Jæja, það kom að því að ég myndi skrifa eitthvað, en það er bara búið að vera alveg brjálað að gera eins og vanalega... Við erum að mála á heimilinu því að litli STÓRI bróinn minn er að verða alvöru stór og ætlar að fara að fermast! Ég er þess vegna mikið að íhuga ferminguna þessa dagana og spá í því hvað ég var að hugsa þegar ég fermdist sjálf... þannig er nefnilega mál með vexti að það eru ekkert allir sem ákveða að láta ferma sig og svo framvegis, og það er svona eiginlega mín trú að þetta sé eiginlega aðeins of snemmt á lífsleiðinni sem maður er að taka þessa ákvörðun. Ég man þegar ég fermdist þá hvarflaði ekki einu sinni að mér að ég myndi kannski vilja sleppa því eða eitthvað þar fram eftir götunum. Aftur á móti þá sé ég ALLS ekki eftir því að hafa fermst núna og ég held að ef ég hefði kannski átt að fermast 18 ára þá held ég að ég hefði frekar áttað mig á því almennilega hvað þetta þýddi, að fermast og hvað ég var að gera. Aftur á móti á ég líka vini sem fermdust og eru ekki alveg á sama máli nú og þeir voru þá og myndu jafnvel vilja hafa sleppt því. Þannig að þetta er svosem í sjálfu sér soldið umhugsunarefni, þó ég sé nú kannski ekkert búin að eyða neinum rosalegum tíma í það að hugsa þetta :D Hehe...
Það er margt að hugsa þessa dagana, ég er að horfa á allt fólkið í kringum mig og hvað það er visst um það sem það er að gera, virðist alltaf vita nákvæmlega hvert það er að stefna og hvernig því líður en ég er aftur á móti búin að setja mér stefnu en veit ekkert hvort ég á eftir að halda þessari stefnu áfram eða hvort hún breytist aftur eins og hún er búin að gera svo oft síðastliðin ár... Maður veit ekki, ég held nú samt þegar ég pæli í því að þetta sé bara allt í lagi, maður á ekkert að vera búin að ákveða allt sem maður ætlar að gera bara strax og standa við það... Er það nokkuð?
Allavega, ég ætla ekkert að vera að skrifa neina ritgerð, ég veit alveg að það nennir enginn að lesa svoleiðis ;) Bara vildi svona koma því á framfæri að ég er ekki alveg hrokkin upp af, bara soldið mikið að gera og samt ekki hehe ...
Takk fyrir mig í bili :)