Já gleðin... Nú sit ég í háskólabíó og bíð þess að fá að sitja tíma í heimspekilegum forspjallsvísindum... Þetta hljómar auðvitað æsispennandi og alla langar bara að henda frá sér því sem þeir eru að gera og koma og fá að sitja þennan undurspennandi tíma með mér, en reynið í guðanna bænum að hemja ykkur... ;) Já, skólinn er byrjaður í allri sinni dýrð og það var gleði mikil get ég sagt ykkur, ég var nú orðin hálf einhverf að sitja heima í fríi bara ein, það fer ekki vel með sálina :)En já, það er annars lítið af mér að frétta, ég og Sigga fórum í heimsókn á leikskólann í gær og það var alveg vítamínsprauta að koma þarna og hitta öll litlu krílin mín... :P Alltaf gaman að sjá þessa gorma...
Fjóla krúsídúll átti afmæli 5. jan og vil ég óska henni til hamingju með daginn ;*
Kalli átti afmæli 9. jan og hann fær hamingjuóskir einnig ;*
Og Valan mín á afmæli á morgun og ég reikna ekki með að skrifa þá svo bara snemmbúnar óskir um hamingju á morgun ;*
Á málefnalegu nótunum þá vil ég benda fólki á að skrifa endilega undir á http://www.deiglan.com/askorun En ég ætla ekkert að koma með neina tjáningu því ég er hrædd um að sú umræða yrði ekki á málefnalegum nótum hjá mér...
Já, þetta er ágætt... Ég ætla ekki að segja þetta mikið lengra núna, vona nú að mér takist að finna tíma til að skrifa oftar :)
Þar til síðar... :)
1 Comments:
jájá gott hjá þér ein heyrðu boð um heimsókn til glóu og sigga í næstu viku :)
Skrifa ummæli
<< Home