Fjas og fleira ;)

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Já... Mörg sækjumst við eftir því að falla inn í hópinn, þykja töff og flott... Fólk hefur ýmsar mismunandi nálganir á þetta hugtak að vera kúl, sumum finnst kúl að vera í lopapeysu, með skítugt hár og í slitnum buxum, aðrir vita ekkert meira kúl en að vera í nýjustu tískuflíkunum, alveg nákvæmlega sama hvernig þær líta út, vera alltaf með fullkomið hár og tennur og meiköppið í lagi, sumir vita ekkert meira töff en bara að vera eins og þeim dettur í hug og vera bara nákvæmlega sama um hvað aðrir eru að spá. Ég get ekki ímyndað mér að það sé einhver þarna úti sem hefur einhvern tíman ekki hugsað, ójá þetta er töff! Þess vegna er alltaf verið að reyna að höfða til okkar með hinu og þessu sem okkur þykir töff, bílar eru auglýstir þannig að það er sett sæt stelpa í flottum fötum inn í hann að syngja með eitthvað fallegt lag í undirspili, síminn auglýsir kollekt símtöl með auglýsingu sem á að vera sniðug og töff því að þar gleypir köttur mann, ansi flottar brellur þar á ferðinni, body lotion með brúnkukremi í er auglýst með konum sem eru "venjulegar" í laginu því að það er verið að höfða til okkar sem erum venjulegar konur og erum venjulegar í laginu og þetta finnst okkur flott. Einnig framleiddur hellingur af sjónvarpsefni þar sem leikarar leika persónur sem eiga að hafa einhver áhrif á okkur, hvort sem það er að vera töff, vera viðkunnalegur, vondi kallinn, fyndni kallinn, vitlausi kallinn og svo framvegis... Nú, á svona degi þar sem er svo mikill snjór að maður kemst varla út um dyrnar heima hjá sér, snjóruðningstæki eru í yfirvinnu og maður þarf ekki að fara neitt, þá hefur maður um ýmislegt að hugsa og getur pælt í hinu og þessu. Núna áðan kom þessi pæling með töffarana upp hjá mér og ég fór að spá í, hver er töffari svona í sjónvarpinu í dag og þá datt mér einn í hug, hann er svo töff að það er hallærislegt, hann er svo mikið að reyna að vera kúl að hann verður kjáni, en samt einhvern veginn þá langar mig alltaf að sjá hvaða gullkorn hrinur næst út úr honum þegar ég sé hann birtast á skjánum. Þessi ákveðni aðili er rannsóknarlögreglumaður, hann getur alltaf leyst allar ráðgátur og hann er alveg hrikalega klár og allir treysta á hann, en það sem hann gerir í rauninni langbest, það er að koma með þessar óborganlegu setningar sem allir elska, hann byrjar á því að segja nokkur orð, gerir svo magnþrungna þögn og klárar setninguna með einhverju sem er svo mikið ætlað að vera töff, að það endar á að vera alveg óendanlega langt frá því að vera töff! :D Og ég tala nú ekki um þegar hann setur á sig sólgleraugun í leiðinni, þetta er bara algerlega það sem heldur þessum þætti á lífi ;) Maðurinn sem ég er að tala um er Horatio Cane í CSI:Miami. Þessi maður er búinn að framkalla bros á mínum vörum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, enda er ég nú þekkt fyrir að vera gædd þeim undursamlega hæfileika að það er mjög auðvelt að skemmta mér :P
Allavega þá langaði mig að deila þessum áhugaverðu pælingum mínum með þeim sem enn lesa þessa síðu og ég vona að þið hafið gaman af, ég ætla að láta eitt gæðamyndbrot af þessum sjónvarpssnillingi fylgja með takk fyrir mig og hafið það gott :P
Karó