Fjas og fleira ;)

laugardagur, apríl 10, 2004

Jiiiii.... Mygla er eina orðið sem er einhvers staðar nálægt því að lýsa því hvernig ég lýt út núna... Er búin að fara að bera út í rigningunni og svo fór ég áðan út að kaupa tyggjó og hvað það er bara SAMA frussrigningin og var áðan... Alveg magnað og ég er bara með maskara um allt og eitthvað vesen mar... :O Suss... En ég tók mig nú ágætlega út uppi í búð, í brúnum anorakk sem er ALLT of stór á mig og rennandi blaut... Mjööööög spes skal ég segja ykkur, enda fékk ég margt skringilegt upplitið þegar ég datt þarna inn úr bleytunni... :P Já, í dag er búinn að vera ágætis dagur, ég fór í Kringluna með foreldrum mínum sem var mjög sérstök upplifun... Byrjaði nú á því að skipta við þau liði því þau ætluðu í bónus og ég nennti nú engann veginn að vera að hanga þar, en ég skellti mér í búð þar sem ég vakti hvorki meira né minna en umræður um hvað ég væri KRÚTTLEG!! :D Hahahha... Það var vægast sagt AFAR spes! :D Svo fór ég með foreldradúllunum mínum að kaupa fermingargjöf handa frænku minni sem mér finnst ennþá furðulegt að sé að fermast því að mér finnst að hún sé ennþá svona 8 ára ég sé hana svo sjaldan! :D Já, svo fórum við í búð sem dílar með myndavélar því að það átti víst að vera eitthvað að myndavélinni okkar, allavega sögðu þau hjónin mér að gripurinn virkaði ekkert... Jújú, við skelltum okkur þarna í búðina og þar er að afgreiða stúlka sem svo skemmtilega vill til að er með mér í íslensku í skólanum, og hún mælir batterýið okkar og segir það vera alveg 60% heilt og að það eigi alveg að virka... Ok, svo hún stingur uppá því að við festum kaup á filmu og faðir minn hleypur til og finnur filmur í búðinni... Stúlkukindin rífur upp pakkann og skellir filmunni í og svona til að tékka á því hvernig myndavélin bregst við, mjög almennileg elsku stúlkan, nema hvað að MYNDAVÉLIN VIRKAR ALVEG FÍNT!!!!! Og pápi minn verður afar kindarlegur og mútta mín sprakk úr hlátri og já... Umrædd stúlka tók þessu afar vel og hló að öllu saman og ég hugsaði með mér, já, svona er líka skemmtilegt að fara með þeim í búðir... :D Já, lífið er fyndið... Hér sit ég að hlusta á lag með David Gray sem heitir Caroline... Mjööög skemmtilegt... :D En já, ég er nú bara hress með lífið í dag... :) Nú ætla ég að hætta... :P Blessó.... :D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home