Fjas og fleira ;)

mánudagur, janúar 30, 2006

Já þetta er sérdeilis merkilegt líf. Þannig er að ég er orðin lasin... Sem er ekki frásögu færandi nema að því leyti að ég lenti í skrýtinni veiki um helgina sem ég er enn að reyna að hrista af mér sem byrjaði með hálsríg og varð síðan óstjórnlegur svimi og breyttist svo í kvef... Hmmm... Nema hvað að ég skjögraði um heimilið alla helgina eins og kófdrukkinn róni því ég gat bara ekki með nokkru móti gengið beina línu... Nema hvað að þegar ég verð svona lasin og hangi heima þá gefst mér tími til að hugsa og taka til í heilabúinu hehe...
Duttu mér í hug samræður sem ég heyrði út undan mér í háskólabíó um daginn (var bara að hanga og bíða... Ekki að hlera ;). Þannig var að tvær stelpur sátu við næsta borð og voru að ræða raunir annarar þeirra þar sem hún hafði lent í því að stelpa sem hún þekkti og var greinilega eitthvað illa við hana hafði verið að skrifa óbeint um hana á bloggsíðu og á þann hátt að þeir sem til þekktu skildu alveg um hvern var verið að tala.
Þetta vakti mig til umhugsunar, nú er ég ekkert inni í málum þessara tveggja stelpna eða hvor þeirra á meiri sök að málinu, en ég verð að segja að mér þykja bloggsíður engan veginn réttur vettvangur til að tala um, útkljá eða auglýsa slíkar deilur.
Bloggsíður eru opinberar og eiga ekki að vera staður þar sem maður kemur út gremju sinni á einhvern einn ákveðinn aðila... Það væri þá kannski í mesta lagi að lýsa gremju sinni yfir einhverju sem er að pirra mann í víðara samhengi sem væri við hæfi hehe ;)
Ég myndi vilja halda að maður ætti að nota sér síðuna sína svo að fólk geti fylgst með hvað maður er að brasa í lífinu, svona það sem hittir mann ekki á hverjum degi... Eða að setja fram einhverjar pælingar til að fá viðbrögð... En það er greinilega ekki alltaf sami hugsunarhátturinn hjá öllum... Ég verð allavega að segja fyrir mitt leyti að ég hef engann áhuga á að lesa á netinu um einhver leiðindi milli einhvers fólks, það kemur mér ekkert við og ég held að maður eigi nú bara nóg með sitt hehe ;)
Mér finnst mjög sorglegt að fólk nýti sér þetta tækifæri til að tjá sig á þennan hátt. Nú á ég lítinn bróður í 7. bekk og þau voru vöruð við því að setja upp heimasíður vegna hættunnar á einelti á netinu. Nú er ég búin að halda úti bloggsíðu ansi lengi og ég held ég myndi seint nýta mér síðuna mína til að skjóta á einhvern sem mér mislíkaði... Þá held ég nú að sé bara skárra að skrifa bara djammsögur helgarinnar og einhvern misnýtann fróðleik hehe ;)
En nú er ég hætt, sjónvarpið kallar hehe ;)

1 Comments:

At 3:11 e.h., Blogger Draslrun said...

Amen Karó mín , Amen!!! Ég er svo sammála. Djammsögurnar og svona hinar og þessar pælingar eiga mjög vel við :D

 

Skrifa ummæli

<< Home