Vúff... Sigfús búinn að vera að láta illa síðastliðnsa daga, en nú er hann búinn að jafna sig og ég get skrifað aftur... Hehe... Þetta er nú búinn að vera skemmtilegur dagur í dag, reyndar vaknaði ég DÁIN í morgun því ég var svo þreytt, málið var það að ég var svo andvaka í nótt... En þá veltur upp önnur spurning sem ég hef verið að velta fyrir mér núna síðan í gærkveldi þegar ég lá og beið þess að missa meðvitund... Sko, þegar maður á erfitt með að sofna þá er maður ANDvaka... En ef maður er AND-VAKA er maður þá ekki sofandi????? Ég meina, AND þýðir svona yfirleitt "öfugt við" og öfugt við að vaka er að SOFA!!!!!!!!! Það vantar nýtt orð... Svona eins og svefnvana eða eitthvað bara... Þetta er allavega ekki alveg að meika sens hérna! :D En já, ég átti að sækja stundatöflu í dag, í góðum fílíng... Skrepp mér í skólann, og fyrst af öllu heldur rektorinn okkar þessa hefðbundnu ræðu sem alltaf er í byrjun skólaárs um hvaða kennarar eru nýjir, hvað hann sé nú stoltur af okkur nemendunum og svo að lokum bætti hann því við að nú ætti að koma á samræmdum stúdentsprófum... :S Sem ég er alveg skíthrædd við því allt sem byrjar á SAMRÆMT boðar ALDREI gott!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! ;) En nú jæja... Síðan er það næsta vandamál og það er að ná í stundatöfluna, því þegar maður er í svona frábærum skóla eins og skólanum mínum þá má ekki við öðru búast en að aðrir krakkar sem eru að skríða af stað út í lífið taki eftir yfirburðum umrædds skóla og þar af leiðandi FARI þangað... Eðlileg orsök þessa er að það er fullt af fólki í skólanum mínum og þegar öllu þessu fólki er settur 30 mínútna tímarammi til að standa í röð þar sem maður á að vera í stafrófinu og bíða þess þolinmóður að mega sýna kvittun fyrir skólagjöldum gegn því að fá gripinn afhentann þá er ekki við öðru að búast en að það myndist smá örtröð... Jú jú, ég komst að fyrir eitthvað skemmtilegt kraftaverk og fékk stundatöfluna mína upp í hendurnar, bara nokkuð ánægð með það, ekkert á töflunni sem var það svakalega óásættanlegt að ég þyrfti að fara í töflubreytingu eða neitt, þá var nú komið að næsta hluta dagsins... Úff... Og það var sko að fara og hitta konuna sem enginn þolir, konuna sem allir eru hræddir við og óttast! :D En jú jú, ég lét mig hafa það að koma mér af stað og vitja þessarar konu, í von um að þetta yrði allt í lagi.. Og viti menn!!!!!!!!! Ég hef SJALDAN verið eins heppin!!!!!!!!!!!!! :D:D:D:D Vondasti kennarinn röltir inn í stofuna og tilkynnir okkur það að ÞVÍ MIÐUR sé hún bara með svo mörg mikilvæg verkefni að hún bara hreinlega GETI ekki verið umsjónarkennarinn okkar lengur!!!! :D OG ekki nóg með það heldur fékk ég YNDISLEGANN kennara í staðinn!!!!!!!!!!!! Já, ég var bara nokkuð ánægð með þessi umskipti... Akkúrat þegar ég er alveg að vera svakalega hamingjusöm tók ég nú bara eftir því að það hefur VISST fólk bæst í umsjónarbekkinn minn... Hehehhe... Já, segjum bara ekki meira um það. :P En já, svo er ég búin að bjóðast til að fylgja föður mínum í áttræðisafmæli hjá afabróður mínum sem ég hef ekki séð ótrúlega lengi, en svo er mér bara tilkynnt að hann sé nú ekki sá eini sem ég eigi eftir að hitta þarna sem ég hef ekki hitt lengi, ónei!!!! Ég er að fara að hitta einhvern strák sem ég var víst svo svakalega góð við á LEIKSKÓLA!!! :D Vitanlega man ég ekki neitt eftir þessum tiltekna aðila, en það verður nú skemmtilegt að hitta hann aftur! ;) En nú jæja... Ég ætla bara að fara að koma mér í að taka mig eitthvað til ef ég ætla að fara að hitta þetta fólk... Svo er líka skóli á morgun og svona! :D Hevví skemmtilegt maður! ;););) En já, ég skrifa svo fljótt aftur! :D Þegar ég hef tíma það er að segja! ;) Bæ í bili! :*
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home