Fjas og fleira ;)

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Já, blogga tvisvar á sama degi! Hehhe, það er eitthvað nýtt, nei ég bara varð að koma með smá pælingu, ég nefnilega er búin að þjást af alveg gasalegri myglu í morgun og þetta var farið að fara svo í taugarnar á mér að ég var orðin alveg handónýt í skapinu, það gerist nú ekki oft að ég verði eitthvað mikið pirruð, en nú skeði það! Ég sat í háskólabíó alveg með þrumuský yfir höfðinu og íhugaði hvað ég gæti gert til að lyfta mér eitthvað upp... Svo allt í einu datt svarið inn í hausinn á mér! Ég hugsaði með mér, hvað væri best að gera þegar manni líður ekki vel á sálinni og manni finnst ekkert vera að ganga eins og það á að ganga?! Jú, ég skellti mér í labbitúr út og fór alla leið upp á sólvallagötu þar sem ég átti heima þegar ég var lítil og alveg þar til ég varð 14 ára og gerðist kópavogsbúi... Já, og ég labbaði um gamla hverfið mitt bara í rólegheitum þar sem ég átti ekkert að mæta í tíma strax og skoðaði mig um og rifjaði upp gamla og góða og áhyggjulausa tíma :) Þetta var ekkert smá frábært að gera þetta, mæli með þessu, gekk hjá húsinu mínu og þar sem vinkona mín sem ég var alltaf með á þeim tíma átti heima, það var alveg dúndur gaman, svo fór ég niður á ásvallagötu og labbaði heilmikið þar fram hjá elliheimilinu Grund þar sem hún amma Dæja mín átti heima síðustu árin sín... Nú er ég komin aftur inn í háskólabíó og mér líður svo miklu betur en áðan þegar ég sat hérna, er bara orðin hress og kát á ný og hef ekkert svo svakalega miklar áhyggjur, bara róleg yfir þessu öllu saman :P Ahhhh... Allavega, ég varð að deila þessu mikla kraftaverki með ykkur hinum, eini ókosturinn við þetta er að kinnarnar á mér og nebbin eru alveg ELDrauð! :D Hahha...
Já, annars kemur ein skemmtileg pæling hérna í lokin, finnst ykkur ekki gaman að sjá gamla bekkjarfélaga? Ég er búin að lenda í þessu tvisvar núna á tveimur klukkustundum, í fyrra skiptið kom það mér mikið á óvart að viðkomandi fólk heilsaði mér! Skrýtið... Ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi... Nema hvað að núna áðan þegar ég settist hérna niður í sigurvímunni yfir því að hafa sigrast á dældinni sem ég var í svona andlega séð, þá gekk hérna framhjá mér strákur sem ég eyddi löngum tíma skólagöngu minnar í að hata afar mikið, því að hann áttaði sig nefnilega á því þegar ég var með honum í skóla að ég var alveg skelfilega feimin og notfærði sér það algerlega þann stutta tíma sem ég neyddist til að sitja við hliðina á honum í skólanum... Allavega nú er feimnin nokkurn vegin alveg farin og svona, það þykir mér afar jákvæð þróun, svona peyjar hafa ekki lengur nein áhrif á mig hehe :) Nema hvað að þessi ákveðni drengur horfði á mig alveg eins og hann kannaðist alveg geðveikt við mig og svo bara nikkaði hann svona vingjarnlega til mín, hefur örugglega ekkert vitað hver ég var og bara reiknað með að hann hafi hitt mig á einhverju djammi eða eitthvað, þetta var allavega mjög spaugilegt og ég brosti út í annað með sjálfri mér... :)
Finnst ég eiga hrós skilið hvað ég er búin að vera dugleg að blogga í dag by the way ;) Hehhe...

2 Comments:

At 5:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

O.P.???

 
At 12:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

NKL :D

 

Skrifa ummæli

<< Home