Já, ég hreinlega VERÐ að monta mig aðeins, fór í gær að sjá Atla ,,litla" bróður lesa í upplestrarkeppni í skólanum sínum og litli snillingurinn varð í öðru sæti!! Sem þýðir að hann er að fara að lesa í stóru keppninni milli skólanna í kópavogi núna á fimmtudaginn að viðstöddum bæjarstjóra og fínheitum hehe :P Ekkert smá stolt af gaurnum.. Verð líka að segja að mér fannst alveg ótrúlega magnað að sjá hvað þessir krakkar eru óhræddir við það að standa upp og lesa fyrir framan fólk bara 12 ára, ég hefði ekki þorað þessu á þessum aldri! :)
Takk fyrir mig og bless :P
3 Comments:
Vá ekkert smá flott frammistaða hjá honum! skil vel afhverju þú ert montin! ;)verður spennandi að sjá hvernig fer á fimmtudaginn :)
Til lukku með bróðir þinn, heyrumst/sjáumst á msn:) knús HM
takktakktakk :P ég er voða hress með strákinn.. :) náttúrulega mest virði líka bara að taka þátt, góð reynsla sko ;)
Skrifa ummæli
<< Home