Fjas og fleira ;)

laugardagur, mars 20, 2004

Já, í dag er góður dagur, fuglarnir syngja, þó sumir geðsýkislega mikið eins og ákveðinn fugl í morgun sem ég og bróðirinn vorum sannfærð um að væri lofthræddur og að kalla á hjálp... En hvað um það... Veðrið er dásamlegt og í hausnum á mér sönglar It's a beautiful day... Alveg er þetta frábært sko! :D Já, ástæða þessarar brjálæðislegu hamingju er það að ég var að halda fyrirlestur í klukkutíma, sem var bara hálftími í gær og það er sko þungu fargi af mér létt, mér líður eins og ég svífi um sko.. Það er búið að hræða okkur svo hræðilega út af þessum fyrirlestri síðan við byrjuðum í skólanum í haust og nú er þetta allt saman búið!! :D JEIJ!!!!!!!! Og bara tæpur hálfur mánuður í páskafrí mar og svo er ammiliveisla hjá SUMUM eftir fjórtán daga í dag... Jeminn hvað það verður nú skemmtilegt mar! :D Hahhaha... En hins vegar er eiginlega allt skemmtilegt í dag, meira að segja bróðir minn sem situr yfir mér og syngur sama lagið aftur og aftur og aftur OG AFTUR OG AFTUR OG AFTUR OG AFTUR..... En ég er ekkert orðin pirruð því að ég er í svo góðu skapi að það getur ekkert spillt fyrir allavega í bili... :D Já, svona er lífið líka skemmtilegt... Já, svo er bara að hafa gaman að helginni, lítið að læra og svona... :D Nú er ég í því að endurhlaða batterýin... Það er alls ekki nógu sniðugt að stressa sig svona, ég bara var algerlega búin í gær... :S En nú er ég hress.. Og það er sannarlega plús... :D En nú ætla ég að fara að reyna að athuga hvort ég finn ekki einhver föt á mig... Það er nebblega svo sniðugt að vera ekki í náttfötunum allan daginn sjáið til, en ég skrifa meir síðar :P bæbæbæbæbæb :D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home