Fjas og fleira ;)

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Jájá börnin góð...Þar sem ég á einstaklega erfitt með að einbeita mér núna þá ætla ég að koma með smá frásögn frá síðustu viku hjá mér... Ég get sko sagt ykkur það að þetta var ekki mín vika get ég sagt ykkur... Þetta byrjaði allt saman með því að ég var á skemmtistað á laugardagskvöldið þarsíðasta og þá finn ég að bakið á mér er að fara í hnút, ég var nú ekkert að kippa mér upp við þetta þar sem þetta gerist alltaf annað slagið og þar sem ég var búin að vera frekar stressuð upp á síðkastið þá var svona eiginlega við þessu að búast... Nema hvað að það bara hélt áfram að fara í hnút og fara í hnút þar til að þetta var bara orðið verra en nokkurn tíman áður... Nema hvað að ég fer heim og tek íbúfen og fer að sofa, það virkar nú yfirleitt svona til að lina það versta en ónei, þetta var sko ekkert venjulegt, morguninn eftir vaknaði ég grátandi því ég fann svo til og mamma varð að draga mig upp úr rúminu því ég hreinlega gat það ekki sjálf... Allt í lagi með það ég hélt bara áfram að taka ótakmarkað magn af íbúfen og hélt þetta myndi lagast... Þegar þetta var ekkert skárra á mánudeginum þá ákvað ég að fara til læknis, ég átti að fara í verklega prófið í táknmálinu þarna á þriðjudeginum og þá gengur eiginlega ekki að vera eins og spýta og geta ekkert gert, nema hvað að læknirinn tekur á mér, og það ekki beint blíðlega og segir mér það að nú sé bara kominn tími á mig að fara til sjúkraþjálfara og ekki nóg með það heldur spurði hún mig "hvern andskotann" ég hefði verið að gera... Sérstök kelling þetta!! Nema hvað að hún skrifaði upp á alls kyns pillur fyrir mig að taka og sendi mig heim... Nú hélt ég að það versta væri yfirstaðið og fór heim og fékk mér að borða og tók pillurnar mínar, horfði á LOST og ákvað svo að fara bara að sofa þar sem ég átti að fara í prófið klukkan 10 morguninn eftir :) NEI ÓNEI haldiði ekki að ég hafi bara vaknað klukkan 1 og verið vakandi til klukkan 7 um morguninn með þá verstu ælupest sem ég hef fengið á ævinni... Og það sem verra var var að öll fjölskyldan var veik sömu nóttina... Þetta var svakalegt, þannig að þegar ég átti að mæta í prófið þá var ég svona nánast meðvitundarlaus og endaði á að þurfa að senda kennaranum mínum sms og afboða mig í prófið... Nema hvað að síðar um daginn var svaka veisla þar sem hann afi minn elskulegi varð 80 ára þennan sama dag, svo að ég gerði allt sem í mínu valdi stóð til að verða eins hressileg og ég gat, en þar sem ég ældi öllum pillunum sem ég hafði tekið við bakinu um nóttina og gat ekkert tekið um morguninn þá var bakið aftur komið á byrjunarpunkt... Jú, en hörkutólið hún ég drattaðist á fætur og fór í veislu alveg glær og ónýt hehe, það var mjög spes, en frábært samt að geta farið :P En jæja, eftir þetta voru hrakföllin svona að mestu búin og ég tók bara alla vikuna í að jafna mig í bakinu... :)Svo komu páskar, já ójá!! :D Ég var sko búin að hlakka mikið til að fá páskaegg og ég varð ekki fyrir vonbrigðum með það þetta árið frekar en vanalega, þetta var alveg obbolega næs og kósý og ég var bara tiltölulega róleg í djamminu þessa páskana, fór aðeins á föstudaginn með önnu, rakel og honum binna okkar sem var hér í heimsókn um páskana, það var voða fínt, en annað en það þá var ég bara róleg :) Kraftaverkin gerast enn börnin góð :P Nema hvað að ég átti að taka prófið sem ég missti af í síðustu viku í hádeginu í dag en var ekki búin að fá nákvæma tímasetningu, átti að fá hana í morgun svo að ég ákvað að fara bara snemma í bólið í gær og vakna snemma til að vera fersk í prófinu, svo vakna ég í morgun klukkan hálf sjö skjálfandi á beinunum og með fossandi blóðnasir!!! Merkilegur fjandi þetta gerðist líka þegar ég átti að fara að taka verklega ökuprófið mitt!! :| Nema það að mér tókst nú að stöðva blóðnasirnar og koma mér svona nokkurn veginn á réttan kjöl þegar ég fæ sms frá kennaranum mínum um það að prófdómarinn komist ekki í dag og ég eigi að mæta í fyrramálið, þannig að ég fékk mér bara morgunmat í rólegheitunum og er núna að reyna að koma þessari ritgerð á eitthvað skrið hjá mér, en það gengur ekkert sérlega vel þar sem einbeitingin held ég að hafi bara gufað upp með öllum hrakföllum síðustu viku...
EN jæja, þá er ég hætt bara, ætla að stefna að því að hafa þessa viku bara mjög næs og þægilega og vera dugleg stelpa og læra eins og vitleysingur ;)
Wish me luck darlings... Reyni að vera duglegri að skrifa aðeins hér inn svona í fremtiden ;)
Þar til síðar... :)

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Jæja, ég er komin í bíóið... Síðasti miðvikudagurinn darlings... ;) Þetta er bara svakalegt :D
Vil nú byrja á því að minnast á veðrið... Það er bara búið að vera undarlegt upp á síðkastið... En þennan pirring á veðrinu má mjög líklega rekja til þess að ég var búin að ákveða að nú væri bara komið sumar hjá mér... Sem er náttúrulega heldur snemmt ég átta mig á því hehe :D En með þessari ákvörðun þá hætti ég að kunna að klæða mig eftir veðurfari og því er ég bara í ljótu sko! Mér er ALLTAF kalt sama hvað mér finnst ég vera vel klædd... Ég er semsagt í grunninn bara kjánastrumpur... Og hananú!
Nema hvað að nú er komið að því að skólinn er að verða búinn og ég er bara alveg í rugli með þetta, orðin alveg hevví stressuð fyrir prófunum og svo er ég ekkert komin með neina vinnu heldur hehh... :S Svo að þetta er soldið óþægilegt, hver veit nema ég endi bara á leikskólanum í ár, en ég veit ekki hvort mig langar það eitthvað að vera þar meira, því að ég er búin að vera svo lengi í því sama... Á maður að fara að breyta eitthvað til? Ég veit ekki... Svo er það líka það að ég er drullu hrædd við að breyta til... Suss... Tilvistarkreppa dauðans í gangi beibís ;) Hehe...
Annars er ég bara að hlakka til helgarinnar, ég sé fram á að vera bara í gleði og stuði, sem er afskaplega jákvætt hehe :P En það má alltaf hafa samband við mig ef fólk vill finna gleðina og stuðið híhíh :D
Nema jæja, nú ætla ég að hætta þessu rugli hér :)
Allir að vera í bandi við mig, það er svo gaman ;)
Síðar...

mánudagur, apríl 03, 2006

Já ok, veit ég var búin að lofa að hætta í dag, en ég fann þetta próf og fannst þetta svo fyndið og skemmtilegt að ég varð hreinlega að skella þessu hér inn!! :D





Take this quiz at QuizGalaxy.com

Jú, það er mjög líklega ég að skrifa hér, ótrúlegt en rétt haha... ;D
Heyrðu ég er bara hress í dag, ég er að sitja hérna tíma, alveg að mygla úr leiðindunum á að vera til 17.40...
Um helgina var bara nokkuð rólegt, nema þar sem ég lenti í leiðindum á föstudag í sambandi við það að ég læsti lykla inni í bíl og ætlaði að ná í aukalykilinn þegar ég uppgötvaði mér til mikillar skelfingar að bróðir minn var búinn að setja keðjuna á hurðina svo ég komst ekkert inn :S EN þegar ég var búin að taka mig til og biðja til almættisins í svona um það bil 5 mínútur þá bara labbaði ég niður og vonaði innilega að það hefði gleymst í óveðrinu um daginn að setja keðjuna á hurðina þar og viti menn!! Ég fékk ástæðu til að vera trúaðri í dag en í gær!! :D Það var alveg ótrúlega frábært að komast inn í ljóta kuldanum, þeir sem mig þekkja vita að ég er ekki beint skynsamasta týpan í heimi í fatavali, kann ekki að klæða mig vel :$ Hehe... En já, þá komst ég inn og fór og náði í lykilinn í bílinn og fór svo að lúlla seint og síðar meir...
Þeir sem mig þekkja vita það líka að ég verð afar sjaldan pirruð en þarna var ég brjáluð hehe, bara hefði einhver mætt mér þá hefði ég eflaust verið mannskæð hehh :$ :P
Já, við Anna mín fórum að þjóna í fermingu í gær sem var alveg rosa stuð sko, en ég get sko sagt ykkur það að þetta fór svo með okkur, engin uppþvottavél eða neitt þannig að það endaði með því að hún var heima í dag alveg farlama út af bakinu greyjið og ég mætti í skólann mygluð til fjandskotans að drepast í öxlinni hægra megin og í rugli hehe... Gömlu konurnar, verðum bráðlega komnar í göngugrind bara svei mér þá!! ;D
EN nú er ég að spá í að fara að hætta þessu bulli í bili...
Skrifa betur síðar ;)
Bæ darlings