Jess my darlings...
Þvílíkt ógeðslega myglaður dagur maður! Ég held ég hafi bara aldrei áður verið svona svakalega dofin í vinnunni, maður þarf að fara að passa betur uppá að fara að sofa á skikkanlegum tíma :) Hehh... Annars var þetta svosem allt í lagi fyrir utan það að ég var bara ein með 5 börn alveg frá 4 til hálf 5 og fólk var ekkert að sækja neitt óþarflega snemma... Var alveg að klepra yfir þessu skohh...
Annars henti ég nú bara öllum greyjunum í rólu og bara ýtti og ýtti þangað til foreldraskammirnar ákváðu að láta sjá sig hahha... :D
Já, nú er verslunarmannahelgin!! Fullt af fólki að hrúgast eitthvað út á land í ferðalög og útilegur og útihátíðir og fleira :)
Ég var nú alveg ákveðin í fyrra að ég skyldi sko skella mér til Eyja núna um versló þar sem ég fór ekki í fyrra eins og ég ætlaði, en þar sem bæði peningarnir voru sko EKKI til og svo bara var nenningurinn ekki til staðar hehhe :$ Ætla að reyna að vinna upp smá svefn þar sem ég er búin að vera ansi hreint dugleg að svindla á sjálfri mér að vaka svona endalaust fram á kvöldin og svo er ég bara alltaf þreyttari og þreyttari... Hehh, svo ég ætla að koma aftur tvíefld eftir helgina alveg endalaust svakalega hress :D Hahha... Eða svona í áttina allavega ;)
Svona líka ferlega góð á því, ætlaði beint að sofa þegar ég kæmi heim en þess í stað settist mín í stuðið að tékka á hvað ég hefði fengið útborgað fyrir þrælavinnuna mína og svo endaði ég bara með því að skrifa á síðuna og eitthvað og blasta Snoop Dogg í herberginu hans bróður míns... Allt í lagi, hann er að vinna til 19 hehhe ;)
En jæja, allir hafi það gott um helgina og endilega vera í bandi við Karó sín ;) Mér finnst alltaf gaman að heyra í fólkinu mínu! :D Hehehhe
Þar til næst...
2 Comments:
eyjar 2006 er málið! við verðum góðar á því þar! díll???!!!!
Heldur betur sykurpúði ;)
Skrifa ummæli
<< Home