Fjas og fleira ;)

mánudagur, október 03, 2005

Já, þetta er merkilegt líf...
Ég er orðin svo menningarleg að ég er farin að lesa fréttir á netinu... Og núna áðan komst ég að því hvað það er mikilvægt að ná því að lesa fréttirnar um leið og þær berast á netið...!! Þannig stendur á að ég skelli mér inná bókhlöðu hérna í hádeginu mínu, ehemm ekki að læra eða þannig hehe, nema hvað að ég kíki á mbl.is og hvað verður á vegi mínum nema bara frétt frá því í morgun þar sem sagt er að klukkan 9 í morgun hefði maður líklegast geta séð sólmyrkva frá Reykjavík...!! Ég hefði nú líklegast beint glyrnunum upp á við ef ég hefði nú vitað þetta svona þar sem ég var að hafa fyrir því að dratthalast á fætur svona óguðlega snemma í morgun... Það held ég allavega... Þetta er rosalegt, þó var sólin ekki alveg myrkvuð heldur skilst mér að maður hefði séð sólina myrkvaða að svona 50% !! Jáhh, svona er þetta magnað... :D
Það er ekki það eina merkilega, ég tók ákvörðun um helgina að byrja að vera dugleg að safna minningum á myndir, þ.e. nú er ég að verða þessi óþolandi gella sem er alltaf að taka myndir, en það er fínt því í framtíðinni þá geta allir komið til mín og séð hvað þeir voru fagrir á yngri árunum :D
Það er nú soldið merkilegt að slysast til að hitta á fólk sem maður umgekkst mikið svona á tímabili og þekkti orðið heldur vel og það er svona líka vandræðalegt að heilsa manni...? Skrýtið... Ég held nú að ég sé ekkert svakalega rosalega skerí? Eða hvað? Jæja, það er svona bara stundum skilst mér...
Æ annars nenni ég nú eiginlega ekki að skrifa meira þar sem ég hef bara ekkert gáfulegt að segja, sjáum hvort maður finnur ekki eitthvað einstaklega bræt að skrifa hér bráðlega :P
Ciao

2 Comments:

At 1:24 e.h., Blogger Anna Katrin said...

þútt so klár ;)

 
At 4:30 e.h., Blogger Karo said...

Hahha.. veit það nú ekki ;) er að reyna að vera málefnaleg ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home