Já, þetta er ekki sniðugt, ég er komin langleiðina með að hósta úr mér lungunum... Hehh... ég get sagt ykku það að ég er orðin ansi þreytt á þessari flensu... Ég fór til læknis í dag og hann hæddi mig fyrir það að ætla að spyrja hann hvort hann vildi taka strok úr hálsinum á mér og athuga hvort ég væri nokkuð með streptokokka (veit nú ekki alveg hvernig það er skrifað samt :$ Hehh ;P) En já, og svo bara sagði hann mér að fara aftur heim og pakka mér inn og fara ekki út á morgun og að ég ætti að hugsa mig um hvað ég ætlaði að gera í framhaldinu og svo fór hann að röfla um það að það kæmu aldrei upp mislingar þessa dagana þar sem allir eru bólusettir og síðan sagði hann mér að hann ætti son sem er fæddur '73 og að hann hafi fengið mislinga og svo að það hafi verið einn faraldur af rauðum hundum um '78-'79... Einstaklega upphefjandi samræður ;) Hahha... Ég lendi alltaf á svona skrýtnum læknum... Eins og síðast þegar ég fór út af inflúensunni þá lenti ég á einum sem sagði mér það að ég væri með inflúensu og þegar ég spurði hann hvað ég ætti að gera þá spurði hann mig hvað MÉR finndist að ég ætti að gera!! :| Já, þetta er svo sannarlega skemmtilegt líf :D En jæja, ég er hætt, en vá hvað ég er stolt hvað ég er búin að vera dugleg að blogga! :D
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home