Jæja... Skemmtilegt og gaman ;) Já, mikið rétt, ég að skrifa... Ég er búin að fá fullt af kommentum að ég sé löt að blogga svo að nú ætla ég að skrifa smá ;) Hmmm... Ég ætla nú að byrja á því að segja frá tilfelli sem gerði mér ljóst að ég er kannski aðeins búin að smitast af ljósa hárinu mínu... Ég og Byfí skruppum nebblega í Gvendarbrunna með skólanum núna fyrir nokkru og áttum að fræðast um vatnið og svona... Jú jú, mikið rétt mín stígur þarna inn full vonar að ég ætli ekki að gera mig að fífli í þetta skipti og vera voða gáfuleg og fylgjast með og alles... Hmm... Já, allavega svo komum við þarna inn og þá er lyfta á staðnum sem er eiginlega bara svona pallur þegar hún kemur upp, svona stokkur frá neðri hæðinni og svo endar maður uppi á svona palli með bara svona grindverk eða hvað það nú heitir utanum... Nema það að ég sé þessa undraverðu lyftu og segi svona frekar hátt við Byfí "Hey sjáðu!! Það vantar lokið á lyftuna!!!" Hehhehhe.. Já, þetta var smá ljóskubrandari hérna á minn kostnað... Allt til að kalla fram smá bros hjá þeim fáu sem lesa þetta bull í mér! ;) Helgin... Hmm, á föstudagskveldið var ég voða róleg bara heima, ofsalega næs hjá mér og familíunni, kíktum á Gettu betur og svo eitthvað sjónvarpsefni bara og síðan fór ég bara snemma að sofa.. Alger fyrirmyndar unglingur!! :D Anyways... Í gærkvöldi fór ég svo á smá sjónvarpsgláp hjá alveg raddlausri manneskju sem var mjög skemmtilegt! :D Við horfðum á söngvakeppni framhaldsskóla sem var haldin á Akureyri... Og jú mikið rétt þangað skruppu Iglesias, Byfí og líka Eron og hafa þau eflaust skemmt sér konunglega... Ég hefði nú alveg verið til í að skreppa til Akureyrar sko, en það kostaði bara 5000 stórar krónur!! :S En jæja.. Það var mikið stuð á bænum í þessu sjónvarpsglápi, maðurinn á kokteilsósubílnum mætti og alles ;) En nú er ég hætt og farin að gera eitthvað af viti... Hafið það fínt, gott eða frábært... En EKKERT annað! ;) :D bæjó :*
sunnudagur, mars 30, 2003
mánudagur, mars 24, 2003
Jáhámm... Það er stríð í gangi í Írak... Hræðilegir hlutir að gerast í heiminum, svo að ég ætla ekkert að vera neitt að tala um það því það er víst nóg um fréttir um allann óhugnaðinn. Já... En það er nú ýmislegt gott að gerast líka og það má ekki gleymast á þessum tímum, því maður má ekki einblína bara á það slæma og gleyma öllu því góða sem gerist í heiminum... En það verður ekki mikið lengra í bili... :) Bæjó í bili! :*
þriðjudagur, mars 18, 2003
Jú jú, mikið rétt, hringlan er orðin löt við að skrifa enn á ný... :$ Ég er bara búin að vera á fullu síðan ég komst attur í skólann, þannig að ekki hefur nú mikið á daga mína drifið... Þó alveg nokkur slatti svona miðað við allt... :D Já, ég fór í skólann fyrst fyrir viku og fór í World Class og alles... SVOOO stolt af sjálfri mér... :D Og svo... Hmm... Á föstudaginn var söngkeppni í skólanum og það var ekkert smá skemmtilegt! :D Maðurinn á kokteilsósubílnum mætti og alles... ;) Geggjað stuð og Snúllídúllan mín og litli krúsivinurinn tóku sig alveg hryllilega vel út á sviðinu, ekki það að ég hafi efast um að þau myndu gera það sko! ;D En já, síðan fór ég með Nóttinni, Iglesias og Byfi á rúntinn, en það var ekkert sérstaklega skemmtilegt á rúntinum vegna þess að það er ENN OG AFTUR verið að gera við Bankastrætið... Það er ekki gott mál gott fólk! ;) En já, síðan á laugardaginn gerði ég nú ekki margt og mikið, nema um kvöldið fór ég með Nóttinni heim til hennar að sjá óléttu krúsusystur hennar... Það var alveg mega stuð... ;) En sunnudagurinn var alveg sérstakur dagur!!!!! Ég vaknaði svona tímanlega til að ná mér í morgunmat og glápa svo á endursýnda Nágranna sem er svona eins konar hefð hjá mér! :D Síðan var ég svona bara að dóla og gera basicly ekki neitt þangað til að mér datt í hug að fara og leggjast í rúmið mitt, því það er náttúrulega svo ólöglega þægilegt og þegar ég lá uppi í rúmi fékk ég skyndilega hugljómun... Þarna var ég svona um 5 leitið á sunnudagseftirmiðdegi og hvað haldiði að mér hafi dottið í hug?!?!?! Jahh... Það vita samt eiginlega allir... Ég fór og ég reif húsgögnin út úr herberginu mínu og ég raðaði þeim öðruvísi inn... Þetta var ekkert smá skemmtileg tilbreyting og svo er herbergið mitt hreinlega ENDALAUST krúsulegt þegar það er svona upp sett! ;) En já, svo fór ég náttúrulega í skólann í gær og ég uppgötvaði mér til mikillar ánægju og yndisauka að tvöfaldi tíminn minn í þjóðhagfræði féll niður vegna veikinda kennara... Sem er reyndar ótrúlega leiðinlegt að hlakka yfir... En svona er víst lífið og það var nú soldið gaman að sleppa fyrr úr skólanum! ;) Síðan fór ég og rölti út til að skella mér í stóru gulu limmósínuna mína þegar ég komst að því mér til mikillar skelfingar þegar ég var komin upp í bílinn að hann stóð kyrr... Af hverju stóð þessi trausti og tryggi ferðamáti minn bara allt í einu kyrr? Jahh... Það er nefnilega punchlineið í þessu öllu saman að stætóbílstjórinn var barasta að skamma gamlann kall sem sat fremst í vagninum... Og nú kunna þeir sem eru ekki nú þegar búnir að missa áhugann að spyrja sig: Af hverju var bílstjórinn að skamma greyjið gamla kallinn???? Jahh.. Ég er nú bara ekki alveg viss um að ég segi það... Júúúúú... Ætli ég verði ekki að segja það fyrst ég er byrjuð á annað borð... Svo virtist nefnilega vera að svona miðaldra (og nú leyfi ég mér að segja kelling... Ég veit að það er ekki fallegt orð, en þetta VAR kelling) kelling var að ásaka manninn um að hafa áreitt sig, nú hef ég verið í strætó á hverjum degi síðan í 10. bekk og ég hef séð þennann kall svona um það bil 25 MILLJÓN sinnum og aldrei vitað til þess að neitt vesen væri í kringum hann... Nú er ég ekki að segja að maðurinn hafi EKKI áreitt konuna, en þar sem mér fannst ég kannast betur við kallinn en konuna hef ég ákveðið að standa með honum í þetta skiptið... En jú jú, strætóinn fór af stað eftir LAAAAANGA bið og ég setti heyrnatólin á mig enn á ný og komst heim með dúndrandi músík í eyrunum alla leið! ;) Jú jú, svo í dag var nú frekar viðburðalítill dagur... Fyrir utan það að þjóðhagfræðikennarinn var ennþá veik svo að ég fékk frí í því... En annars gerðist ósköp lítið markvert... Svo að enn á ný ætla ég að kveðja... Ef það er einhver að lesa þetta ;) Og segi bara bæjó, þangað til eitthvað markvert gerist til að skrifa um! ;) Bæjó... Í bili þó :P
laugardagur, mars 08, 2003
Staðurinn er læknavaktin í kópavogi, stundin er um tvö eftir hádegið í dag... Þar sit ég... Alveg út úr heiminum eiginlega eins og ég er búin að vera síðustu daga og fylgist með nokkrum hræðum með ungbörn sem á að fara að skoða og svo nokkur gamalmenni með hósta... Jú jú, mikið rétt, hér er ég mætt því ég er VEIK!!! Þetta byrjaði allt saman á þriðjudaginn þegar mér fór að líða illa í skólanum en ég er svo hörð af mér (eins og allir vita ;)) að ég hékk þar öllum til ama... Síðan fór ég heim og fékk 40 stiga hita og gat ekki opnað augun... Eitthvað fannst mér þetta nú grunsamlegt sérstaklega þar sem ég byrjaði á því á miðvikudagsmorguninn að uppfræða hana móður mína um alveg ótrúlega Viagra neyslu tælendinga á síðasta ári... Þetta hefur MJÖÖÖG líklega stafað af einhvers konar hitamóki því ég er nú ekki vön að dreifa svona fróðleik um heimilið... :P En allavega... Nú í dag var tímamótadagur þar sem ég get staðið í fæturnar... Allir að klappa fyrir mér!!! :D En já, ég var á læknavaktinni, alveg rétt... Það var svona frekar mollulegt loft eins og oft er þarna og svo svona ein geðstyrð afgreiðslukona sem hefur örugglega átt að fá frí í dag en eitthvað skeð og hún kölluð til vinnu svo ólundarleg var þessi kona og ekki bætti úr skák þegar ég (meðtakist að ég er ekki alveg í mínu besta formi og útlitið svona SOLDIÐ eftir því... :S) í sakleysi mínu reyndi að brosa til konunnar... Það var ekki vel tekið móti þessu brosi mínu og fannst mér sem orku minni væri sóað að reyna að brosa til svona fólks... En já, síðan kemur að mér að fara inn fyrir... Það virkar nefnilega þannig, svona fyrir þá sem ekki hafa komið á læknavaktina, að maður situr frammi á biðstofu og bíður og SÍÐAN er maður kallaður upp og kellan ýtir á takka og þá kemst maður inn á svona gang þar sem maður þarf að sitja og bíða enn lengur... Skemmtilegt system... Líklega einhver ofurheilinn bakvið þetta... Eins og allt! ;) Jú jú, eins og gengur og gerist þá kom að mér að lokum og ég fer inn... Þar stendur, að því er virðist, bara nokkuð almennilegur maður og heilsar mér og kynnir sig og ég segi honum hvað ég heiti og þá er bara eins og maðurinn hafi fengið rakettu upp í óæðri endann því hann sest niður á ofur hraða og býður mér sæti og rennir svo stólnum sínum þannig að hann sitji BEINT fyrir framan mig og horfir á mig MJÖÖÖG einbeittur... "Get ég eitthvað aðstoðað þig?" Hmmm... Neeei hugsaði ég, kom bara svona að heimsækja... Jú jú, ég segi manngarminum hvað mér er á höndum, það er að segja hvernig mér hefur liðið... "Hmm... Já já, og hvað varstu að hugsa?"... ... ....???? HUGSA??? "Jahh... Ég var nú bara svona að velta fyrir mér hvað er að mér...?"... Einföld útskýring á þankagangi mínum og ástæðu þess að ég var þarna niðurkomin... "Ha, já já, Inflúensa."... Ekkert meir... Jæja... Það er bara svona... "Var það eitthvað fleira????".. Spurði svo taugasjúklingurinn sem ég kýs nú að kalla lækni... "Jahh... Ég var að hugsa hvort ég ætti að fá vottorð hjá þér núna? Helduru að ég komist í skóla á mánudaginn?"... Spurði ég, svona á báðum áttum hvort ég væri eitthvað að trufla hann... "Nei." Nei, ok... Það er ekki annað en það, bara afdráttarlaus svör hérna... En jæja... Ég fékk samt vottorð fyrir mánudaginn líka, en ég má ef ég vil hringja í hann og láta framlengja vottorðið... Sneddí... Jú jú, þannig að nú er það komið á hreint... Ég er með Inflúensu... Skemmtilegt ekki satt?
laugardagur, mars 01, 2003
Jæja þá í þetta sinn... Hringlan er VEIK!!! Trúiði þessu, VEIK!! :D Ég er samt búin að fá fullt af commentum um það að ég sé alltaf veik, og ég vil að fólk viti að ég er ekkert að plata, ég ER í alvörunni veik... Það er nefnilega tilfellið að ég held að fólk sé bara hætt að trúa mér því ég er alltaf veik... :( En jæja.. Ég ætla nú ekki að væla mikið um það að enginn trúi mér... Ég nefnilega átti alveg stórskrýtinn dag í gær... Í fyrsta lagi varð ég að vera heima vegna veikinda og komst ekki í skólann.. :( Það var EKKI gott... En svo var ég bara heima í rólegheitum að horfa á sjóbbartið og ætlaði að skreppa upp til að ná mér í eitthvað að drekka sjúklingurinn sjálfur þegar ég rak fingurna LAUST í brún á glasi sem stóð á borðinu inni í sjóbbartshebbigginu... Nema hvað þetta reyndist vera stórhættulegt hryðjuverkaglas sem ákvað í einhverju snarhasti að SPRINGA og stingast síðan FAST inn í höndina á mér... :'( Þetta var alveg hræðilegt... Það blæddi ekkert smá og ég var næstum fallin í öngvit! :D:D:D Hahhahha.. :D Skemmtilega orðað! :P En já, og síðan límdi mamma mig saman og ég er bara límd og ómöguleg og líka lasjin... Hvað er eiginlega málið??!??!?! :( En allavega ætla ég nú að reyna að jafna mig eitthvað, bryðja verkjatöflur og hvaðeina! :P En já, svo bara skemmtið þið ykkur vel um helgina, ekki gera neina vitleysu! ;) Bæjó...Í bili þó ;)