Fjas og fleira ;)

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Já jólin og áramótin komu og allt tiltölulega slysalaust :) Mjög næs tími og alveg hrikalega kósý... :) Fékk alveg helling af góðum jólagjöfum, allt sem mig langaði í og miklu miklu meir svo ég er bara miklu meira en sátt, og svo það sem er meira en það þá er ég búin að eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum og það er bara frábært náttúrulega :D
Ég er búin að vera alveg hrikalega léleg að blogga, en ástæða þess er að mig er farið að gruna að tíminn líði bara hreinlega hraðar hjá mér en öðrum þessa dagana hehhe en það er bara ágætt... Hlýtur að vera gaman hjá mér, er ekki sagt að það sé einmitt þá sem tíminn líður sem hraðast?! :D
Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í bili þar sem ég er ennþá að vinna upp svefn og svona, komin smá óregla á þetta hjá manni eftir áramótin og allt það svo að maður verður að snúa þessu almennilega við :P En ég er allavega ekki dáin bara soldið tímalaus, verð vonandi duglegri að blogga með nýja árinu ;)
Bara svona smá fróðleikskorn í lokin, Jón Gnarr, snillingur með meiru, er fertugur í dag! :D Já, gaman að þessu heheh
Takk fyrir mig í bili...

4 Comments:

At 5:21 f.h., Blogger Tomas said...

Allir að gefa Jóni Gnarr bensínstöðvadót í afmælisgjöf!

 
At 3:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ÞOKKALEGA maður :D

 
At 9:34 f.h., Blogger jójó said...

Svo kom hún Magnea litla í heiminn 2. jan síðastliðinn, sem gerir hana nákvæmlega 40 árum yngri en gnarrinn

 
At 10:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

vá spáðu í því! :D ýkt töff ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home