Fjas og fleira ;)

miðvikudagur, október 25, 2006

Jæja, þá er komið að því að ég skrifa aftur ;)

Þeir sem mig umgangast svona reglulega vita það að ég er búin að vera alveg ótrúlega lengi með þrálátan hósta og í gær þegar ég fór veik heim úr vinnu þa ákvað ég að nú skyldi ég koma mér til læknis og láta athuga þetta allt saman... Var farin að hafa áhyggjur af því að það væri einhver skítur kominn í lungun í mér, en það var sem betur fer ekki. En hins vegar er ég búin að vera að þjást af þrálátri barkabólgu sem er komin niður í lungnapípurnar þannig að ég varð að fá púst og á að nota það næstu tvær vikurnar til að ná þessu úr mér... Og látin vera heima í dag og verð heima á morgun líka... :S Þoli ekki að hanga heima þegar maður veit að það er fámennt í vinnunni og svona... En það er víst betra að vera heima í tvo daga en kannski að láta sér slá niður og vera frá í viku eða eitthvað slíkt... :)

Í gærkvöldi var ég bara róleg og var að horfa á sjónvarpið niðri í sjónvarpsherbergi í rólegheitum, svo var mér svo hræðilega kalt klukkan hálf tíu að ég ákvað að skella mér upp og setja hitapoka á tásurnar mínar, ætlaði að leggjast bara útaf þangað til mér væri orðið hlýtt, en neinei, haldiði ekki að ég hafi bara SOFNAÐ! Alger lúði, í öllum fötunum og alles, ekkert búin að nota pústið mitt eða neitt!! :/ Nema hvað að ég vaknaði klukkan hálf þrjú í algeru hóstakasti og klæddi mig í náttföt, burstaði tennur og tók pústið og svo sofnaði ég bara eins og engill... Það var reyndar bara fínt, gott að hvílast vel ég er búin að sofa svo illa með þennan ljóta hósta...

Nema hvað ég er búin að vera heima í allan dag og þá náttúrulega notar maður tækifærið og reynir að svona koma sér inn í hvað er að ske í fréttunum og svona og þá fór ég að lesa um þessi óhugnalegu nauðgunarmál sem eru að koma upp í miðbænum núna... Það er sko greinilegt að maður á að passa sig á þessum bæjarferðum og ALLS ekki vera ein á ferð. Þetta er þvílíkt hrikalegt að hugsa til þess að þetta sé að gerast aftur og aftur og einstaklingarnir sem eru að fremja þessa glæpi eru varla að fá nokkra teljandi refsingu fyrir það sem skaðar þá sem fyrir þeim verða fyrir lífstíð. Maður á engin orð til að lýsa því hvað þetta er hrikalegt...

En jæja, ég ætla nú að hætta þessu og óska þess að allir eigi ánægjulegt kvöld :) Veit að ég ætla að sitja í sófanum og horfa á sjónvarpið, eins æsispennandi og það hljómar :)
Þar til síðar...

sunnudagur, október 15, 2006

Jæja, það kom að því að ég tók mig til við að skrifa eitthvað...
Vantaði innblásturinn til að skrifa eitthvað en þar sem krúttlan mín í Danmörku hún Auður kommentaði og vildi fá smá blogg þá er víst ekki annað hægt en að skrifa eitthvað aðeins um það sem ég er að hafast að þessa dagana... :)
Mér finnst tíminn bara fljúga áfram eins og ég veit ekki hvað þessa dagana! Ég byrja vikuna á mánudegi og mér finnst bara eins og það sé alltaf kominn föstudagur um leið :O En þetta er bara gaman að þessu...
Ég er svo afar stolt því að ég er búin að vera svo dugleg upp á síðkastið að róa mig aðeins í djammpakkanum hehhe... Síðustu helgi fór ég í bæinn í hálftíma á laugardeginum og svo bara einkenndist helgin af því að rúnta um með hinum og þessum vinum mínum sem var BARA kósý :) Núna um helgina kíkti ég í bæinn á föstudagskveldið með henni Önnu minni og Bergdísi og það var bara alveg svaka stuð... :D En í gærkvöldi gerðist hið undraverðasta!! Ég fór ekkert út, Anna kíkti til mín og ég sat svo bara heima og kíkti aðeins á sjónvarp með bróður mínum og svo bara í rúmið :D Ég held að ég hafi svona í sannleika sagt ekki vaknað svona fresh á því á sunnudegi í mörg ár! :D Hehhe...
Annars er það margt framundan til að hlakka til... Ég er að fara í nóvember með Önnu til DK að heimsækja Auði!! Því miður kemst Dóra ekki með okkur, það hefði náttúrulega verið toppurinn, en jæja, við tökum þá bara aðra ferð eftir áramót allar saman hehe ;) En já, þessi ferð verður semsagt mín fyrsta utanlandsferð, og ég er bara þónokkuð spennt, þó að maður sé náttúrulega bara spenntastur að hitta Auði :D
Svo eru auðvitað jólin á næsta leyti :P Ég stakk upp á við mömmu að við skyldum bara skella okkur á jólamarkað í dag hehhe :D Hún var nú ekki alveg að meika það hehhehe, ekki það að þetta hafi verið sagt í fullri alvöru :D
En jæja, ég er nú að spá að hafa þetta ekki mikið lengra núna, ég skrifa aftur fljótlega ;)
Chiao :)