Jæja, það kom að því að kæmi tjáning... Hehe, þannig er að ég er búin að þjást af svo svakalegri sinaskeiðabólgu að ég ákvað að ég skyldi ekkert vera að skrifa mikið á tölvuna, frekar en ég þyrfti þar til þetta gengi allt saman yfir... :)
Það er nú ekkert brjálæðislegt búið að gerast síðan ég skrifaði síðast, ekkert sem breytir lífi mínu stórlega eða neitt þannig, ég er ekki búin að flytjast eitthvert annað eða skipta um skóla... Hehe...
Á fimmtudagskvöldið þá fórum við Sigga ásamt nemendafélaginu okkar Hendingu á smá djamm á Póstbarnum, það var alveg brjálað klikkað stuð og ég skemmti mér alveg óskaplega vel, svona þrátt fyrir að maður hafi ekkert mikið verið að tala við þau sem mættu og voru heyrnarlaus, manni finnst maður ekki alveg hafa kunnáttuna í það að tala mikið, erfitt að koma saman setningum og svona... En samt var þetta alveg ofsalega gaman að hittast svona... :)
Á föstudaginn fór ég ásamt Önnu á Októberfest hjá Háskólanum... Þar hittum við Auði í góðu stuði og síðan sá maður hinn og þennan, suma sem mann langaði að sjá og aðra sem mann langaði alls ekki neitt að sjá... Þetta var alveg massa stuð þrátt fyrir að maður hafi verið orðin ansi drullugur á fótunum og það var farið að rigna inni... Hehe... Þetta var skondið kvöld... Þegar við eiginkonurnar vorum búnar að fá nóg af þessari stemningu ákváðum við að skella okkur í bæinn og kíkja aðeins á hvernig lífið væri þar... Leiðin lá á Hressó þar sem við rákumst á gamlan vin og spjölluðum aðeins við hann um daginn og veginn en síðan ákváðum við að kíkja á Sólon af því að sjálfur Páll Óskar átti að vera DJ þar á eftir hæðinni og þar var sko brjálað stuð... Dönsuðum af okkur lappirnar ásamt Símoni og Palla vini hans og síðar bættust Kalli og Úlli við í hressileikanum... Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt kvöld og ég get svarið að ég var líka svo mygluð í samræmi við það á laugardeginum að ég ætlaði ekki að hætta mér út!! En jú, ég setti bara á mig sólgleraugu í myglunni og tölti með foreldrunum til ömmu og afa og síðan í kringuna, kalla þetta dugnað :P
Í morgun fór Atli litli bróðir í ferðalag og kemur ekkert aftur fyrr en á föstudaginn! Jiii.... Bjóst ekki við því en ég átti alveg bágt með mig að kveðja hann í morgun litla krílið mitt... :O En hann kemur aftur og þá verð ég kát og hress... :D
Fór í gærkvöldi til að ná í tíkalla fyrir kallinn til að fara með því að þau mega ekki vera með GSM síma, en það er tíkallasími.. Ég var ekki uppáhaldið í sjoppunni þegar ég bað gelluna um að skipta 500 kalli í tíkalla!! :D En maður getur víst ekki alltaf verið uppáhaldið ;)
Nema hvað.. Nú er maður bara að fara að byrja að læra alveg á hundrað þar sem er framundan alveg einstaklega mikilvægt próf sem ég vil svona HELST að mér gangi vel á :) Svo að á þeim nótunum ætla ég að hætta þessu bara í dag og fara að kíkja í bók...
1 Comments:
jáhh karó bara að fara að græða peninga ;)
Skrifa ummæli
<< Home