Fjas og fleira ;)

föstudagur, janúar 23, 2004

Jæja, þetta er nú bara orðið svona föstudagsblogg hjá mér, Byfi tekst alltaf með ráðum og dáð að gabba mig í tölvurnar sem er nú gott þar sem ég er ekki með netið heima þessa dagana og verð ekki fram að mánaðarmótum (sem er nú stutt í) og þá get ég kíkt á póstinn minn... :) Merkilegt nokk... Maður áttaði sig samt aldrei á því hvað maður er háður netinu fyrr en það var tekið af... Ég var nú bara algerlega handalaus og vissi ekkert hvað ég átti af mér að gera í gær þegar ég var búin að öllu og ekkert var í sjónvarpinu svo að ég tók barasta upp á því að spila tölvuleik til að hafa eitthvað að gera :$ Hehhe... Allt til að þurfa ekki að læra heima eða taka til ;) Hahahha... :D Já, annars er nú ósköp fátt að frétta af mér nema hatrömm kapphlaup mín við blaðberann sem ber út "hitt blaðið" en hann tók uppá því í gær að vera búinn á undann mér í mínu hverfi og keyra svo framhjá mér og vinka mér... Hahh... En ekki nóg með það heldur var ég að labba svona í rólegheitunum í morgun, bara að bera út eins og sakleysinginn sem ég er, nema hvað þá kemur gaukurinn valhoppandi og skrækir: "Góðann daginn!!!!Hvað segir þú gott?!??!?!" Ég bara jæja vinurinn sko... Hehhe... Og svo rakst ég líka á geggt kúl svona skeiter náunga í einni forstofunni... Hahha... :D Það var mjög fyndið... Hann heilsaði mér voða kurteis og var eitthvað að ræða við mig um hvort það væri nú ekki gaman að bera út blaðið og svona á meðan ég var að raða blöðunum í póstkassana... :D Þetta lífgaði ögn upp á blaðburðinn....:P En já, nú ætla ég að hætta, ég er ekki búin að lesa fyrir enskuna...Ég reyni bara að skrifa þegar ég get! :D Bæbæbbææbæbæbæ :P

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home