Jæja þá... Bara kominn fimmtudagur og læti... Meira að segja dagurinn að kveldi kominn... ;) Skólinn er byrjaður og það er bara alveg nokkuð ágætt... Soldið lítið að gera hjá mér núna þar sem ég er bara með 13 einingar og einn af þessum áföngum er P-áfangi, sem þýðir að ég þarf ekki að sækja þá tíma, þannig að ég er bara með 3 fög í töflu, fyrir utan útskriftaráfanga... Þetta er afar spes... :D Skrýtið samt að þar sem ég er svona strjált í skólanum og svona þá er þessi skólafílíngur ekkert að koma hjá mér... En það er bara svona... Þetta hlýtur að koma, annars er ég nú að spá í hvort ég eigi ekki að reyna að ná mér í vinnu bara og reyna að koma mér í að gera eitthvað, ég er orðin svo svakalega aðgerðalaus að ég er farin að þrífa heima hjá mér óumbeðin!!! :D Hahah... ;) Annars er það nú af mér að frétta að ég er að fara í ferðalag á morgun, förinni er heitið á æskuslóðir Næturinnar (... vá skrýtið að beygja þetta svona ;)) Já, ég ætla að fara með henni og sjá hvar hún ólst upp og þar fram eftir götunum... Ég er alveg búin að vera dugleg í dag, skrifaði langan lista um það hvað ég ætti að taka með mér og svo skrifaði ég lista yfir það í hvaða röð ég ætti að gera hlutina svo að ég ruglaðist ekki því að stundum þegar ég á að gera alveg helling fer ég að reyna að gera allt í einu og þá fer allt í rugl og ég geri bara ekki neitt!!! :D Þetta er ljósa hárið að stríða mér held ég bara svei mér þá!! ;) En já, ég held að ég fari bara að hætta þessari tjáningu... :P Ég er alveg búin að skrifa nóg held ég! :D Hehhe... Reyni að skrifa meira síðar :) Endilega fólk að hafa samband við mig um helgina ;) Ég verð ekki í bænum en alltaf gaman að heyra í fólki... ;) Gúddbæ! :D
fimmtudagur, ágúst 26, 2004
þriðjudagur, ágúst 17, 2004
Jamm, ég er alveg dugleg... NOT! En það sem hefur borið hæst á daga mína var að ég fór í brúðkaup hjá krúsídúllunum þeim Fjólu og Davíð og það var alveg endalaust fallegt og allt var svo flott!! En margir halda úti svona myndasíðum þar sem hægt er að nálgast myndir af hjónakornunum... :) Það er búið að vera alveg brjálað að gera í vinnunni, en það er alveg gaman að því bara! :D Hehhe... En skólinn byrjar í næstu viku, stuð og fjör enda er ég farin að hlakka mikið til að fara að byrja í því öllu saman aftur... Ég nenni eiginlega ekki mikið að skrifa, þetta er bara búið að vera alveg endalaust skemmtilegur tími núna í sumar og ég vil þakka öllum þeim sem hafa staðið með mér í því, og þá sérstaklega Nóttinni minni!! ;) Þetta er aldeilis búið að vera sumarið sko! :D Og nú bara tekur við meiri skemmtilegur tími, enda stoppar stuðið aldrei þar sem ég kem nálægt ;) Hahha!! :D Verið í bandi, enda menningarnótt á næstu grösum og vonandi að sem flestir verði á vegi manns niðrí bæ þá! :D Bæjó ;)