Jáhh, það hlaut nú að koma að því að einhver tjáning myndi birtast hér á þessari síðu á ný... Ástæða þessara löngu pása er að ég hef ekki í mér að skrifa eitthvað hér, mér finnst oft eins og það sé alltaf sama tjáningin í gangi eða það sem ég skrifa sé einhvern veginn óáhugavert og algerlega eitthvað sem enginn vill lesa og ég bara finn það ekki í mér að skrifa neitt, en svo fór ég að spá í því í dag að það skiptir engu máli því að ég er ekki að segja neinum að lesa það sem ég skrifa hér og það er enginn neyddur til þess á neinn hátt þannig að það skiptir í raun litlu máli... :) Það er annað sem ég er búin að vera að spá í í sambandi við þessar síður, hvað ætli fólk sem þekkir mann kannski ekkert og villist inn á síðuna manns hugsi um mann...? Ef maður skrifar á vissan hátt þá er maður gelgja, ljóska, vitlaus, leiðinlegur, skemmtilegur, áhugaverður, óáhugaverður og svo framvegis... En málið er það að ég held að í raun þá er maður ekkert að endurspegla í þessum síðum hver maður er eða hvað maður er heldur er maður bara að skrifa akkúrat sem er manni hæst í huga akkúrat þá stundina sem maður er að skrifa inn á bloggið... Allavega þá ætla ég að fara að lesa þessar síður með það í huga framvegis... :) Já, ég er búin að vera alveg í skrýtnu skapi þessa vikuna, stundum er ég alveg endalaust hátt uppi og alveg eldhress og svo aðra stundina þá fara taugarnar alveg í hnút og ég verð alveg stór undarleg... Þetta er ekki alveg líkt mér... Vil nú helst halda því fram að þetta sé vegna kvefs og svefnleysis, en ég vona bara að ég sé að ná að hífa mig upp úr þessu mar! :D Nú er líka fimmtudagur og þið vitið hvað það þýðir!! Það er djamm framundan! :D Hahha... Já, ég held í sannleika sagt að ég hafi tekið algera u-beygju í vor... Ég byrjaði á þessu, að fara á djammið og út að skemmta mér allar helgar og hef bara satt að segja ekki stoppað síðan!!! :D Það er nú alveg ágætt líka, enda er ég búin að skemmta mér afskaplega vel.. :) Og nú er enn ein helgin framundan og mér lýst nú bara nokkuð vel á þetta sko... :) En jæja, ég er að spá í að binda endahnútinn á þessa stórundarlegu pælingu mína með því að segja þeim sem nenna að lesa þetta rugl í mér að vera góðir við alla sem þeir hitta og reyna að horfa á björtu hliðarnar á málunum, þetta kann að virðast alveg hryllileg klisja, en það getur breytt svo ofsalega miklu bara að breyta viðhorfi sínu aðeins! :) Allavega, ef þið eruð að djamma um helgina (eða einhverjar aðrar helgar!! ;D) , endilega vera í sambandi ;) Gúddbæ! :D
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home