Fjas og fleira ;)

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Já, þetta er búinn að vera afar undarlegur dagur svona hingað til þó að klukkan sé aðeins hálftólf... :S Mér líður bara alls ekki nógu vel og ég held að það sjáist líklega smá á mér, ég á að fara í þrjú próf í dag... OG ég tók mig til og lærði sama og EKKI NEITT!!!! (Ehm... Ef þú ert að lesa þetta pabbi þá er þetta hreinn og klár uppspuni frá rótum :S) En allavega þá fór ég í eitt próf í morgun og gekk bara nokkuð vel og ég býst við að mér eigi eftir að ganga alveg ok í hinu sem er í síðasta tímanum mínum, EEEEEEEN ég veit hins vegar ekki alveg hvort ég á nokkuð eftir að fá fyrir hitt prófið....... Ég er algerlega að klúðra þessum áfanga sko, enda skil ég ekki alveg af hverju ég er að taka hann, þar sem ég þarf þess alls ekki, en ef ég fell í þessum áfanga þá verð ég bara að taka einn áfanga í viðbót á næstu önn en það þýðir að ég mun vera með 10 einingar sléttar... Hugsið ykkur... Alveg er þetta magnað....... Annars var þetta mjög skrýtið í morgun, við fórum að bera út og ég skrapp inn í litla sæta hverfið mitt en það var alveg stórfurðulegt að allann tímann leið mér eins og það væri einhver að elta mig, þó var það ekki gaukurinn sem ber út hitt blaðið, en hann var greinilega búinn að koma þar sem það blað GUBBAÐIST út úr öllum lúgunum... Furðulegt... Ég held að ég sé bara að verða eitthvað tjúlluð! ;) Á morgun hefjast lagningardagar, og ég er alveg rosalega hress með það, ég hlakka ekkert smá mikið til þegar þessi dagur verður búinn, enda eru þriðjudagar svo hræðilegir í mínum augum... :S Anyways þá er ég stödd í íslensku núna, á að vera að vinna núna en ég er bara ekkert að nenna því, og svo er náttúrulega ekki hægt að draga upp bók úr allt öðru fagi og fara að lesa í henni, það væri BARA halló!!!! Já, ég er farin að hlakka all svakalega til að komast heim, þá ætla ég sko að fá mér eitthvað gott að borða og vera hress og kát... :) Ég var alveg UNDARLEGA hress í gær, og ég held að smá leifar af þessum svakalega hressleika sitji enn í mér svona smá þó að það sé nú ekkert teljandi sko... :) Bara svona pínulítill púki í mér kannski!! :D Hann verður eflaust meira áberandi um leið og ég verð búin í skólanum, en þá verður GAMAN!! :D Jæja, annars ætla ég bara núna að fara að skrifa smá e-mail og svona og svo bara skrifa ég hér síðar, annars er ég ekkert smá stolt af því hvað ég er búin að vera svakalega dugleg að skrifa núna! :D Alveg að brillera! :D Bæjóbæjóbæjó! :P

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home