svoleiðis, en hún er víst bara hrikalega skæð... Maður er að heyra um fólk í öllum hornum að drepast í maganum, til dæmis greyjið hann Kalli sem var alveg að drepast í gær og fyrradag... Ekki gott, en ég ætla sko að reyna að forðast í ystu æsar að lenda í þessu rugli skohh!! Nei takk!! Nú er bara krossa fingur og passa sig ;)
En jæja, ef einhver er enn að lesa þessa langloku hjá mér þá bara þakka ég kærlega fyrir lesturinn hehe... :D
Þar til síðar... ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home