Já, ég get stundum verið eitthvað meira en lítið skrýtin þegar ég er að gera margt í einu... Mamma fór að segja mér frá því að bróðir minn, sem er á þrettánda ári, hefði farið í sund með vinum sínum í dag... Sem er ekki frásögu færandi nema hvað að mamma mín er svona um það bil vatnshræddasta manneskja sem til er á jarðkringlunni og hún fékk alveg hnút í magann greyjið og varð alveg hrikalega stressuð... Ég náttúrulega sá mér leik á borði og ætlaði að vera alveg ýkt kaldhæðin og spyrja hvort hún yrði ennþá stressuð á sama hátt þegar ég færi í sund en NEI ég aulaði út úr mér ,, Hahha já verðuru ennþá stressuð þegar ég fer í sturtu? “ Hahha... Hún mútta mín tjáði mér það að það væri nú svona tiltölulega hættulaust að fara í sturtu en hún væri nú samt búin að vera að spá í að útvega mér svona sundgleraugu með svona röri áföstu sem fer upp í munninn og stendur upp úr vatni... Bara svona for safety ef ég skildi nú detta í sturtubotninn Hahhahha :D
Hehhe gaman að þessu hehhe... Þetta er bara búinn að vera svona dagur, er búin að vera svo slöpp eitthvað að ég er búin að vera alveg hreint svakalega annars hugar, samstarfskona mín kom labbandi upp að mér i dag í SKÆR rauðri flíspeysu og segir bara svona óskaplega pent bööö.. Nema hvað að ég var svo svakalega í mínum eigin heimi þegar ég kom þarna fyrir hornið að mér brá alveg hreint svakalega, fékk alveg hjartslátt í hausinn og allt! :D Hahha... Gaman að vera ljóska ;)
Nema hvað að ég sé bara fyrir mér að reyna að ná þessu ógeði úr mér sem er að kúra sig í mér þessa dagana og svo bara vera alveg ýkt skemmtó um helgina, allavega á föstudaginn þar sem einn af bestustu bestu vinum okkar ætlar að vera í bænum og svona... Það gerist sko ekki á hverjum degi, svo á laugardaginn er bara hvorki meira né minna en hann pápi minn sem á afmæli svo að þetta er allt alveg hreint ótrúlega skemmtilegt hehhe... :P Og því kemur þessi bloggfærsla þar sem ég ákvað að fara ekki út og hanga heima í rólegheitum í kvöld, aldrei þessu vant hehhe :)
Nema hvað nú er ég hætt, nenni ekki að skrifa meira, finnst þetta alveg nóg í bili... Sammála? ;)
1 Comments:
hæ skvísan mín!
hvað er að frétta?? mátt endilega blogga þegar þú hefur tíma skvís... það er svo gaman að lesa það þegar maður er svona langt í burtu!
miss you kjútí, og hlakka til að sjá ykkur anniku í nóv!! :*
Skrifa ummæli
<< Home