Fjas og fleira ;)

laugardagur, mars 08, 2003

Staðurinn er læknavaktin í kópavogi, stundin er um tvö eftir hádegið í dag... Þar sit ég... Alveg út úr heiminum eiginlega eins og ég er búin að vera síðustu daga og fylgist með nokkrum hræðum með ungbörn sem á að fara að skoða og svo nokkur gamalmenni með hósta... Jú jú, mikið rétt, hér er ég mætt því ég er VEIK!!! Þetta byrjaði allt saman á þriðjudaginn þegar mér fór að líða illa í skólanum en ég er svo hörð af mér (eins og allir vita ;)) að ég hékk þar öllum til ama... Síðan fór ég heim og fékk 40 stiga hita og gat ekki opnað augun... Eitthvað fannst mér þetta nú grunsamlegt sérstaklega þar sem ég byrjaði á því á miðvikudagsmorguninn að uppfræða hana móður mína um alveg ótrúlega Viagra neyslu tælendinga á síðasta ári... Þetta hefur MJÖÖÖG líklega stafað af einhvers konar hitamóki því ég er nú ekki vön að dreifa svona fróðleik um heimilið... :P En allavega... Nú í dag var tímamótadagur þar sem ég get staðið í fæturnar... Allir að klappa fyrir mér!!! :D En já, ég var á læknavaktinni, alveg rétt... Það var svona frekar mollulegt loft eins og oft er þarna og svo svona ein geðstyrð afgreiðslukona sem hefur örugglega átt að fá frí í dag en eitthvað skeð og hún kölluð til vinnu svo ólundarleg var þessi kona og ekki bætti úr skák þegar ég (meðtakist að ég er ekki alveg í mínu besta formi og útlitið svona SOLDIÐ eftir því... :S) í sakleysi mínu reyndi að brosa til konunnar... Það var ekki vel tekið móti þessu brosi mínu og fannst mér sem orku minni væri sóað að reyna að brosa til svona fólks... En já, síðan kemur að mér að fara inn fyrir... Það virkar nefnilega þannig, svona fyrir þá sem ekki hafa komið á læknavaktina, að maður situr frammi á biðstofu og bíður og SÍÐAN er maður kallaður upp og kellan ýtir á takka og þá kemst maður inn á svona gang þar sem maður þarf að sitja og bíða enn lengur... Skemmtilegt system... Líklega einhver ofurheilinn bakvið þetta... Eins og allt! ;) Jú jú, eins og gengur og gerist þá kom að mér að lokum og ég fer inn... Þar stendur, að því er virðist, bara nokkuð almennilegur maður og heilsar mér og kynnir sig og ég segi honum hvað ég heiti og þá er bara eins og maðurinn hafi fengið rakettu upp í óæðri endann því hann sest niður á ofur hraða og býður mér sæti og rennir svo stólnum sínum þannig að hann sitji BEINT fyrir framan mig og horfir á mig MJÖÖÖG einbeittur... "Get ég eitthvað aðstoðað þig?" Hmmm... Neeei hugsaði ég, kom bara svona að heimsækja... Jú jú, ég segi manngarminum hvað mér er á höndum, það er að segja hvernig mér hefur liðið... "Hmm... Já já, og hvað varstu að hugsa?"... ... ....???? HUGSA??? "Jahh... Ég var nú bara svona að velta fyrir mér hvað er að mér...?"... Einföld útskýring á þankagangi mínum og ástæðu þess að ég var þarna niðurkomin... "Ha, já já, Inflúensa."... Ekkert meir... Jæja... Það er bara svona... "Var það eitthvað fleira????".. Spurði svo taugasjúklingurinn sem ég kýs nú að kalla lækni... "Jahh... Ég var að hugsa hvort ég ætti að fá vottorð hjá þér núna? Helduru að ég komist í skóla á mánudaginn?"... Spurði ég, svona á báðum áttum hvort ég væri eitthvað að trufla hann... "Nei." Nei, ok... Það er ekki annað en það, bara afdráttarlaus svör hérna... En jæja... Ég fékk samt vottorð fyrir mánudaginn líka, en ég má ef ég vil hringja í hann og láta framlengja vottorðið... Sneddí... Jú jú, þannig að nú er það komið á hreint... Ég er með Inflúensu... Skemmtilegt ekki satt?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home