Fjas og fleira ;)

mánudagur, janúar 30, 2006

Já þetta er sérdeilis merkilegt líf. Þannig er að ég er orðin lasin... Sem er ekki frásögu færandi nema að því leyti að ég lenti í skrýtinni veiki um helgina sem ég er enn að reyna að hrista af mér sem byrjaði með hálsríg og varð síðan óstjórnlegur svimi og breyttist svo í kvef... Hmmm... Nema hvað að ég skjögraði um heimilið alla helgina eins og kófdrukkinn róni því ég gat bara ekki með nokkru móti gengið beina línu... Nema hvað að þegar ég verð svona lasin og hangi heima þá gefst mér tími til að hugsa og taka til í heilabúinu hehe...
Duttu mér í hug samræður sem ég heyrði út undan mér í háskólabíó um daginn (var bara að hanga og bíða... Ekki að hlera ;). Þannig var að tvær stelpur sátu við næsta borð og voru að ræða raunir annarar þeirra þar sem hún hafði lent í því að stelpa sem hún þekkti og var greinilega eitthvað illa við hana hafði verið að skrifa óbeint um hana á bloggsíðu og á þann hátt að þeir sem til þekktu skildu alveg um hvern var verið að tala.
Þetta vakti mig til umhugsunar, nú er ég ekkert inni í málum þessara tveggja stelpna eða hvor þeirra á meiri sök að málinu, en ég verð að segja að mér þykja bloggsíður engan veginn réttur vettvangur til að tala um, útkljá eða auglýsa slíkar deilur.
Bloggsíður eru opinberar og eiga ekki að vera staður þar sem maður kemur út gremju sinni á einhvern einn ákveðinn aðila... Það væri þá kannski í mesta lagi að lýsa gremju sinni yfir einhverju sem er að pirra mann í víðara samhengi sem væri við hæfi hehe ;)
Ég myndi vilja halda að maður ætti að nota sér síðuna sína svo að fólk geti fylgst með hvað maður er að brasa í lífinu, svona það sem hittir mann ekki á hverjum degi... Eða að setja fram einhverjar pælingar til að fá viðbrögð... En það er greinilega ekki alltaf sami hugsunarhátturinn hjá öllum... Ég verð allavega að segja fyrir mitt leyti að ég hef engann áhuga á að lesa á netinu um einhver leiðindi milli einhvers fólks, það kemur mér ekkert við og ég held að maður eigi nú bara nóg með sitt hehe ;)
Mér finnst mjög sorglegt að fólk nýti sér þetta tækifæri til að tjá sig á þennan hátt. Nú á ég lítinn bróður í 7. bekk og þau voru vöruð við því að setja upp heimasíður vegna hættunnar á einelti á netinu. Nú er ég búin að halda úti bloggsíðu ansi lengi og ég held ég myndi seint nýta mér síðuna mína til að skjóta á einhvern sem mér mislíkaði... Þá held ég nú að sé bara skárra að skrifa bara djammsögur helgarinnar og einhvern misnýtann fróðleik hehe ;)
En nú er ég hætt, sjónvarpið kallar hehe ;)

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Jæja, þá er þetta blogg farið að taka þá stefnu að vera svona miðvikudagsblogg þar sem það er alltaf þetta gat hjá mér á miðvikudögum og ég hef ekkert betra að gera en bara sitja og skrifa á síðuna mína, því ekki fer ég nú að taka upp á því að læra eins og bjáni er það nokkuð?! :D Hehe... Neineineinei... En annars er bara allt gott að frétta, hélt saumaklúbb á fimmtudag og það var bara alveg ótrúlega vel heppnað þó ég segi sjálf frá... Óskaplega happy með þetta allt saman... :P
Nema hvað á föstudag fór ég með henni Önnu minni í heimsókn til Eyglóar í nýju íbúðina þeirra skötuhjúa og það var alveg einstaklega kósý, fórum þrjár í sing star... Brjálað stuð :D Hahah... Á laugardag héldu Ásrún og Helgi hið fínasta partý og það var alveg massa gaman að hitta allt gengið eina ferðina enn, þetta er alveg fólk sem maður hitti á hverjum degi í 4 ár, maður hafði ekki áttað sig á því hvað maður saknaði þess að hitta þau... Nema það að svo kíktum við í bæinn sem var svaka stuð, nema það að ég endaði á því að fá 3 ljóta fingrafaramarbletti á handleggina eftir ágang útlendinga og endaði á því að fá hann Kalla til að sækja okkur og hann var svo vinsamlegur að skutla okkur mér, Önnu og Dóru heim :) Takk fyrir það :) Það var ekkert smá gott að komast þaðan út, held maður sé alveg að verða pínku þreyttur á svona djammi allar helgar báða dagana, mætti alveg fara að taka því aðeins smávegis rólega :)
Hmmm... Eitthvað merkilegt... Já það bárust fréttir í vikunni að það ætti að gera 4 klukkustundar langa þætti í viðbót um Friends, þetta var svona já og nei hjá mér, hafði smá áhyggjur af því að það yrði annað hvort alger snilld eða alveg virkilega lamað... Nema hvað að svo bara opna ég moggann í morgun og þá bara kemur í ljós að þetta var sennilega bara allt bull... Gaman að því...
Nema hvað að núna nenni ég hreinlega ekki að skrifa meir, það bara verður meira síðar :)
Endilega verið í bandi við mig, þykir það ógurlega gaman ;)
Chiao...

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Já gleðin... Nú sit ég í háskólabíó og bíð þess að fá að sitja tíma í heimspekilegum forspjallsvísindum... Þetta hljómar auðvitað æsispennandi og alla langar bara að henda frá sér því sem þeir eru að gera og koma og fá að sitja þennan undurspennandi tíma með mér, en reynið í guðanna bænum að hemja ykkur... ;) Já, skólinn er byrjaður í allri sinni dýrð og það var gleði mikil get ég sagt ykkur, ég var nú orðin hálf einhverf að sitja heima í fríi bara ein, það fer ekki vel með sálina :)En já, það er annars lítið af mér að frétta, ég og Sigga fórum í heimsókn á leikskólann í gær og það var alveg vítamínsprauta að koma þarna og hitta öll litlu krílin mín... :P Alltaf gaman að sjá þessa gorma...
Fjóla krúsídúll átti afmæli 5. jan og vil ég óska henni til hamingju með daginn ;*
Kalli átti afmæli 9. jan og hann fær hamingjuóskir einnig ;*
Og Valan mín á afmæli á morgun og ég reikna ekki með að skrifa þá svo bara snemmbúnar óskir um hamingju á morgun ;*
Á málefnalegu nótunum þá vil ég benda fólki á að skrifa endilega undir á http://www.deiglan.com/askorun En ég ætla ekkert að koma með neina tjáningu því ég er hrædd um að sú umræða yrði ekki á málefnalegum nótum hjá mér...
Já, þetta er ágætt... Ég ætla ekki að segja þetta mikið lengra núna, vona nú að mér takist að finna tíma til að skrifa oftar :)
Þar til síðar... :)

mánudagur, janúar 02, 2006

Jæja, þá kemur loksins tjáning frá mér, þó stutt sé :) Gleðilegt ár elskurnar mínar og vonandi höfðu allir það sem best um jól og áramót...
Ég átti frábær jól og leið alveg ofsalega vel, ætla að skrifa betur síðar :)
Hafið það gott ;)