Já ok.. Ég stenst það alls alls ekki að blogga núna... Ég var að læra, tók smá ákvörðun að fara niður og kíkja á American Idol, ég sá þetta síðast og OK! ég vorkenni Jennifer Hudson alveg hryllilega að hafa dottið út, það var þvílík synd að hún skyldi detta út síðast, hún er FRÁBÆR söngkona og hún átti alls ekkert að detta út... En það er annar aðili í sambandi við þessa keppni og það er John Stevens... Ok, ég veit að þeir sem eru að lesa þetta og horfa ekki á idol eru bara WHAT en það skiptir ekki máli... Grey strákurinn er bara 16 ára og hann er algert krútt og allt það og ég dýrka hann svo mikið... En hann KANN EKKI AÐ SYNGJA... Hann er kosinn áfram út á krúttleikann og ef hann dettur ekki út í kvöld þá er þetta eitthvað skrýtið, ég vona svo sannarlega að bandaríska þjóðin sjái að sér og kjósi greyjið út vegna þess að já, það er verið að tala um það ENDALAUST að hann kunni ekki að syngja, hann veit það eflaust alveg sjálfur að hann heldur varla lagi... Og það eru ALLIR að tala um það hvað hann sé hryllilega lélegur... Hann er fastur þarna inni í þessari keppni og er kominn þetta langt og hann veit alveg örugglega sjálfur að hann á ekkert heima þarna... En vá! Pælið í hvað það hlýtur að vera leiðinlegt fyrir hann... Svo hjálpar ekki hvað hann er ótrúlega ungur grey kallinn... En hann er alger dúlla og mér þykir hann mjög krúttlulegur í allan stað ;) Þessu varð ég bara að koma frá mér... Ég fór til tannlæknis um daginn og það voru allir búnir að tjá mér það að ég YRÐI að fá deifingu svo að ég ákvað að taka mig til og fá ekki deifingu.. Hann þurfti sko að bora... :S En það var soldið vont í smástund og svo var það bara búið og kosturinn við það að ég lét ekki deyfa mig var að ég slefaði ekkert mikið eftir á! :D Hahahha... Það er mikill plús ;) En ég er að lesa á fullu fyrir próf núna, mikið bara að pæla í íslenskuprófinu sem er yfirvofandi á mánudaginn, ég er ekkert smá kvíðin svo að ég ætla bara að hætta að tjá mig hérna, þangað til ég er búin í prófum... Margir af vinum mínum voru að taka bara síðasta daginn sinn í menntaskóla í dag... Skrýtin tilhugsun það, ég þarf að gera það um jólin næstu... Mér þykir það mjöööög undarlegt enda þykir mér mjög vænt um skólann minn, þetta er fyrsti skólinn sem mér hefur liðið alveg rosalega vel í, og vil helst bara ekkert fara ;) Þeir sem sakna mín mega alveg hafa samband, svona meðan prófatíminn stendur yfir! :D Senda mér sms eða hringja í mig jafnvel ;) Hef náttúrulega bara gaman af því ;) En jæja elskurnar! :D Þið talið við mig vona ég ;) Og endilega skrifa tjáningu á Tag-boardið ;) Enda er ég svo skemmtileg! ;D (Taka aðeins egóið á þetta ;)) Hehhe... Bæjó í bili :D
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home