Jæja, þá er þetta blogg farið að taka þá stefnu að vera svona miðvikudagsblogg þar sem það er alltaf þetta gat hjá mér á miðvikudögum og ég hef ekkert betra að gera en bara sitja og skrifa á síðuna mína, því ekki fer ég nú að taka upp á því að læra eins og bjáni er það nokkuð?! :D Hehe... Neineineinei... En annars er bara allt gott að frétta, hélt saumaklúbb á fimmtudag og það var bara alveg ótrúlega vel heppnað þó ég segi sjálf frá... Óskaplega happy með þetta allt saman... :P
Nema hvað á föstudag fór ég með henni Önnu minni í heimsókn til Eyglóar í nýju íbúðina þeirra skötuhjúa og það var alveg einstaklega kósý, fórum þrjár í sing star... Brjálað stuð :D Hahah... Á laugardag héldu Ásrún og Helgi hið fínasta partý og það var alveg massa gaman að hitta allt gengið eina ferðina enn, þetta er alveg fólk sem maður hitti á hverjum degi í 4 ár, maður hafði ekki áttað sig á því hvað maður saknaði þess að hitta þau... Nema það að svo kíktum við í bæinn sem var svaka stuð, nema það að ég endaði á því að fá 3 ljóta fingrafaramarbletti á handleggina eftir ágang útlendinga og endaði á því að fá hann Kalla til að sækja okkur og hann var svo vinsamlegur að skutla okkur mér, Önnu og Dóru heim :) Takk fyrir það :) Það var ekkert smá gott að komast þaðan út, held maður sé alveg að verða pínku þreyttur á svona djammi allar helgar báða dagana, mætti alveg fara að taka því aðeins smávegis rólega :)
Hmmm... Eitthvað merkilegt... Já það bárust fréttir í vikunni að það ætti að gera 4 klukkustundar langa þætti í viðbót um Friends, þetta var svona já og nei hjá mér, hafði smá áhyggjur af því að það yrði annað hvort alger snilld eða alveg virkilega lamað... Nema hvað að svo bara opna ég moggann í morgun og þá bara kemur í ljós að þetta var sennilega bara allt bull... Gaman að því...
Nema hvað að núna nenni ég hreinlega ekki að skrifa meir, það bara verður meira síðar :)
Endilega verið í bandi við mig, þykir það ógurlega gaman ;)
Chiao...
1 Comments:
gleði!
Skrifa ummæli
<< Home