Jæja þá í þetta sinn... Nú er ég ekki búin að vera dugleg, en það eru góðar ástæður fyrir því og ég ætla að gerast svo einstaklega áhugaverð að útlista þær hér og nú... Það stendur nefnilega þannig á að ég er að vinna á leikskóla og þar sem að það er einmitt gróðrarstía alls kyns veikinda þá eru samstarfsmenn mínir að veikjast í hrönnum og það er alveg hræðilegt ástand á svæðinu, þess vegna kem ég alltaf heim klukkan svona að verða 5 og er alveg búin á því og nenni hreinlega ekki að gera neitt! En það er allt í lagi, mér finnst þetta svo gaman að það er alveg þess virði... Nú kann fólkið sem les þessa síðu, sem er líklega svona á heildina litið svona tveir eða jafnvel einn og hálfur ;) að spyrja sig hvers vegna ég nýtti ekki bara tímann sem ég fæ í frí um helgar til að blogga, en staðreyndin er sú að ég er sjúklingur... Ég segi alltaf við sjálfa mig að ég ætli núna að hlaða batterýin og vera heima eina helgi og slappa af, en samt er ég nú yfirleitt komin á djammið fyrr eða síðar og því krefst það þess að ég sofi út og svo þarf ég náttúrulega svona að gera hitt og þetta annað :P Sem dæmi mætti nefna að í síðustu viku ákvað ég að taka herbergið mitt algerlega í gegn þar sem ég þurfti nánast að fá mér stígvél til að vaða rykið sem hafði safnast þar fyrir! :| Svo að ég byrjaði á því að taka til og svo reyndar var hún móðir mín, eins dásamleg og yndisleg eins og hún er svo góð að ryksuga og skúra svo ég slapp við það! :D JEIJ! En síðan tók ég mig til og ég skellti mér í það verkefni að losa mig við HELLING af fötum, svona sirka einn og hálfan ruslapoka af gömlum fötum sem ég nota aldrei og eru þau föt á leiðinni í rauða krossin... Er ég ekki góðhjörtuð?! ;) Hahha... Svo gabbaði ég múttu til að fara með mér í IKEA á laugardaginn og þvílík SNILLDAR búð! Þangað langar mig að fara oftar... Svona fyrir utan eitt miður skemmtilegt atvik sem verður ekki rætt hér nánar ;) En já, ég semsagt tók mér kaupæði í IKEA og keypti alls kyns BRÁÐNAUÐSYNLEGAR og UNDURFALLEGAR vörur til að prýða nýþrifið herbergið mitt og ég verð að segja það að ég hef bara furðu góðan smekk ;) Hahha... Nei djók... Allavega þá kom þetta fínt út :P
Jáhh, í dag var hörmulegt veður!! Ég ákvað að vera með fléttu í nótt og vera soldið töff í dag með svona smart liði í hárinu og svona, þar sem hárið á mér er bara náttúrulega ENDALAUST slétt!! EN ég byrjaði á því að vakna og líta í spegil og það sem mætti mér þar var allt annað en fögur sjón... :| Málið er það að á dögunum fór ég í klippingu og lét stytta soldið hárið (ekkert mikið) en í leiðinni þá lét ég stytta stytturnar líka og fattaði náttúrulega að það náði ekkert ALLT hárið í fléttuna... Þannig að þegar ég vaknaði þá var ég með svona topp BEINT ÚT Í LOFTIÐ!!!!! Minnti svona soldið á der á derhúfu sem hafði lent í tætara eða eitthvað... En jæja, ég fór fram og bleytti blessað hárið og þá var þetta svona sæmilegt og ég losaði fléttuna en þá var þetta eitthvað ekki alveg að virka og ég hugsaði með mér að ég yrði komin með alls kyns vibba í hárið fyrr en síðar ef ég færi með það slegið í vinnuna svo ég skellti teygju í lubbann og lét gott heita... Síðan gleypti ég morgunmat og fór af stað... Pabbi minn, elskulegur karlinn skutlaði mér þessi 5 skref sem eru upp í vinnu hjá mér svo ég varð ekkert að labba neitt í vonda vonda veðrinu... En þegar ég kom upp í vinnu þá var hárið mitt bara farið út í eitthvað rugl og því varð bara ekki breytt... Ég var bara í veseni í allan dag að halda því í skefjum... Þannig að á morgun verð ég með mitt viðrinislega slétta hár og breitt bros á vörum :P
Hmmm... Já, þetta eru skemmtilegir dagar... Mér finnst vikurnar bara fljúga hjá mér, er ég bara að verða svona gömul eða finnst einhverjum öðrum tíminn líða hraðar en hann gerði hérna í gamla daga? (FINN HRUKKURNAR BYRJA AÐ MYNDAST!! :|)
Annars held ég nú að ég ætti bara að fara að láta leggja mig inn einhvers staðar því að ég hugsaði með mér á mánudaginn að ég skyldi sko EKKERT fara út um næstkomandi helgi, þetta yrði bara tími afslöppunar og svona, en ég er svei mér þá alveg að breyta um skoðun núna... :| Þó finnst mér það ekki girnileg tilhugsun ef það verður svona vont veður um helgina að fara eitthvað í bæinn eða þannig svo að það er aldrei að vita hvað verður... Svo á mamma mín nebblega ammili á föstudaginn svo að það verður bara stuð á familiunni þá að sjálfsögðu!! :D
Ég er eiginlega bara búin með kvótann núna... Ég held að það séu ekkert margir sem lesa þetta þvaður hvort eð er svo að þetta er allt í lagi :P
Endilega skrifið á tagboardið eða eitthvað svona sniðugt ef þið kíkið á síðuna mína ;)
En annars er líka alltaf barasta gaman að heyra í góðu fólki svo að þið megið alveg hafa samband símleiðis líka, svona ef þið hafið númerið mitt það er ;) Anyways... Heyrumst:P
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home