Jáhhá... Ég var búin að skrifa langa ræðu um það hvað það væri ótrúlega leiðinlegt að vera með flensuna og hvað ég hefði það ofsalega mikið á tilfinningunni hvað ég væri ótrúlega leiðinleg og óáhugaverð þegar ég er lasin... En svo fór ég að skoða þetta aðeins nánar og hugsaði nú með mér að ég vil ekki gera neinn þunglyndann ef einhverjum skyldi nú detta það til hugar að lesa þessa þvælu mína svo að ég strokaði út ræðuna og hugsaði með mér að það væru allir leiðinlegir þegar þeir eru veikir, það er bara náttúrulegur réttur og maður þarf ekkert alltaf að vera endalaust hress og tilbúinn með eitthvað sem fólki gæti þótt áhugavert til að segja... Þannig að ég ætla bara að skrifa betur þegar ég hef meira skemmtilegt og áhugavert að segja, en endilega verið nú í bandi við mig svo að ég hafi eitthvað að segja, því að það eina sem mér er að detta í hug þessa dagana eru söguþræðir úr hinum ýmsustu sápuóperum sem ég hef dottið inn í á þessum veikindadögum mínum og það er ekkert sem neinn heilvita maður vill vita um :P Ok, bæ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home