Fjas og fleira ;)

mánudagur, desember 05, 2005

Jæja elskurnar, ég veit ég er alger njóli að vera ekki búin að skrifa svona lengi, auk þess sem færslan þarna 10. týndist!! Skrýtið... En málið er það að nú eru prófin að ganga í garð og ég er ekki eins mikið uppí skóla og þar sem netið er bara tengt hér við tölvuna hans bróður míns þá kemst ég sárasjaldan á netið til að skrifa eitthvað :)
En, það er allt gott að frétta af mér, er bara í kvíðahnút yfir þessum prófum, en það reddast allt saman, er að vera bjartsýn alveg í massavís :P
Já, helgin, það var djamm... Hefði náttúrulega átt að vera góða stúlkan og sitja heima og lesa, EN ég sé ekkert eftir því að hafa farið þrátt fyrir bylgjótt kvöld, vinarifrildi og ves... Þetta var ágætt, ef fólk heldur að maður sé einhver annar en maður er og verður síðan fyrir vonbrigðum þá er það ekki mitt mál... Ég er bara ég og ég verð ekkert annað! :D
Nema hvað að nú ætla ég að fara og gera eitthvað... Búast má við að það verði lítið um blogg fram til 17. des, en ég verð á djamminu 17. des og á háskólaballið 22. des svo þá verð ég í gleðinni börnin góð! ;) Endilega fjölmenna ef ykkur langar að sýna ykkur og sjá aðra, þar á meðal kannski bara mig, ef þið eruð heppin :D
Allavega, síðar honeys ;)

6 Comments:

At 5:58 e.h., Blogger Anna Katrin said...

það er 22. des ekki 21!

 
At 6:49 e.h., Blogger Dora said...

er meira en til í að skella mér á sálarball með ykkur skvísunum .. líka langt síðan við gellurnar höfum djammað allar saman !! heyri í þér sæta :P

 
At 9:50 e.h., Blogger Æsa said...

Eruð þið viss um að Háskólaballið sé ekki 21? mig minnir það nefnilega endilega... jú nema að það verði tvö böll... eða þeir hafi bara hengt upp vitlausar auglýsingar í vr2, vilji ekki fá lúða á þetta ball... en já pointið mitt í þessu kommenti var að spyrja að því hvaðan þið hefðuð að ballið væri þann 22?

 
At 11:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

veistu það veit bara enginn hvenær þetta ball er nákvæmlega :D En ég ætla að kanna þetta nánar ;)

 
At 12:04 f.h., Blogger Anna Katrin said...

það stendur animasíðuni 22. ... :|

 
At 12:59 f.h., Blogger Anna Katrin said...

heyrðu haldiði ekki hvað! það stendur núna 21. á anima síðuni. alveg bilað lið mar! jæja. djamm 21 mar ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home