Fjas og fleira ;)

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Já, nú verð ég eiginlega að tjá mig smá, ég nefnilega sá í dag Fahrenheit 9/11 sem ég er búin að ætla mér að sjá alveg heillengi... Ég hef nú ekki verið þekkt fyrir það að vera á móti Bandaríkjunum enda ansi mjög vel amerísk eitthvað í mér og þekki fólk sem býr þar, bæði ættingja og alveg einstaklega vel liðna einstaklinga í bland ;) En ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir að mikið af hátt settu fólki hjá mér búi þarna þá varð mér bókstaflega illt að horfa upp á þetta, heilaþvotturinn er slíkur og þvílíkur þarna og þetta er svo ótrúlega spillt að það er erfitt að horfa upp á slíkt... Ég hef nú sjaldan verið þekkt fyrir að vera pólitískt þenkjandi eða eitthvað svakalega mikið að spá í þessum hlutum, en ég verð að segja að þetta breytti mjög sýn minni á þetta samfélag þarna vestra... Allavega, það var bara pælingin, nú er ég hætt! :) Later..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home