Fjas og fleira ;)

miðvikudagur, mars 01, 2006

Jæja börnin góð, þá er ég komin í háskólabíó að bíða, eins og vanalega á miðvikudögum.. Uss, ekki best, en ég ætla mér að fara í tíma núna sko, vera dugleg hehe.. Eða eitthvað þannig..
Annars er nú frekar langt síðan ég hef skrifað hér svo að ég ákvað að velja eitthvað eitt sem ég gerði og segja það og annað getið þið bara spurt mig um beint ef þið viljið eitthvað vita hvað er að ske hjá mér ;)
Ég fór í partý hjá henni Rögnu á laugardaginn og það var bara alveg geggjað stuð, alltaf gaman að hitta fólk og skemmta sér, ekki nóg með það að ég hafi farið heldur fór ég líka í kjól! Magnað alveg, er nú að spá að fara að taka mig á og ganga oftar í kjól, það er bara soldið gaman sko heheh.. :P Vann held ég af mér kjólagenið bara þegar ég var lítil enda skipti ég um kjól á hálftíma fresti og mamma var alveg að verða vitlaus á þessu barni sem skildi eftir sig heilu kjólahrúgurnar á hverjum degi hehe :P
Já, í dag er miðvikudagurinn 1. mars og ég gerðist svo fræg að kaupa loksins ljósritaða heftið sem ég átti að kaupa fyrir félagslega stöðu í byrjun misseris, konan í háskólafjölritun hafði nú á orði að ég væri soldið seint á ferð að kaupa þetta, en svona er það þegar maður á engan pening þá getur maður ekki keypt neitt.. Þannig virkar það hjá okkur stóra fólkinu.. :)
Annars held ég að maður sé allt of upptekin af því að eiga peninga, ég fór að skoða yfirlitið mitt fyrir febrúar og það voru 5 færslur af debetkortinu sem voru ekki eitthvað nauðsynlegt svona eins og strætógjald eða eitthvað þannig.. Og tvær voru fyrir inneign sem ég persónulega myndi kalla nauðsyn, en það er nú bara þannig, ég ætla ekki að segja að það sé nauðsynlegt fyrir ALLA að eiga inneign, bara mig ;)
Miðvikudagar eru soldið merkilegir dagar fyrir mér.. Það þykir eflaust einhverjum hlægilegt, en þetta er bara staðreynd, málið er það að þá er mánudagurinn ljóti og þriðjudagurinn búinn, og vikan er rúmlega hálfnuð um leið og maður mætir í skólann, og það er ekkert smá fín tilfinning, á miðvikudagskvöldi kemur alltaf smá föstudagsfílingur í mig.. Spes? Já, frekar en það er nú bara þannig með mig að ég er frekar spes, sættið ykkur við það eða hættið að lesa síðuna mína ;) Your choice ;) Hehe.. Á fimmtudögum þá er eiginlega bara komin helgi hjá mér og ég er ekkert í skólanum á föstudögum þannig að þeir fara eiginlega ALLTAF í eitthvað rugl hjá mér, sem er mjög slæmt þar sem ég ætti að vera að nýta tímann í að læra, en ég geri yfirleitt barasta eitthvað ALLT annað en að læra á föstudögum, frekar horfi ég á sjónvarp eða dunda mér eitthvað, sauma og set á mig andlitskrem og lakka neglur og fleira skemmtilegt, merkilegt hvað maður er lagin við að sóa tímanum algerlega hehe..
En svona er lífið og ef maður vill breytingar verður maður að standa fyrir þeim sjálfur, það gerir það enginn fyrir mann.. Ljótur sannleikur en sannleikur samt :)
Um helgina er planið að vera heima og horfa á idol á föstudaginn og svo á laugardaginn að kíkja í afmæli til Sigga hennar Eyglóar, svona fyrst þau voru svo sæt að bjóða mér :)
Ég ætla að reyna að vera eins róleg og ég mögulega get, en þið þekkið mig, það er sjaldan það sama uppi á teningnum þegar helgin er gengin í garð eins og áður en helgin byrjar :)
EN í dag er sko enginn venjulegur miðvikudagur, ónei það er nefnilega öskudagur!! Í gær var sprenidagur og í fyrradag bolludagur... Þessir þrír dagar í febrúar eru yfirleitt frekar brjálaðir, maður borðar allt of mikið og það er brjálað að gera í kringum þetta allt saman þó það sé nú reyndar bara eitt barn á heimilinu orðið sem er á þeim aldri að vilja fara í búning á öskudaginn og ætli það verði ekki liðið hjá á næsta ári, þá verða allir orðnir svo stórir og fullorðnir að við eyðum þessum degi í að fylgjast með uppáklæddum börnum hlaupa um bæinn með það markmið að syngja og fá nammi fyrir og munum hvernig það var að vera svona lítill og áhyggjulaus.. Gaman að því hehe :)
Annars held ég nú að ég segi þessa tjáningu búna, batterýið í tölvunni er að deyja á mig svo að ég ætla að skrifa meira síðar, kannski bara þegar ég kemst í innstungu ;)
Ciao...

3 Comments:

At 1:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vó þú kemur alltaf með almennilegar færslur skvísa! :P en já er sammála með kjólana.. maður er alltoft lítið í kjólum! þurfum að taka upp svona kjóladag þar sem við skutlurnar erum í kjólum og rosafínar! ;) getum gert það einhvern tímann í saumó...

 
At 1:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

nákvæmlega ;D mér lýst heilmikið á það sko :P já, maður skrifar mikið þegar maður er ekki búin að skrifa lengi ;)

 
At 12:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvað var bróðir þinn á öskudaginn?? Kveðja Hafrún

 

Skrifa ummæli

<< Home