...
Jájá, þá er enn ein helgin búin og ný vinnuvika byrjuð. Ég mætti reyndar ekki til vinnu í morgun því ég er búin að vera frekar lasin um helgina og ekki alveg búin að ná því úr mér, en ég er nú að stefna á að reyna að fara á morgun. Bróðir minn kom heim frá Tékklandi í nótt og gaf mér þetta svona líka ótrúlega vellyktandi ilmvatn, svaka gaman hehhe og hann keypti nú ýmislegt fleira sniðugt þarna úti en ég ætla ekkert að vera að telja það allt saman upp... nenni því ekki hehhe :D
Ég er búin að velta fyrir mér fordómum mikið upp á síðkastið. Nú var Gay Pride á laugardaginn og þó að ég hafi ekki farið niður í bæ þá langaði mig alveg að fara enda held ég að þetta sé alveg svakalega skemmtilegt að kíkja á skrúðgönguna og svona :)
Ég hef enga trú á því að það sé einhver þarna úti sem er algerlega fordómalaus, en svo lærir sem lifir og ég ber mikla virðingu fyrir fólki ef það er tilbúið að taka fjölbreytileika þessa lífs með opnum hug og opnu hjarta. Það væri alveg örugglega alveg frábært að geta sagst vera algerlega fordómalaus, en það er spurningin hvort maður væri þá að segja satt því að ég held svona í sannleika sagt að ég hafi aldrei fundið fyrir manneskju sem hefur enga einustu fordóma í einhverju formi.
Fordómar eru flókið fyrirbæri og ég get ekki sest hérna niður og skrifað niður hérna einhverja nákæma útskýringu á því, svo má nú líka passa sig á því að flokka ekki allar skoðanir undir fordóma.
Mér finnst bara alveg frábært þegar fólk þorir að koma fram eins og það er og eyðir ekki lífi sínu í að þykjast vera eitthvað annað á kostnað þess að vera ekki hamingjusamt. Þegar upp er staðið þá er það akkúrat það sem skiptir máli í lífinu að vera hamingjusamur með sjálfan sig. Bara svona smá djúpstæð hugsun til tilbreytingar hehhe, bara mín skoðun og ekkert annað... ;)
Allavega ég skrifa meira síðar svona þegar ég nenni ;)
Kv. Karó
3 Comments:
Halló :) ákvað að kommenta því ég c að fólk gerir það ekki almennt :) En já finnst ótrúlega fyndið að fólk skuli vera að borga fyrir rándýrar hvalaskoðunarferðir í heiminum og svo sjáum við þetta bara út um stofugluggan hjá okkur;) falleg sjón í gærkveldi, sjá strandir.is:) En já bið að heilsa, verum í bandi;) hittumst á msn;) Blessó HM
aftur að kvitta og ekkert nýtt blogg.. heimta blogg..blessó hm frekja:) sem er að hugsa um að læsa blogginu sínu:)
hæ skvís... verður að vera dugleg í blogginu svo ég viti hvað er að gerast þarna heima!! :P
miss you!!
Skrifa ummæli
<< Home