Fjas og fleira ;)

laugardagur, apríl 10, 2004

Jamm og já, ljúfir gítartónar frá bróður mínum flæða um eyru mín... Eða eitthvað svona ljóðrænt... Ég get eigi orða bundist... Ég er bara búin að taka algerann viðsnúning... Ég sat hér nákvæmlega í gærkveldi að spæla mig alveg hryllilega á ákveðnum aðila og hugsaði með mér, já, svona er bara karlkynið... En í kvöld sit ég hér og viti menn, ég tók kast áðan og hringdi í fólk sem er mjög spes, tjáði mér skemmtilegar tjáningar um fegurð mína! :D Og já, það var bara mjög sérstakt og skemmtilegt samtal.. Fyndið hvernig lífið virkar! :D En já, ég held að ég hætti seint að koma sjálfri mér á óvart! Það er alveg ótrúlegt upp á hverju ég tek og nú er ég bara sátt... Held bara að ég geti með sanni sagt að ég hef tekið upp mitt hefðbundna góða skap og er bara mjög hress.. Enda var mín búin að segja ykkur að þetta kæmi sjaldan fyrir að ég væri svona skrýtin í skapinu eins og ég var í gær, eins og má einnig sjá á bloggi gærdagsins... Já, og það er bara ágætt enda las ég bloggið líka yfir áðan og hugsaði sannarlega með mér meðan ég skellti aðeins upp úr innra með mér... Hvað VAR ég að pæla?! :D En eitt heilræði áður en ég hætti að bulla, ekki láta einhverja eina manneskju hafa þau áhrif á ykkur að þið verðið óstarfhæf, það er ekki sniðugt og maður á ekki að gera það... Lífið er til þess að lifa því og ef einhver vill ekki vera hluti af ykkar lífi þá er það þeirra missir vegna þess að þegar öllu er á botninn hvolft þá er það það sem við sitjum uppi með þegar við verðum gömul og krumpuð, eyddum við lífinu í að spæla okkur á þessu leiðinlega fólki, eða litum við á björtu hliðarnar og lifðum virkilega lífinu?! ;P Ég bið að heilsa ykkur í bili með þessum djúpstæðu pælingum mínum og vona að þið hafið það ÖLL virkilega gott! :D Bæjó :*

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home