Já, maður veit nú ekki alveg hvað maður á að segja núna... Lífið er alveg ótrúlegt og maður veit aldrei við hverju maður á að búast... Þessir tímar eru alveg ótrúlega skrýtnir og það er erfitt að vita hvernig maður á að vera... En það er bara eitt sem ég get sagt með vissu, við eigum að grípa lífið og njóta þess meðan það er hérna, vegna þess að við vitum aldrei hvað er handan við hornið og við skulum ekki taka neitt eða neinn sem sjálfsagðan hlut... Lifa lífinu af skynsemi en njóta þess í botn og reyna að vera eins bjartsýn og við mögulega getum, þetta er það eina sem mér finnst vera eitthvað vit í í dag.
mánudagur, desember 13, 2004
fimmtudagur, desember 02, 2004
Jólin eru að koma... Með öllum sínum skemmtilegheitum! :D Mikið hlakka ég til... Annars er nú ýmislegt sem eftir er að gera áður en jólin koma, ég á eftir að taka seinna af tveimur lokaprófum sem ég fer í, útskrifast (svona ef guð lofar) og ýmislegt fleira... Ég fór í fyrra lokaprófið mitt í gær og það gekk alveg vonum framar skal ég segja ykkur... Alveg var ég ánægð með það, en ég lenti í skemmtilegu atviki þarna í prófinu, ég var í óðaönn að skrifa laaaanga ritgerðarspurningu og gekk bara svona líka vel, var hálfnuð og ennþá alveg á góðu róli, gat alveg hugsað mér að skrifa alveg helling í viðbót... Þá kemur aðvífandi einn kennaranna í skólanum mínum og byrjar bara að spjalla svona smá, þetta þótti mér soldið einkennilegt svona þar og þá, en eftir á þá finnst mér þetta bara nokkuð skemmtilegt... Maður veit þá allavega að kennararnir taka eftir manni, maður er ekki bara enn einn nafnlaus nemandinn sem sendur er út í lífið að fara að gera eitthvað og enginn veit í raun hvað hann endar á að gera... En ég held svona í sannleika sagt að ég sé alveg að fara með mig í einhverja sálræna spennu í hausnum á mér út af þessari útskrift! Í nótt dreymdi mig að ég væri stödd á útskriftinni minni og fattaði að ég gleymdi stúdentshúfunni, svo ég hleyp af stað og er komin heim til mín bara um leið og byrja að leita dauðaleit að blessaðri húfunni, en að sjálfsögðu fann ég ekki húfuna mína, hins vegar fann ég svona HUNDRAÐ gamlar stúdentshúfur frá hinum og þessum... Í lokin var ég orðin svo brjálæðislega spennt, stressuð og uppskrúfuð að ég öskraði af öllum lífs og sálar kröftum... Þá vaknaði ég og íhugaði vel og lengi hversu geðbiluð ég væri orðin áður en ég fór á fætur... Já, þetta er sannarlega undarlegt þetta líf, og nú stendur maður frammi fyrir því að maður er að klára menntaskólann, og nú á að velja eitthvað til að gera það sem eftir er... Sumir segja að við sem erum búin að ákveða okkur séum heppin, en ég verð að segja að ég er alveg jafn dauðhrædd við þetta og hver annar, jafnvel þeir sem vita ekkert hvað þeir eiga að gera, því að ég gæti líka verið að misskilja mig og velja vitlaust...? :| En ef maður velur vitlaust þá kemst maður bara að því og gerir eitthvað annað í staðinn ekki satt? :) Hún móðir mín hló nú mikið að mér um daginn þegar ég lenti í miklum sálrænum kröggum, ég sat við eldhúsborðið og hugsaði með mér að nú væri ég orðin tvítug og ég yrði að fara að GERA eitthvað... Maður er búinn að vera í skóla í 14 ár og vita alveg nákvæmlega, þetta er eitthvað sem ég á að vera að gera, vegna þess að ég VERÐ að gera þetta til að undirbúa mig undir framtíðina, en VÁ var maður að spá í því í þessi 14 ár að þessi framtíð væri svona nálæg...? Ég sver það að mér er óraunverulegt að fylgjast með fólki sem ég þekki flytja að heiman, gifta sig og vera fullorðin því ég er ekkert orðin fullorðin sjálf! Ég er ennþá bara svona unglingur sem hefur ekki einu sinni framtakssemi í sér að hengja upp mynd, ég þori nefnilega ekki að negla í vegginn því ég er sannfærð um það að það komi gat á hann! Ég meina, hvernig væri það ef ég væri að flytja að heiman og búa í minni eigin íbúð?! Það yrðu bara myndir og drasl um öll borð vegna þess að ég þori ekki að negla í vegginn og alltaf það sama í matinn því ég þori ekki að gera eitthvað nýtt því að það gæti mistekist og verið vont? Hmm... Já, ég held svei mér þá að þessar vangaveltur mínar séu farnar út í bull, en þetta er svona dæmi um eitthvað sem litla stelpan sem situr á hægri öxlinni á mér segir, síðan kemur þessi rökrétta sem situr hinum megin og húðskammar mig fyrir að hlusta svona mikið á þessa litlu, að sjálfsögðu get ég alveg neglt nagla í vegg eins og allir aðrir!! Og ég get alveg eldað mat án þess að vera hrædd um að hann mistakist! Ef það gerist, þá bara fær liðið súpu og ristað brauð og það tekst betur upp næst og maður man hvernig maður fór að því að klúðra matnum svo að maður geri það ekki aftur... ;) Já, þetta er ansi skemmtileg vangavelta... :D Annars held ég að maður drífi sig bara í það að gera eitthvað af viti, kannski ég bara skelli mér upp í herbergið mitt og negli einn eða tvo nagla í vegginn og sjái svo til bara... Ég meina, ef það kemur gat þá bara set ég myndina yfir það! ;D Later...