Jájá, ég vaknaði í morgun með kvíðahnút í maganum og gat ekkert meira sofið, ég veit ekki hvaðan þetta kom eða af hverju, þetta gerðist þónokkuð oft í desember, en nú allt í einu kom þetta aftur, þetta er ekkert smá skrýtið... Fannst eins og það væri eitthvað sem ég væri búin að gera vitlaust eða að ég ætti eftir að gera eitthvað vitlaust...
Furðulegt hvað maður getur verið skrýtin svona þegar maður er að vakna...
Nema hvað þetta var róleg helgi hjá mér... Djammaði eiginlega ekki neitt og var bara glöð, jú ég fór í sing star partý hjá Eygló og Sigga og það var alveg brjálað stuð sko! :D Skemmti mér afar vel, enda er ég orðin nokkuð vel lagin við að miða út hversu ölvað fólk er orðið, þegar fólkið er orðið nógu drukkið þá er ég orðin nógu hugrökk til að skella mér og syngja, sem var alveg stuð svona þegar ég var byrjuð og þá var varla hægt að ná mér frá þessu hehe..
En ég hef nú lítið að segja samt, ég er bara í skóla eins og alla mánudaga, þeir eru búnir að skemmileggja sunnudagana mína að svo miklum hluta.. En ég er samt að reyna að passa mig á þessu hehe að láta mánudaginn ekki fara svona með mig... :P
Ég er mikið að spá að koma mér heim svona píííínulítið fyrr, það er geðveik freisting :D Hahha...
Nema hvað ég ætla að skrifa síðar :P